Viðskipti erlent

Markaðir jákvæðir í morgun

Helstu markaðir í Evrópu eru á jákvæðum þennan morguninn ef kauphöllin í París er undanskilin.

Þannig hækkaði FTSE vísitalan í London um 1,2% í fyrstu viðskiptum dagsins og Dax vísitalan í Frankfurt um 0,9%. Hinsvegar hefur Cac 40 vísitalan í París lækkað um 0,6%.

Stemming var einnig jákvæðari á Asíumörkuðum í nótt en þeir enduðu nóttina í ágætum plúsum. Nikkei vísitalan í Tókýó hækkaði um 0,7% og Hang Seng vísitalan í Hong Kong um 2,4%.

Stemmingin virðist ekki eins jákvæð í Bandaríkjunum en samkvæmt utanmarkaðsviðskiptum þar mun Dow Jones vísitalan hefja daginn í dag í mínus 0,5% og Nasdag vísitalan í mínus 0,2%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×