Vinnufélagar dómara Magnús Halldórsson skrifar 17. febrúar 2012 12:01 Hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, og Viðar Már Matthíasson lýstu sig vanhæfa til þess að dæma í máli Sigurðar Hreins Sigurðarsonar og Mariu Elviru Mendez Pinedo gegn Frjálsa fjárfestingabankanum í 15. febrúar sl. Dómurinn hefur sett fjármálakerfi landsins í uppnám, og gæti kallað á endurskoðun nokkur þúsund ákvarðana er varða gjaldþrot fyrirtækja og einstaklinga, auk annarra mála. Athyglisvert er að skoða ástæður þess, að Markús og Viðar töldu sig vanhæfa. Eiginkona Markúsar, Björg Thorarensen lagaprófessor, er samstarfsmaður Mariu. Markús taldi sig vanhæfan til þess að dæma í fyrrnefndu máli af þessum sökum, þ.e. vegna kunningsskaps við Mariu. Viðar Már vann með Mariu í lagadeildinni og taldi sig vanhæfan af þeim sökum, þ.e. vegna þess að þau þekktust í gegnum störf sín. Eiríkur Tómasson, fyrrverandi forseti lagadeildar og nú dómari í Hæstarétti, taldi sig ekki vanhæfan til þess að dæma í málinu, þrátt fyrir að hann hafi eins og Viðar Már og Björg, unnið með Mariu í háskólanum. Annar dómari í málinu, Benedikt Bogason, hefur einnig unnið með Mariu í háskólanum en hann taldi sig ekki vanhæfan. Sjö manna dómur klofnaði 4-3 í fyrrnefndu máli Sigurðar Hreins og Mariu. Eiríkur og Benedikt voru báðir í fjögurra manna meirihluta Hæstaréttar. Kannski hefði fjármálakerfið ekki komist í uppnám ef Eiríkur og Benedikt hefðu verið vanhæfir til þess að dæma í málinu út frá kunningsskap við Mariu. Þetta sýnir kannski helst hvað starf Hæstaréttardómara er krefjandi og áhrifamikið, og hvað það skiptir miklu máli að hæfisskilyrði dómara séu alltaf hafin yfir vafa, líka í málum fyrrverandi vinnufélaga þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun
Hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, og Viðar Már Matthíasson lýstu sig vanhæfa til þess að dæma í máli Sigurðar Hreins Sigurðarsonar og Mariu Elviru Mendez Pinedo gegn Frjálsa fjárfestingabankanum í 15. febrúar sl. Dómurinn hefur sett fjármálakerfi landsins í uppnám, og gæti kallað á endurskoðun nokkur þúsund ákvarðana er varða gjaldþrot fyrirtækja og einstaklinga, auk annarra mála. Athyglisvert er að skoða ástæður þess, að Markús og Viðar töldu sig vanhæfa. Eiginkona Markúsar, Björg Thorarensen lagaprófessor, er samstarfsmaður Mariu. Markús taldi sig vanhæfan til þess að dæma í fyrrnefndu máli af þessum sökum, þ.e. vegna kunningsskaps við Mariu. Viðar Már vann með Mariu í lagadeildinni og taldi sig vanhæfan af þeim sökum, þ.e. vegna þess að þau þekktust í gegnum störf sín. Eiríkur Tómasson, fyrrverandi forseti lagadeildar og nú dómari í Hæstarétti, taldi sig ekki vanhæfan til þess að dæma í málinu, þrátt fyrir að hann hafi eins og Viðar Már og Björg, unnið með Mariu í háskólanum. Annar dómari í málinu, Benedikt Bogason, hefur einnig unnið með Mariu í háskólanum en hann taldi sig ekki vanhæfan. Sjö manna dómur klofnaði 4-3 í fyrrnefndu máli Sigurðar Hreins og Mariu. Eiríkur og Benedikt voru báðir í fjögurra manna meirihluta Hæstaréttar. Kannski hefði fjármálakerfið ekki komist í uppnám ef Eiríkur og Benedikt hefðu verið vanhæfir til þess að dæma í málinu út frá kunningsskap við Mariu. Þetta sýnir kannski helst hvað starf Hæstaréttardómara er krefjandi og áhrifamikið, og hvað það skiptir miklu máli að hæfisskilyrði dómara séu alltaf hafin yfir vafa, líka í málum fyrrverandi vinnufélaga þeirra.