Spilling og siðbót Magnús Halldórsson skrifar 14. janúar 2012 12:46 Eftir að Alþingi lögfesti heimild handa bönkunum til þess að afskrifa skuldir fyrirtækja umfram eignir gegn framlagi fjármuna upp á 10% af virði eigna var samkeppnismarkaður skilinn eftir á eyðieyju. Þar er hann enn. Dæmi: Fyrirtæki skuldar 6 milljarða en á eignir sem metnar eru á tvo milljarða. Eigandi fyrirtækisins getur tryggt stöðu fyrirtækisins með því að leggja því til 200 milljónir og fengið fjóra milljarða afskrifaða. Síðan er haldið áfram. Það eru mörg dæmi um afgreiðslu sem þessa hér að framan og hafa verið sagðar sannar og réttar fréttir af þessum afgreiðslum ítrekað. Þar hafa komið við sögu útgerðarfyrirtæki, fyrirtæki í verktakageiranum, bílaumboð og fleiri. Hvatinn minnkar Vandamálið sem þetta skapar er augljóst; samkeppnismarkaður, sem alls staðar í vestrænum ríkjum er talinn vera mikilvægur fyrir neytendur, er í rúst. Samkeppnisaðilar þeirra fyrirtækja sem þurfa ekki að hafa áhyggjur af því þegar aukinn markaðshlutdeild er sótt með lánsfé, geta lítið gert. Þeir fá ekki að njóta góðs af því ef eigendur fyrirtækja og stjórnendur samkeppnisaðilanna gera mistök með offjárfestingu. Þetta leiðir til þess að samkeppni brotnar niður innan frá og vinnur gegn hvata hjá fyrirtækjum til þess að standa sig vel og bjóða góða þjónustu, neytendum til hagsbóta. Það versta við þetta vandamál er hversu víðtæk sú skoðun er að þetta sé eðlilegt í ljósi þess sem gerðist hér fyrir þremur árum. Þ.e. að atvinnurekendur eigi skilið að taka ekki örlögum gjörða sinna þegar þeir stofnuðu til of mikilla skulda. Þetta á ekki síst við um Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð Íslands og Samtök iðnaðarins. Hjá forystumönnum þessara samtaka hefur því miður lítil áhersla verið lögð á það að leyfa fyrirtækjum að fara í gjaldþrot sem þannig er um statt, til þess að viðhalda markaðsbúskapnum. Í íslenska hagkerfinu er þó nóg til af peningum sem þar að auki eiga í erfiðleikum með að finna farvegi fyrir ávöxtun. Fjárfestingin – sem kvartað er yfir að sé lítil – er ekki síst lítil af þessum sökum. Það er ekkert að óttast ef „lífvænlegur" rekstur stöðvast vegna rangra ákvarðana stjórnenda og eigenda. Hann fer þá af stað aftur með hjálp þeirra sem bjóða best í eignir hjá skiptastjóra og hafa trú á rekstrinum. Óljóst, og þó Pólitísk sýn á þetta álitamál er svolítið óljós að því er mér finnst. Að öðru leyti en því, að svo til allir flokkar sem eiga fulltrúa á Alþingi virðast almennt hlynntir því að markaðsbúskapurinn sé sniðgenginn og fyrirtæki fái afskrifaðar skuldir á kostnað kröfuhafa eins og það sé sjálfsagt mál. Það virðist engu breyta að lögfestar heimildir banka til þess að afskrifa skuldir á útvalda, með fyrrnefndu fyrirkomulagi, á sér líklega engin fordæmi í hinum vestræna heimi. Sérstaklega er merkilegt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki barist hatrammlega fyrir því að markaðsbúskapurinn fái að halda sér, svona í ljósi þess að innan þess flokks hefur tal um ágæti hins frjálsa markaðar stundum fengið vængi. Meðal annars hjá háskólaprófessor sem tekið hefur virkan þátt í starfi flokksins í áratugi, Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. Hann er líklega þekktastur fyrir að hafa verið dæmdur í Hæstarétti fyrir að fénýta sér höfundarréttarvarið efni nóbelsverðlaunahafa, sem er um það bil mesta mótsögn við heiðarlega markaðslega breytni sem hægt er að hugsa sér. Ítök atvinnurekenda Ég held að það sé ekki hægt að útiloka að þau ítök sem atvinnurekendur hafa í Sjálfstæðisflokknum af sögulegum ástæðum m.a., bæði á innflutningshlið hagkerfisins og útflutningshliðinni, hafi leitt til þess að flokkurinn hefur ekki staðið vörð um markaðsbúskapinn þegar kemur að skuldamálum fyrirtækja. Vandamálin voru í fangi atvinnurekenda, sem síðan mynda hryggjarstykkið í flokksstarfinu. Flokkurinn hefur beinlínis vantreyst markaðnum til þess að leysa úr vandamálum sínum, þrátt fyrir að hagkerfið sé svo til troðfullt af peningum sem nýta má í endurreisn reksturs sem fjárfestar telja lífvænlegan. Mat starfsmanna banka á því hvað telst lífvænlegt í þeim efnum skiptir engu máli, enda segir sagan okkur það – hvert sem litið er – að það megi aldrei treysta á dómgreind bankamanna. Þeir eru blindaðir af ríkisábyrgð á mistökum sínum. Innan stjórnarflokkanna, VG og Samfylkingarinnar, ríkir algjör þögn um þá spilltu meðhöndlun sem valdir atvinnurekendur eru að fá í bankakerfinu. Er spilling of stórt orð? Nei varla, einkum í ljósi þess að aðgerðir sem þessar, það er stórfelldar skuldaniðurfellingar hjá völdum fyrirtækjum, eiga sér engin alþjóðleg fordæmi. Enda er þetta háttalag víðast hvar bannað og líklegt að aðgerðirnar geti talist til umboðssvika. Siðbót? Stjórnarflokkarnir lögfestu heimild bankanna til þess að handvelja þá atvinnurekendur út sem þurfa að borga skuldir sínar til baka sem stofnað var til, til þess að styrkja stöðu á markaði. Ég veit ekki til þess að þetta hafi verið rætt nema með yfirborðslegum fyrirspurnum á þingi. Siðbótin sem forsvarsmenn þessara flokka tala stundum fyrir, er víðsfjarri þegar að þessum málum kemur. Ég held að fyrir því séu tvær ástæður. Annars vegar of lítil greining og þekking á því sem er að gerast í atvinnulífinu, meðal annars vegna þess að flokksmenn eru almennt fremur illa tengdir inn í bakherbergin, og síðan vantrú á gildi markaðsbúskaparins. Jafnvel þó það séu algild sannindi að velferðarkerfi Norðurlandanna – yfirlýstrar fyrirmyndar stjórnarsamstarfsins – hvílir á stoðum hans, en ekki öfugt. Framsóknarflokkurinn hefur talað beint fyrir því að þeir sem skuldi mest eigi að fá mesta niðurfellingu. Þetta hafa forsvarsmenn flokksins ítrekað gert allt frá því 20% niðurfelling allra skulda var borin á borð kjósenda, en hún þjónar þeim best sem mest skulda. Engin almenn varðstaða um markaðsbúskapinn hef ég séð eða greint, heldur miklu fremur stór orð um nauðsyn þess að afskrifa, og afskrifa síðan aðeins meira. Mér hefur sýnst Hreyfingin og óháðir þingmenn tala hátt um siðbót en lítið fjallað sértækt um þær leikreglur sem í gildi eru á samkeppnismarkaði og hvernig þær beinlínis greiða fyrir spillingu. Það eru vissulega undantekningar á þessu, en þær eru of fáar. Áherslan á þessi mál er lítil og léttvæg. Alltaf hægt að kaupa afskrift En stóra spurningin fyrir stjórnvöld, rúmum þremur árum eftir hrunið, er þessi: Hvernig eiga málin að vera til framtíðar? Eiga fyrirtæki að geta keypt sér niðurfellingu á skuldum fyrir smánarupphæð til þess að halda markaðshlutdeild? Ef málin eiga að vera þannig, þá stendur íslenskt samfélag eftir gjörspillt, þar sem bankamenn ráða miklu meiru en áður, eins og ótrúlegt að það nú hljómar. Hagsmunir almennings verða færðir neðar í forgangsröðina ef hlutirnir eiga að vera eins og þeir eru núna til frambúðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun
Eftir að Alþingi lögfesti heimild handa bönkunum til þess að afskrifa skuldir fyrirtækja umfram eignir gegn framlagi fjármuna upp á 10% af virði eigna var samkeppnismarkaður skilinn eftir á eyðieyju. Þar er hann enn. Dæmi: Fyrirtæki skuldar 6 milljarða en á eignir sem metnar eru á tvo milljarða. Eigandi fyrirtækisins getur tryggt stöðu fyrirtækisins með því að leggja því til 200 milljónir og fengið fjóra milljarða afskrifaða. Síðan er haldið áfram. Það eru mörg dæmi um afgreiðslu sem þessa hér að framan og hafa verið sagðar sannar og réttar fréttir af þessum afgreiðslum ítrekað. Þar hafa komið við sögu útgerðarfyrirtæki, fyrirtæki í verktakageiranum, bílaumboð og fleiri. Hvatinn minnkar Vandamálið sem þetta skapar er augljóst; samkeppnismarkaður, sem alls staðar í vestrænum ríkjum er talinn vera mikilvægur fyrir neytendur, er í rúst. Samkeppnisaðilar þeirra fyrirtækja sem þurfa ekki að hafa áhyggjur af því þegar aukinn markaðshlutdeild er sótt með lánsfé, geta lítið gert. Þeir fá ekki að njóta góðs af því ef eigendur fyrirtækja og stjórnendur samkeppnisaðilanna gera mistök með offjárfestingu. Þetta leiðir til þess að samkeppni brotnar niður innan frá og vinnur gegn hvata hjá fyrirtækjum til þess að standa sig vel og bjóða góða þjónustu, neytendum til hagsbóta. Það versta við þetta vandamál er hversu víðtæk sú skoðun er að þetta sé eðlilegt í ljósi þess sem gerðist hér fyrir þremur árum. Þ.e. að atvinnurekendur eigi skilið að taka ekki örlögum gjörða sinna þegar þeir stofnuðu til of mikilla skulda. Þetta á ekki síst við um Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð Íslands og Samtök iðnaðarins. Hjá forystumönnum þessara samtaka hefur því miður lítil áhersla verið lögð á það að leyfa fyrirtækjum að fara í gjaldþrot sem þannig er um statt, til þess að viðhalda markaðsbúskapnum. Í íslenska hagkerfinu er þó nóg til af peningum sem þar að auki eiga í erfiðleikum með að finna farvegi fyrir ávöxtun. Fjárfestingin – sem kvartað er yfir að sé lítil – er ekki síst lítil af þessum sökum. Það er ekkert að óttast ef „lífvænlegur" rekstur stöðvast vegna rangra ákvarðana stjórnenda og eigenda. Hann fer þá af stað aftur með hjálp þeirra sem bjóða best í eignir hjá skiptastjóra og hafa trú á rekstrinum. Óljóst, og þó Pólitísk sýn á þetta álitamál er svolítið óljós að því er mér finnst. Að öðru leyti en því, að svo til allir flokkar sem eiga fulltrúa á Alþingi virðast almennt hlynntir því að markaðsbúskapurinn sé sniðgenginn og fyrirtæki fái afskrifaðar skuldir á kostnað kröfuhafa eins og það sé sjálfsagt mál. Það virðist engu breyta að lögfestar heimildir banka til þess að afskrifa skuldir á útvalda, með fyrrnefndu fyrirkomulagi, á sér líklega engin fordæmi í hinum vestræna heimi. Sérstaklega er merkilegt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki barist hatrammlega fyrir því að markaðsbúskapurinn fái að halda sér, svona í ljósi þess að innan þess flokks hefur tal um ágæti hins frjálsa markaðar stundum fengið vængi. Meðal annars hjá háskólaprófessor sem tekið hefur virkan þátt í starfi flokksins í áratugi, Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. Hann er líklega þekktastur fyrir að hafa verið dæmdur í Hæstarétti fyrir að fénýta sér höfundarréttarvarið efni nóbelsverðlaunahafa, sem er um það bil mesta mótsögn við heiðarlega markaðslega breytni sem hægt er að hugsa sér. Ítök atvinnurekenda Ég held að það sé ekki hægt að útiloka að þau ítök sem atvinnurekendur hafa í Sjálfstæðisflokknum af sögulegum ástæðum m.a., bæði á innflutningshlið hagkerfisins og útflutningshliðinni, hafi leitt til þess að flokkurinn hefur ekki staðið vörð um markaðsbúskapinn þegar kemur að skuldamálum fyrirtækja. Vandamálin voru í fangi atvinnurekenda, sem síðan mynda hryggjarstykkið í flokksstarfinu. Flokkurinn hefur beinlínis vantreyst markaðnum til þess að leysa úr vandamálum sínum, þrátt fyrir að hagkerfið sé svo til troðfullt af peningum sem nýta má í endurreisn reksturs sem fjárfestar telja lífvænlegan. Mat starfsmanna banka á því hvað telst lífvænlegt í þeim efnum skiptir engu máli, enda segir sagan okkur það – hvert sem litið er – að það megi aldrei treysta á dómgreind bankamanna. Þeir eru blindaðir af ríkisábyrgð á mistökum sínum. Innan stjórnarflokkanna, VG og Samfylkingarinnar, ríkir algjör þögn um þá spilltu meðhöndlun sem valdir atvinnurekendur eru að fá í bankakerfinu. Er spilling of stórt orð? Nei varla, einkum í ljósi þess að aðgerðir sem þessar, það er stórfelldar skuldaniðurfellingar hjá völdum fyrirtækjum, eiga sér engin alþjóðleg fordæmi. Enda er þetta háttalag víðast hvar bannað og líklegt að aðgerðirnar geti talist til umboðssvika. Siðbót? Stjórnarflokkarnir lögfestu heimild bankanna til þess að handvelja þá atvinnurekendur út sem þurfa að borga skuldir sínar til baka sem stofnað var til, til þess að styrkja stöðu á markaði. Ég veit ekki til þess að þetta hafi verið rætt nema með yfirborðslegum fyrirspurnum á þingi. Siðbótin sem forsvarsmenn þessara flokka tala stundum fyrir, er víðsfjarri þegar að þessum málum kemur. Ég held að fyrir því séu tvær ástæður. Annars vegar of lítil greining og þekking á því sem er að gerast í atvinnulífinu, meðal annars vegna þess að flokksmenn eru almennt fremur illa tengdir inn í bakherbergin, og síðan vantrú á gildi markaðsbúskaparins. Jafnvel þó það séu algild sannindi að velferðarkerfi Norðurlandanna – yfirlýstrar fyrirmyndar stjórnarsamstarfsins – hvílir á stoðum hans, en ekki öfugt. Framsóknarflokkurinn hefur talað beint fyrir því að þeir sem skuldi mest eigi að fá mesta niðurfellingu. Þetta hafa forsvarsmenn flokksins ítrekað gert allt frá því 20% niðurfelling allra skulda var borin á borð kjósenda, en hún þjónar þeim best sem mest skulda. Engin almenn varðstaða um markaðsbúskapinn hef ég séð eða greint, heldur miklu fremur stór orð um nauðsyn þess að afskrifa, og afskrifa síðan aðeins meira. Mér hefur sýnst Hreyfingin og óháðir þingmenn tala hátt um siðbót en lítið fjallað sértækt um þær leikreglur sem í gildi eru á samkeppnismarkaði og hvernig þær beinlínis greiða fyrir spillingu. Það eru vissulega undantekningar á þessu, en þær eru of fáar. Áherslan á þessi mál er lítil og léttvæg. Alltaf hægt að kaupa afskrift En stóra spurningin fyrir stjórnvöld, rúmum þremur árum eftir hrunið, er þessi: Hvernig eiga málin að vera til framtíðar? Eiga fyrirtæki að geta keypt sér niðurfellingu á skuldum fyrir smánarupphæð til þess að halda markaðshlutdeild? Ef málin eiga að vera þannig, þá stendur íslenskt samfélag eftir gjörspillt, þar sem bankamenn ráða miklu meiru en áður, eins og ótrúlegt að það nú hljómar. Hagsmunir almennings verða færðir neðar í forgangsröðina ef hlutirnir eiga að vera eins og þeir eru núna til frambúðar.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun