Lágstemmt gæðapopp Trausti Júlíusson skrifar 28. janúar 2011 06:00 Let Me Be There - Ellen Kristjánsdóttir Tónlist Let Me Be There Ellen Kristjánsdóttir Þessi plata sem þau Ellen Kristjánsdóttir og Pétur Hallgrímsson tóku upp á tímabilinu september til nóvember í fyrra tafðist eitthvað á leiðinni til landsins og kom þess vegna ekki í verslanir fyrr en nokkrum dögum fyrir jól. Það hefði eflaust komið sér fyrir söluna að fá hana á markað aðeins fyrr, en að öðru leyti skiptir það engu. Tónlistin hér er algerlega sígild og á eftir að standa fyllilega fyrir sínu eftir tvö ár eða tuttugu. Það eru tíu lög á Let Me Be There. Þau eru flest eftir Pétur, en eitt er eftir Ellen og þrjú eru samin af þeim saman. Tónlistin er lágstemmt gæðapopp. Gítararnir sem Pétur spilar á eru áberandi, bassi og trommur lulla undir og svo er munnharpa á stöku stað og orgel í einu lagi. Dætur Ellenar syngja bakraddir auk Péturs. Það er ekkert verið að ofhlaða lögin með hljóðfærum. Þetta er að stærstum hluta róleg tónlist, svolítið kántrískotin og minnir á sveitir eins og Cowboy Junkies og hljómsveit Noruh Jones og Lee Alexander, Little Willies. Aðdáendur Klassart ættu líka að leggja við hlustir. Söngur Ellenar nýtur sín vel hér, enda fer það henni ákaflega vel að syngja svona ljúfa og lágstemmda tónlist. Let Me Be There er tekin upp í Hljóðrita af Guðmundi Kristni Jónssyni sem tryggir fyrsta flokks hljóm. Síðasta plata Ellenar, Draumey, sem hún gerði með Pétri Ben var stórfín. Þessi gefur henni ekkert eftir. Niðurstaða: Róleg og kántrískotin poppplata fyrir aðdáendur Ellenar, Noruh Jones og Klassart. Mest lesið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Tónlist Let Me Be There Ellen Kristjánsdóttir Þessi plata sem þau Ellen Kristjánsdóttir og Pétur Hallgrímsson tóku upp á tímabilinu september til nóvember í fyrra tafðist eitthvað á leiðinni til landsins og kom þess vegna ekki í verslanir fyrr en nokkrum dögum fyrir jól. Það hefði eflaust komið sér fyrir söluna að fá hana á markað aðeins fyrr, en að öðru leyti skiptir það engu. Tónlistin hér er algerlega sígild og á eftir að standa fyllilega fyrir sínu eftir tvö ár eða tuttugu. Það eru tíu lög á Let Me Be There. Þau eru flest eftir Pétur, en eitt er eftir Ellen og þrjú eru samin af þeim saman. Tónlistin er lágstemmt gæðapopp. Gítararnir sem Pétur spilar á eru áberandi, bassi og trommur lulla undir og svo er munnharpa á stöku stað og orgel í einu lagi. Dætur Ellenar syngja bakraddir auk Péturs. Það er ekkert verið að ofhlaða lögin með hljóðfærum. Þetta er að stærstum hluta róleg tónlist, svolítið kántrískotin og minnir á sveitir eins og Cowboy Junkies og hljómsveit Noruh Jones og Lee Alexander, Little Willies. Aðdáendur Klassart ættu líka að leggja við hlustir. Söngur Ellenar nýtur sín vel hér, enda fer það henni ákaflega vel að syngja svona ljúfa og lágstemmda tónlist. Let Me Be There er tekin upp í Hljóðrita af Guðmundi Kristni Jónssyni sem tryggir fyrsta flokks hljóm. Síðasta plata Ellenar, Draumey, sem hún gerði með Pétri Ben var stórfín. Þessi gefur henni ekkert eftir. Niðurstaða: Róleg og kántrískotin poppplata fyrir aðdáendur Ellenar, Noruh Jones og Klassart.
Mest lesið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira