Meðvirkninni verður að linna Steinunn Stefánsdóttir skrifar 14. febrúar 2011 00:01 Birtingarmyndir ofbeldis eru margháttaðar. Ofbeldið getur verið líkamlegt og andlegt, sýnilegt og dulið, maður á mann eða margir gegn einum. Alltaf er þó um valdbeitingu að ræða, þ.e. að einn eða fleiri beita ofbeldi í skjóli valds; valds sem er til komið vegna stöðumunar eða aflsmunar. Ein birtingarmynd ofbeldis er kynferðisleg áreitni. Í vikunni sem leið var fyrirtæki dæmt í Héraðsdómi Reykjaness til að greiða konu skaðabætur vegna kynferðislegrar áreitni sem hún hafði orðið fyrir af hálfu yfirmanns síns. Í framhaldinu, eftir að konan hafði kvartað undan framferði karlsins, rýrnaði starf og ábyrgð konunnar sem ofbeldinu hafði sætt. Karlinn sem ofbeldinu hafði beitt fékk reyndar áminningu en sat aftur á móti sem fyrr í sínu starfi. Viðbrögð forsvarsmanna fyrirtækisins sem dæmt var eru lýsandi fyrir það hvernig lenska hefur verið að bregðast við hvers konar einelti í gegnum tíðina. Í skólum var til dæmis algengast að þolandi eineltis væri fluttur til um bekk eða jafnvel skóla meðan gerandinn var um kyrrt í óbreyttum aðstæðum, fékk í besta falli tiltal. Kerfið studdi þannig hegðun gerandans en sendi þolandanum þau skilaboð að hann hefði gert mistök, rétt eins og gerðist í máli karlsins og konunnar sem Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í. Hin óbeinu skilaboð sem konan fékk voru að henni hefði orðið á og gæti þess vegna ekki sinnt því starfi sem hún hefði verið ráðin til. Karlinn aftur á móti fékk þau skilaboð að vissulega hefði honum orðið á en að það breytti engu um starf hans. Flestir grunnskólar á landinu og ýmsir framhaldsskólar hafa sett sér eineltisáætlun sem vinna skal eftir. Markmið slíkra áætlana er einmitt að koma í veg fyrir að niðurstaða ofbeldis- og eineltismála verði með þeim hætti að gerandinn standi með pálmann í höndunum meðan þolandinn gjaldi enn frekar en orðið er fyrir ofbeldið þannig að högum hans sé raskað. Árið 2004 tók gildi reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustöðum. Í þeirri reglugerð er kynferðisleg áreitni meðal þess sem er flokkað undir einelti. Reglugerðin kveður þó ekki afdráttarlaust á um að réttur þolanda skuli varinn heldur segir þar: „Atvinnurekandi skal grípa til viðeigandi ráðstafana og fylgja því eftir að einelti endurtaki sig ekki á vinnustaðnum." Því er fordæmið sem gefið er í dómi Héraðsdóms Reykjaness svo mikilvægt. Starfsmaður sem verður fyrir ofbeldi á vinnustað, hvort heldur kynferðislegri áreitni eða annars konar ofbeldi, verður að geta treyst því að forráðamenn vinnustaðar hans vinni með honum en ekki gegn. Meðvirkni með geranda í slíkum málum á að heyra sögunni til. Konan sem fékk dæmdar bætur í vikunni sem leið á skilinn mikinn heiður. Það er ekkert gamanmál að standa í málaferlum sem þessum við atvinnurekendur sína en það er meðal annars vegna hugrekkis fólks eins og þessarar konu sem breytingar verða til bóta í samfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun
Birtingarmyndir ofbeldis eru margháttaðar. Ofbeldið getur verið líkamlegt og andlegt, sýnilegt og dulið, maður á mann eða margir gegn einum. Alltaf er þó um valdbeitingu að ræða, þ.e. að einn eða fleiri beita ofbeldi í skjóli valds; valds sem er til komið vegna stöðumunar eða aflsmunar. Ein birtingarmynd ofbeldis er kynferðisleg áreitni. Í vikunni sem leið var fyrirtæki dæmt í Héraðsdómi Reykjaness til að greiða konu skaðabætur vegna kynferðislegrar áreitni sem hún hafði orðið fyrir af hálfu yfirmanns síns. Í framhaldinu, eftir að konan hafði kvartað undan framferði karlsins, rýrnaði starf og ábyrgð konunnar sem ofbeldinu hafði sætt. Karlinn sem ofbeldinu hafði beitt fékk reyndar áminningu en sat aftur á móti sem fyrr í sínu starfi. Viðbrögð forsvarsmanna fyrirtækisins sem dæmt var eru lýsandi fyrir það hvernig lenska hefur verið að bregðast við hvers konar einelti í gegnum tíðina. Í skólum var til dæmis algengast að þolandi eineltis væri fluttur til um bekk eða jafnvel skóla meðan gerandinn var um kyrrt í óbreyttum aðstæðum, fékk í besta falli tiltal. Kerfið studdi þannig hegðun gerandans en sendi þolandanum þau skilaboð að hann hefði gert mistök, rétt eins og gerðist í máli karlsins og konunnar sem Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í. Hin óbeinu skilaboð sem konan fékk voru að henni hefði orðið á og gæti þess vegna ekki sinnt því starfi sem hún hefði verið ráðin til. Karlinn aftur á móti fékk þau skilaboð að vissulega hefði honum orðið á en að það breytti engu um starf hans. Flestir grunnskólar á landinu og ýmsir framhaldsskólar hafa sett sér eineltisáætlun sem vinna skal eftir. Markmið slíkra áætlana er einmitt að koma í veg fyrir að niðurstaða ofbeldis- og eineltismála verði með þeim hætti að gerandinn standi með pálmann í höndunum meðan þolandinn gjaldi enn frekar en orðið er fyrir ofbeldið þannig að högum hans sé raskað. Árið 2004 tók gildi reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustöðum. Í þeirri reglugerð er kynferðisleg áreitni meðal þess sem er flokkað undir einelti. Reglugerðin kveður þó ekki afdráttarlaust á um að réttur þolanda skuli varinn heldur segir þar: „Atvinnurekandi skal grípa til viðeigandi ráðstafana og fylgja því eftir að einelti endurtaki sig ekki á vinnustaðnum." Því er fordæmið sem gefið er í dómi Héraðsdóms Reykjaness svo mikilvægt. Starfsmaður sem verður fyrir ofbeldi á vinnustað, hvort heldur kynferðislegri áreitni eða annars konar ofbeldi, verður að geta treyst því að forráðamenn vinnustaðar hans vinni með honum en ekki gegn. Meðvirkni með geranda í slíkum málum á að heyra sögunni til. Konan sem fékk dæmdar bætur í vikunni sem leið á skilinn mikinn heiður. Það er ekkert gamanmál að standa í málaferlum sem þessum við atvinnurekendur sína en það er meðal annars vegna hugrekkis fólks eins og þessarar konu sem breytingar verða til bóta í samfélaginu.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun