CCP með 8 milljarða í tekjur á síðasta ári 22. febrúar 2012 14:12 Tekjur tölvuleikjaframleiðandans CCP námu 66 milljónum dollara á síðast ári eða um 8 milljörðum íslenskra króna. Á tæknifréttasíðunni TechCrunch kemur fram að heildartekjur fyrirtækisins hafi verið um 300 milljónir dollara frá því tölvuleikurinn EVE Online kom á markað. Þá kemur fram að árlegur vöxtur teknanna hafi verið rúm 50%. Rúmlega 400.000 manns spila tölvuleikinn að staðaldri og hefur notendum fjölgað staðfastlega frá því leikurinn var kynntur árið 2003. Í kjölfar skipulagsbreytinga á síðasta ári þurfti CCP að segja upp 20% starfsmanna sinna. Þá fækkaði notendum þó nokkuð á því tímabili. CCP vinnur nú að þróun tölvuleikjarins DUST 514 en hann fer í sölu í sumar. DUST 514 er fyrstu persónu skotleikur sem verður aðeins fáanlegur á Playstation 3 leikjatölvunni. Fyrstu persónu skotleikir eru eitt vinsælasta tölvuleikjaform veraldar en leikir á borð við Call of Duty: Modern Warfare 3 og Battlefield 3 hafa halað inn milljörðum í sölutekjur. Hægt er að sjá brot úr DUST 514 hér fyrir ofan. Leikjavísir Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira
Tekjur tölvuleikjaframleiðandans CCP námu 66 milljónum dollara á síðast ári eða um 8 milljörðum íslenskra króna. Á tæknifréttasíðunni TechCrunch kemur fram að heildartekjur fyrirtækisins hafi verið um 300 milljónir dollara frá því tölvuleikurinn EVE Online kom á markað. Þá kemur fram að árlegur vöxtur teknanna hafi verið rúm 50%. Rúmlega 400.000 manns spila tölvuleikinn að staðaldri og hefur notendum fjölgað staðfastlega frá því leikurinn var kynntur árið 2003. Í kjölfar skipulagsbreytinga á síðasta ári þurfti CCP að segja upp 20% starfsmanna sinna. Þá fækkaði notendum þó nokkuð á því tímabili. CCP vinnur nú að þróun tölvuleikjarins DUST 514 en hann fer í sölu í sumar. DUST 514 er fyrstu persónu skotleikur sem verður aðeins fáanlegur á Playstation 3 leikjatölvunni. Fyrstu persónu skotleikir eru eitt vinsælasta tölvuleikjaform veraldar en leikir á borð við Call of Duty: Modern Warfare 3 og Battlefield 3 hafa halað inn milljörðum í sölutekjur. Hægt er að sjá brot úr DUST 514 hér fyrir ofan.
Leikjavísir Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira