Forseti í feluleik Ólafur Stephensen skrifar 21. febrúar 2012 09:39 Feluleikur Ólafs Ragnars Grímssonar forseta gagnvart fjölmiðlum, sem biðja um skýr svör um það hvort forsetinn hyggist bjóða sig fram á ný eða ekki, er gagnrýni verður og embætti forsetans sízt til sóma. Þeim sem hlýddu á áramótaávarp forsetans blandaðist fæstum hugur um að hann hefði tekið ákvörðun um að gefa ekki kost á sér til embættisins á ný í kosningunum næsta sumar. Fljótlega kom þó fram sú kenning, byggð á rýni í texta ræðunnar, að forsetinn hefði skilið eftir þá glufu að gefa kost á sér á ný, fengi hann áskoranir um slíkt. Í framhaldi af þessu var hrundið af stað söfnun undirskrifta undir hvatningu til forsetans um að gefa kost á sér fimmta kjörtímabilið. Þetta hefur orðið til þess að fjölmiðlar hafa leitað eftir skýrum svörum forsetans um það hvað áramótaávarpið hafi í rauninni þýtt. Og eins gaman og forsetanum getur þótt að vera í fjölmiðlum, bregður nú svo við að hann gefur engin svör og forðast hljóðnemana eins og heitan eldinn. Meira en sex vikur eru frá því að áramótaræðan var haldin og enn sitjum við uppi með textaskýringar annarra en Ólafs Ragnars Grímssonar - og óvissu um það hvað hann ætlast fyrir. Í tilefni af þeirri sérkennilegu stöðu, sem komin var upp með undirskriftasöfnuninni, endurtóku Fréttablaðið og Stöð 2 spurningu úr fyrri skoðanakönnun miðlanna, þar sem spurt var hvort fólki fyndist að Ólafur Ragnar ætti að gefa kost á sér á nýjan leik. Niðurstaðan var sú að rúmur meirihluti, ívið fleiri en fyrir áramót, telja að forsetinn eigi að gefa kost á sér á ný. Þetta er þó miklu minni stuðningur en forseti, sem hefði setið á friðarstóli og rækt skyldur sínar sem sameiningartákns, myndi fá og svigrúmið fyrir öflugan mótframbjóðanda augljóslega talsvert. Gangurinn í undirskriftasöfnuninni hlýtur líka að hafa valdið forsvarsmönnum hennar vonbrigðum. Staðreyndin er sú, að fullt tilefni gæti verið til þess að trúverðugur mótframbjóðandi skoraði Ólaf Ragnar Grímsson á hólm í kosningunum í sumar - ef hann gefur kost á sér áfram. Annars vegar hefur hann þróað forsetaembættið með umdeilanlegum hætti, ekki sízt með beitingu málskotsréttarins og pólitískum yfirlýsingum sem gengið hafa þvert á stefnu stjórnvalda. Hins vegar orka ýmis ummæli hans og gjörðir í aðdraganda hrunsins tvímælis, eins og rakið var í rannsóknarskýrslu Alþingis. Með því að viðhalda óvissunni um áform sín spillir forsetinn hins vegar fyrir hugsanlegum mótframbjóðendum. Það verður að sjálfsögðu að vera klárt hvað hann ætlar að gera, áður en aðrir fara að tilkynna framboð. Þessi framkoma forsetans er ekki aðeins ókurteisi við þjóðina, eins og Róbert Marshall alþingismaður orðaði það um helgina. Þetta er pólitísk refskák af því tagi sem stjórnmálamaðurinn Ólafur Ragnar Grímsson hefði verið fullsæmdur af, en sómir ekki embætti forseta Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun
Feluleikur Ólafs Ragnars Grímssonar forseta gagnvart fjölmiðlum, sem biðja um skýr svör um það hvort forsetinn hyggist bjóða sig fram á ný eða ekki, er gagnrýni verður og embætti forsetans sízt til sóma. Þeim sem hlýddu á áramótaávarp forsetans blandaðist fæstum hugur um að hann hefði tekið ákvörðun um að gefa ekki kost á sér til embættisins á ný í kosningunum næsta sumar. Fljótlega kom þó fram sú kenning, byggð á rýni í texta ræðunnar, að forsetinn hefði skilið eftir þá glufu að gefa kost á sér á ný, fengi hann áskoranir um slíkt. Í framhaldi af þessu var hrundið af stað söfnun undirskrifta undir hvatningu til forsetans um að gefa kost á sér fimmta kjörtímabilið. Þetta hefur orðið til þess að fjölmiðlar hafa leitað eftir skýrum svörum forsetans um það hvað áramótaávarpið hafi í rauninni þýtt. Og eins gaman og forsetanum getur þótt að vera í fjölmiðlum, bregður nú svo við að hann gefur engin svör og forðast hljóðnemana eins og heitan eldinn. Meira en sex vikur eru frá því að áramótaræðan var haldin og enn sitjum við uppi með textaskýringar annarra en Ólafs Ragnars Grímssonar - og óvissu um það hvað hann ætlast fyrir. Í tilefni af þeirri sérkennilegu stöðu, sem komin var upp með undirskriftasöfnuninni, endurtóku Fréttablaðið og Stöð 2 spurningu úr fyrri skoðanakönnun miðlanna, þar sem spurt var hvort fólki fyndist að Ólafur Ragnar ætti að gefa kost á sér á nýjan leik. Niðurstaðan var sú að rúmur meirihluti, ívið fleiri en fyrir áramót, telja að forsetinn eigi að gefa kost á sér á ný. Þetta er þó miklu minni stuðningur en forseti, sem hefði setið á friðarstóli og rækt skyldur sínar sem sameiningartákns, myndi fá og svigrúmið fyrir öflugan mótframbjóðanda augljóslega talsvert. Gangurinn í undirskriftasöfnuninni hlýtur líka að hafa valdið forsvarsmönnum hennar vonbrigðum. Staðreyndin er sú, að fullt tilefni gæti verið til þess að trúverðugur mótframbjóðandi skoraði Ólaf Ragnar Grímsson á hólm í kosningunum í sumar - ef hann gefur kost á sér áfram. Annars vegar hefur hann þróað forsetaembættið með umdeilanlegum hætti, ekki sízt með beitingu málskotsréttarins og pólitískum yfirlýsingum sem gengið hafa þvert á stefnu stjórnvalda. Hins vegar orka ýmis ummæli hans og gjörðir í aðdraganda hrunsins tvímælis, eins og rakið var í rannsóknarskýrslu Alþingis. Með því að viðhalda óvissunni um áform sín spillir forsetinn hins vegar fyrir hugsanlegum mótframbjóðendum. Það verður að sjálfsögðu að vera klárt hvað hann ætlar að gera, áður en aðrir fara að tilkynna framboð. Þessi framkoma forsetans er ekki aðeins ókurteisi við þjóðina, eins og Róbert Marshall alþingismaður orðaði það um helgina. Þetta er pólitísk refskák af því tagi sem stjórnmálamaðurinn Ólafur Ragnar Grímsson hefði verið fullsæmdur af, en sómir ekki embætti forseta Íslands.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun