Viðskipti erlent

Lagarde: Verður að afstýra annarri mikilli kreppu

Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir að heimurinn standi nú frammi fyrir því að aðgerðir til þess að hindra svipað ástand og skapaðist í kringum 1930, þegar kreppan mikla skall á, verði að veruleika. „Stjórnmálamenn verða að grípa til aðgerða til þess að reyna að örva hagvöxt. Öðruvísi leysast engin vandamál, hvort sem þau snúa að einkageiranum eða þjóðríkjum," sagði Lagarde á fundi í Berlín í morgun, að því er Wall Street Journal greinir frá.

Lagarde segir að engin vandamál hafi verið leyst ennþá, þrátt fyrir yfirlýsingar þjóðarleiðtoga Evrópuríkja þar um. Ennþá sé skuldavandi ríkja of mikill. Einkum sagði Lagarde að staða Ítalíu og Spánar væri áhyggjuefni. Sagði Lagarde að nauðsynlegt væri að stækka björgunarsjóð Evrópusambandins enn meira. Nú þegar er heimild til þess að nota þúsund milljarða evra til þess að aðstoða skuldug ríki. Lagarde sagði að á fundi í morgun að líklega þyrfti að tvöfalda sjóðinn að stærð, ef ekki ætti illa að fara. „Aðgerðir þola enga bið. Það verður að grípa til allra ráða til þess að auka hagvöxt, og styrkja efnahag ríkja, strax," sagði Lagarde í viðtali við Wall Street Journal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×