Viðskipti erlent

Bílaframleiðendur í Detroit skila loks hagnaði

Bílaframleiðendur í Detroit eru loksins farnir að skila hagnaði eftir sjö mögur ár.

Í umfjölllun um málið á CNNMoney segir að allir þrir stærstu bílaframleiðendur Bandaríkjanna muni skila hagnaði eftir síðasta ár en slíkt hefur ekki gerst síðan árið 2004.

Reiknað er með að General Motors skili hagnaði upp á rúma 6 milljarða dollara eftir árið, hagnaður Ford nemi um 7 milljörðum dollara og að Chrysler skili einnig hagnaði.

Þá kemur fram að útlitið í ár sé bjart fyrir þessa bílaframleiðendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×