Þéttofið, litríkt og yfirleitt áhugavert Freyr Bjarnason skrifar 25. desember 2011 10:00 7 með Todmobile. Tónlist. 7. Todmobile. Söngvarinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson er kynntur til sögunnar á þessari sjöundu hljóðversplötu Todmobile. Eins og búast mátti við fær hann að njóta sín í kraftmeiri lögunum og stimplar sig þar vel inn á meðan Andrea Gylfa syngur yfirleitt þau rólegri. Platan hefst á hinu krúttlega Sjúklegt sjóv sem Andrea syngur við hnyttinn texta sinn og næst tekur við Hafmey, sæmileg kraftballaða með Eyþóri Inga. Þau syngja síðan saman í Hér og nú, lagi sem hefði sómt sér vel í Eurovision. Aftur syngja Rocky Horror-vinirnir saman í Það er nú það, hressilegu popplagi, sem er næst besta lag plötunnar á eftir Gleym mér ei, verulega huggulegu lagi í gamla Todmobile-stílnum, með töff gítar- og bassaspili. Allt þetta hristir upptökustjórinn og gítarleikarinn Þorvaldur Bjarni saman í litríkan kokteil en lagasmíðarnar á seinni helmingi plötunnar eru ekki jafn áhugaverðar, þótt margt sé þar vel gert og ýmsu tjaldað til. Undantekningin er Ég er bara ég þar sem falleg rödd Andreu skín skært í þéttofinni ballöðu. Einnig sker Draumar og dægurlög sig úr sem ágætis popplag og Ástin mín er lítið og sætt lokalag. Niðurstaða: Nokkur mjög góð lög en minni gæði í seinni hlutanum draga úr heildaráhrifunum. Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Tónlist. 7. Todmobile. Söngvarinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson er kynntur til sögunnar á þessari sjöundu hljóðversplötu Todmobile. Eins og búast mátti við fær hann að njóta sín í kraftmeiri lögunum og stimplar sig þar vel inn á meðan Andrea Gylfa syngur yfirleitt þau rólegri. Platan hefst á hinu krúttlega Sjúklegt sjóv sem Andrea syngur við hnyttinn texta sinn og næst tekur við Hafmey, sæmileg kraftballaða með Eyþóri Inga. Þau syngja síðan saman í Hér og nú, lagi sem hefði sómt sér vel í Eurovision. Aftur syngja Rocky Horror-vinirnir saman í Það er nú það, hressilegu popplagi, sem er næst besta lag plötunnar á eftir Gleym mér ei, verulega huggulegu lagi í gamla Todmobile-stílnum, með töff gítar- og bassaspili. Allt þetta hristir upptökustjórinn og gítarleikarinn Þorvaldur Bjarni saman í litríkan kokteil en lagasmíðarnar á seinni helmingi plötunnar eru ekki jafn áhugaverðar, þótt margt sé þar vel gert og ýmsu tjaldað til. Undantekningin er Ég er bara ég þar sem falleg rödd Andreu skín skært í þéttofinni ballöðu. Einnig sker Draumar og dægurlög sig úr sem ágætis popplag og Ástin mín er lítið og sætt lokalag. Niðurstaða: Nokkur mjög góð lög en minni gæði í seinni hlutanum draga úr heildaráhrifunum.
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp