"Bara helgisaga“ Davíð Þór Jónsson skrifar 24. desember 2011 06:00 Sennilega hefur engin flökkusaga farið eins víða og sagan af fæðingu Jesú. Jólaguðspjallið er löngu orðið snar þáttur af íslenskum jólum og þar af leiðandi menningu okkar. Aftansöngurinn í útvarpinu er ómissandi í jólahaldi margra heimila og skólar setja gjarnan upp helgileiki þar sem fyrsta setningin er oftar en ekki: „En það bar til um þessar mundir að boð kom frá Ágústusi keisara að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina." Þegar þessi setning hljómar í útvarpinu á aðfangadagskvöld þýðir hún í raun: „Jólin eru komin." Sumum finnst það varpa rýrð á þessa frásögn að engar heimildir utan Nýja testamentisins skuli greina frá því að boð af þessu tagi hafi komið frá Ágústusi keisara um þessar mundir. Reyndar má stórefa að hin sögulega persóna, Jesús frá Nasaret, hafi í raun fæðst í Betlehem í Júdeu. Staðsetningin þjónar líklega fyrst og fremst þeim tilgangi að sýna að í Jesú hafi ræst messíasarspádómur Míka (5.1). En messías Míka var hinn hefðbundni messías klassísks gyðingdóms; veraldlegur konungur. Míka hafði ógeð á „stjórnmálastétt" síns tíma. Þess vegna þurfti foringja sem var ómengaður af spillingu hirðarinnar í Jerúsalem, nýjan gullaldarleiðtoga, nýjan Davíð konung. Messíasinn skyldi því koma frá borg Davíðs – ekki Jerúsalem. Betlehem táknaði ferska vinda, „nýtt blóð". Vegna þess hve sagnfræðilegum áreiðanleika jólaguðspjallsins virðist vera áfátt hef ég heyrt fullyrt að það sé bara helgisaga. Í mínum huga er orðasambandið „bara helgisaga" aftur á móti þversögn. Eins mætti kalla alla sögu, listir og menningu mannkynsins „bara alla sögu, listir og menningu mannkynsins", bróðurþel og náungakærleika „bara bróðurþel og náungakærleika" og sjálfan tilgang lífsins „bara sjálfan tilgang lífsins". Helgisaga miðlar ekki þurrum sagnfræðilegum staðreyndum á borð við ártöl, dagsetningar og staðsetningar, heldur er hún táknræn og þrungin trúarlegri merkingu. Jólaguðspjallið geymir þannig eilífan, andlegan sannleika, en ekki sagnfræðilegan raunveruleika. Þrír vitringar, fulltrúar mannlegrar visku og þekkingar úr öllum heimshornum (þau voru þrjú í Ísrael til forna) leggja heiminn að fótum frelsarans í formi gjafa. Guð sendir þeim lægst settu í samfélaginu þessi skilaboð: „Verið óhræddir." Frelsari er fæddur. Vonin er komin í heiminn. Lífið hefur tilgang. Guð elskar þig. Gleðileg jól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Sennilega hefur engin flökkusaga farið eins víða og sagan af fæðingu Jesú. Jólaguðspjallið er löngu orðið snar þáttur af íslenskum jólum og þar af leiðandi menningu okkar. Aftansöngurinn í útvarpinu er ómissandi í jólahaldi margra heimila og skólar setja gjarnan upp helgileiki þar sem fyrsta setningin er oftar en ekki: „En það bar til um þessar mundir að boð kom frá Ágústusi keisara að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina." Þegar þessi setning hljómar í útvarpinu á aðfangadagskvöld þýðir hún í raun: „Jólin eru komin." Sumum finnst það varpa rýrð á þessa frásögn að engar heimildir utan Nýja testamentisins skuli greina frá því að boð af þessu tagi hafi komið frá Ágústusi keisara um þessar mundir. Reyndar má stórefa að hin sögulega persóna, Jesús frá Nasaret, hafi í raun fæðst í Betlehem í Júdeu. Staðsetningin þjónar líklega fyrst og fremst þeim tilgangi að sýna að í Jesú hafi ræst messíasarspádómur Míka (5.1). En messías Míka var hinn hefðbundni messías klassísks gyðingdóms; veraldlegur konungur. Míka hafði ógeð á „stjórnmálastétt" síns tíma. Þess vegna þurfti foringja sem var ómengaður af spillingu hirðarinnar í Jerúsalem, nýjan gullaldarleiðtoga, nýjan Davíð konung. Messíasinn skyldi því koma frá borg Davíðs – ekki Jerúsalem. Betlehem táknaði ferska vinda, „nýtt blóð". Vegna þess hve sagnfræðilegum áreiðanleika jólaguðspjallsins virðist vera áfátt hef ég heyrt fullyrt að það sé bara helgisaga. Í mínum huga er orðasambandið „bara helgisaga" aftur á móti þversögn. Eins mætti kalla alla sögu, listir og menningu mannkynsins „bara alla sögu, listir og menningu mannkynsins", bróðurþel og náungakærleika „bara bróðurþel og náungakærleika" og sjálfan tilgang lífsins „bara sjálfan tilgang lífsins". Helgisaga miðlar ekki þurrum sagnfræðilegum staðreyndum á borð við ártöl, dagsetningar og staðsetningar, heldur er hún táknræn og þrungin trúarlegri merkingu. Jólaguðspjallið geymir þannig eilífan, andlegan sannleika, en ekki sagnfræðilegan raunveruleika. Þrír vitringar, fulltrúar mannlegrar visku og þekkingar úr öllum heimshornum (þau voru þrjú í Ísrael til forna) leggja heiminn að fótum frelsarans í formi gjafa. Guð sendir þeim lægst settu í samfélaginu þessi skilaboð: „Verið óhræddir." Frelsari er fæddur. Vonin er komin í heiminn. Lífið hefur tilgang. Guð elskar þig. Gleðileg jól.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun