Viðskipti erlent

Markaðir einkenndust af grænum tölum

Frá Wall Street í New York.
Frá Wall Street í New York.
Hlutabréfamarkaðir einkenndust víðast hvar af grænum tölum í dag, þ.e. sem einkenna jákvæða ávöxtun. Hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu á bilinu 1 til 2 prósent, þar af nam hækkun Nasdaq vísitölunnar 0,67 prósentum.

Í Evrópu var svipað upp á tengingnum. Hækkanirnar voru víðast hvar um og yfir eitt prósent. DAX vísitalan, samræmd vísitala hlutabréfamarkaða í Evrópu, hækkaði um 0,98 prósent.

Þrátt fyrir hækkanir í dag einkennast markaðir af nokkrum ótta við að ástandið í Evrópu kunni að versna, að því er segir á vefsíðu Wall Street Journal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×