Viðskipti erlent

Kodak sækir um greiðslustöðvun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eastman Kodak, fyrirtækið sem fann upp myndavélar eins og þær eru í núverandi mynd, hefur sótt um greiðslustöðvun. Það þýðir að lánadrottnar fyrirtækisins geta ekki sótt um að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Fyrirtækið mun því fá gálgafrest til þess að endurskipuleggja fjárhag sinn. BBC fréttastofan segir að fyrirtækið sé hætt, í það minnsta um stundarsakir, að þróa myndavélar og er nú mest í framleiðslu á tölvuprenturum. Fyrirtækið hefur átt í mestu erfiðleikum með að halda í við samkeppnisaðila um að þróa starfræna tækni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×