Vaxandi spenna vegna vanda Grikkja 23. janúar 2012 11:58 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, er undir mikilli pressu um að beita sér fyrir því að skuldavandi Grikklands verði leystur. Vaxandi spennu gætir nú meðal þjóðarleiðtoga Evrulandanna vegna efnahagsvanda Grikklands. Fyrirsjáanlegt þykir að Grikkir geti ekki staðið við skuldbindingar sínar í mars næstkomandi þegar 14,4 milljarða evra, tæplega 2.300 milljarðar króna, falla á gjalddaga. Ráðamenn í Grikklandi hafa undanförnu fundað stíft með sérfræðingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Seðlabanka Evrópu og fulltrúum úr sérstöku kröfuhafaráði þeirra fjármálastofnanna sem eiga grísk skuldabréf. Í þessum efnum er ekki verið að tjalda til einnar nætur. Samkvæmt frásögn breska ríkisútvarpsins BBC í morgun, miðar áætlun grískra stjórnvalda að því að gera ríkisfjármálin í Grikklandi sjálfbær árið 2020 eða eftir um átta ár. Það finnst mörgum vera fulllangur tími, og hefur þýski fjármálaráðherrann, Wolfgang Schaeuble, sagt að það sé algjört lágmark að ríkisfjármálin verði þá komin í lag. Helst þurfi þetta að gerast fyrir árið 2016, eða eftir fjögur ár. Margir hafa hins vegar talað fyrir því að óhjákvæmilegt sé að afskrifa stóran hlut af skuldum Grikklands, eða allt að 80 prósent, til þess að bjarga landinu frá gjaldþroti. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Vaxandi spennu gætir nú meðal þjóðarleiðtoga Evrulandanna vegna efnahagsvanda Grikklands. Fyrirsjáanlegt þykir að Grikkir geti ekki staðið við skuldbindingar sínar í mars næstkomandi þegar 14,4 milljarða evra, tæplega 2.300 milljarðar króna, falla á gjalddaga. Ráðamenn í Grikklandi hafa undanförnu fundað stíft með sérfræðingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Seðlabanka Evrópu og fulltrúum úr sérstöku kröfuhafaráði þeirra fjármálastofnanna sem eiga grísk skuldabréf. Í þessum efnum er ekki verið að tjalda til einnar nætur. Samkvæmt frásögn breska ríkisútvarpsins BBC í morgun, miðar áætlun grískra stjórnvalda að því að gera ríkisfjármálin í Grikklandi sjálfbær árið 2020 eða eftir um átta ár. Það finnst mörgum vera fulllangur tími, og hefur þýski fjármálaráðherrann, Wolfgang Schaeuble, sagt að það sé algjört lágmark að ríkisfjármálin verði þá komin í lag. Helst þurfi þetta að gerast fyrir árið 2016, eða eftir fjögur ár. Margir hafa hins vegar talað fyrir því að óhjákvæmilegt sé að afskrifa stóran hlut af skuldum Grikklands, eða allt að 80 prósent, til þess að bjarga landinu frá gjaldþroti.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira