Lausir við timburmennina Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 22. desember 2011 03:00 Málsóknaflóð Framleiðendur Hangover 2 hafa þurft að standa í þrennum málaferlum vegna myndarinnar. Þau mál hafa hins vegar verið leyst farsællega. Framleiðendur Hangover 2 losnuðu í vikunni við tvær málsóknir sem höfðu verið í gangi. Handritshöfundurinn Michael Alan Rubin höfðaði mál á hendur höfundum myndarinnar fyrir að hafa stolið söguþræði myndarinnar úr sjálfsævisögu sinni, Mickey and Kirin. Rubin hætti sjálfviljugur við málsóknina. Áhættuleikarinn Scott McLean, sem lék í áhættuatriði fyrir Ed Helms, er einnig hættur við að sækja framleiðendur myndarinnar til saka fyrir slys sem hann varð fyrir á tökustað. McLean fór fram á bætur vegna slyssins. Þar með hafa þrjú dómsmál verið til lykta leidd í tengslum við myndina. Eins og frægt er orðið ákvað húðflúrameistarinn S. Victor Whitmil að fara í mál við aðstandendur myndarinnar vegna meints þjófnaðar á „höfundarverki“ sínu. Í myndinni skartar persóna Ed Helms ansi myndarlegu húðflúri í andlitinu sem var nákvæmlega eins og það sem Whitmil flúraði á andlit Mike Tyson. Húðflúrið fékk að standa óáreitt í myndinni en málsaðilar náðu sáttum þótt sú niðurstaða sé trúnaðarmál. Hafa ber í huga að Hangover 2 var fjórða mest sótta mynd ársins og malaði gull í miðasölu. Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Framleiðendur Hangover 2 losnuðu í vikunni við tvær málsóknir sem höfðu verið í gangi. Handritshöfundurinn Michael Alan Rubin höfðaði mál á hendur höfundum myndarinnar fyrir að hafa stolið söguþræði myndarinnar úr sjálfsævisögu sinni, Mickey and Kirin. Rubin hætti sjálfviljugur við málsóknina. Áhættuleikarinn Scott McLean, sem lék í áhættuatriði fyrir Ed Helms, er einnig hættur við að sækja framleiðendur myndarinnar til saka fyrir slys sem hann varð fyrir á tökustað. McLean fór fram á bætur vegna slyssins. Þar með hafa þrjú dómsmál verið til lykta leidd í tengslum við myndina. Eins og frægt er orðið ákvað húðflúrameistarinn S. Victor Whitmil að fara í mál við aðstandendur myndarinnar vegna meints þjófnaðar á „höfundarverki“ sínu. Í myndinni skartar persóna Ed Helms ansi myndarlegu húðflúri í andlitinu sem var nákvæmlega eins og það sem Whitmil flúraði á andlit Mike Tyson. Húðflúrið fékk að standa óáreitt í myndinni en málsaðilar náðu sáttum þótt sú niðurstaða sé trúnaðarmál. Hafa ber í huga að Hangover 2 var fjórða mest sótta mynd ársins og malaði gull í miðasölu.
Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira