Úrskurður með vorskipi Ólafur Þ. Stephensen skrifar 21. desember 2011 06:00 Fréttablaðið greindi frá því í gær að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefði verið sextán mánuði að úrskurða um kæru blaðamanns á ritstjórn blaðsins. Fréttablaðið hafði í júlí í fyrra krafizt aðgangs að gögnum sem vörðuðu deilur í Iðnskólanum í Hafnarfirði, en fengið synjun hjá menntamálaráðuneytinu, sem taldi að gögnin ættu ekki erindi fyrir almennings sjónir. Synjunin var kærð til úrskurðarnefndarinnar, sem starfar samkvæmt upplýsingalögum, í ágúst í fyrra. Úrskurðarnefndin komst fyrr í þessari viku að þeirri niðurstöðu að ráðuneytinu bæri að afhenda stóran hluta gagnanna. Það er orðið heldur seint, enda málinu sem var til umfjöllunar löngu lokið og málsaðilar sumir hverjir hættir störfum. Trausti Fannar Valsson, formaður úrskurðarnefndarinnar, viðurkennir í Fréttablaðinu í gær að þetta sé alltof langur málsmeðferðartími. Hann eigi að vera frá einum og hálfum mánuði og upp í þrjá mánuði. Hins vegar séu miklar annir hjá nefndinni; bætzt hafi við verkefni hennar og hún hafi ekki mannafla eða aðstöðu til að klára málin hraðar. Meginmarkmið upplýsingalaganna á sínum tíma var, eins og sagði í greinargerð með frumvarpinu, aðgangur almennings að upplýsingum um mál sem til meðferðar eru hjá stjórnvöldum og þar með aukið réttaröryggi. „Í nútíma lýðræðisþjóðfélagi er það talið sjálfsagt að almenningur eigi þess kost að fylgjast með því sem stjórnvöld hafast að, ýmist beint eða fyrir milligöngu fjölmiðla," sagði í þeirri sömu greinargerð. Af ákvæðum laganna um úrskurðarnefndina og greinargerðinni er sömuleiðis alveg augljóst að nefndinni er ætlað að hraða vinnslu úrskurða sinna eins og hægt er. Sextán mánaða málsmeðferðartími er alveg út úr korti þegar um er að ræða kæru fjölmiðils sem farið hefur fram á upplýsingar hjá stjórnvöldum. Hann er jafnvel lengri en þegar stjórnvaldsúrskurðir bárust Íslendingum með vorskipum frá Danmörku á öldum áður. Meinið er að upplýsingar úreldast hraðar í nútímasamfélagi en þær gerðu þá og má jafnvel halda því fram að málsmeðferðartími upp á þrjá mánuði sé of langur til þess að „almenningur geti á einfaldan og tiltölulega skjótvirkan hátt fengið úr því skorið hvort eðlilegt og rétt sé hjá stjórnvaldi að neita að veita aðgang að tilteknum upplýsingum, eða hvort verið sé að brjóta á rétti þess sem upplýsinganna leitar," svo vitnað sé til upplýsingarits forsætisráðuneytisins um upplýsingalögin. Ef það tekur úrskurðarnefndina meira en ár til að komast að niðurstöðu kemur það einfaldlega í veg fyrir að lögin virki eins og þau eiga að gera. Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, upplýsir í Fréttablaðinu í dag að til standi að bæta við starfsmanni til að létta undir með úrskurðarnefndinni. Það eru jákvæðar fréttir og dugir vonandi til að lagfæra þann brest í réttaröryggi almennings sem núverandi ástand hefur í för með sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun
Fréttablaðið greindi frá því í gær að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefði verið sextán mánuði að úrskurða um kæru blaðamanns á ritstjórn blaðsins. Fréttablaðið hafði í júlí í fyrra krafizt aðgangs að gögnum sem vörðuðu deilur í Iðnskólanum í Hafnarfirði, en fengið synjun hjá menntamálaráðuneytinu, sem taldi að gögnin ættu ekki erindi fyrir almennings sjónir. Synjunin var kærð til úrskurðarnefndarinnar, sem starfar samkvæmt upplýsingalögum, í ágúst í fyrra. Úrskurðarnefndin komst fyrr í þessari viku að þeirri niðurstöðu að ráðuneytinu bæri að afhenda stóran hluta gagnanna. Það er orðið heldur seint, enda málinu sem var til umfjöllunar löngu lokið og málsaðilar sumir hverjir hættir störfum. Trausti Fannar Valsson, formaður úrskurðarnefndarinnar, viðurkennir í Fréttablaðinu í gær að þetta sé alltof langur málsmeðferðartími. Hann eigi að vera frá einum og hálfum mánuði og upp í þrjá mánuði. Hins vegar séu miklar annir hjá nefndinni; bætzt hafi við verkefni hennar og hún hafi ekki mannafla eða aðstöðu til að klára málin hraðar. Meginmarkmið upplýsingalaganna á sínum tíma var, eins og sagði í greinargerð með frumvarpinu, aðgangur almennings að upplýsingum um mál sem til meðferðar eru hjá stjórnvöldum og þar með aukið réttaröryggi. „Í nútíma lýðræðisþjóðfélagi er það talið sjálfsagt að almenningur eigi þess kost að fylgjast með því sem stjórnvöld hafast að, ýmist beint eða fyrir milligöngu fjölmiðla," sagði í þeirri sömu greinargerð. Af ákvæðum laganna um úrskurðarnefndina og greinargerðinni er sömuleiðis alveg augljóst að nefndinni er ætlað að hraða vinnslu úrskurða sinna eins og hægt er. Sextán mánaða málsmeðferðartími er alveg út úr korti þegar um er að ræða kæru fjölmiðils sem farið hefur fram á upplýsingar hjá stjórnvöldum. Hann er jafnvel lengri en þegar stjórnvaldsúrskurðir bárust Íslendingum með vorskipum frá Danmörku á öldum áður. Meinið er að upplýsingar úreldast hraðar í nútímasamfélagi en þær gerðu þá og má jafnvel halda því fram að málsmeðferðartími upp á þrjá mánuði sé of langur til þess að „almenningur geti á einfaldan og tiltölulega skjótvirkan hátt fengið úr því skorið hvort eðlilegt og rétt sé hjá stjórnvaldi að neita að veita aðgang að tilteknum upplýsingum, eða hvort verið sé að brjóta á rétti þess sem upplýsinganna leitar," svo vitnað sé til upplýsingarits forsætisráðuneytisins um upplýsingalögin. Ef það tekur úrskurðarnefndina meira en ár til að komast að niðurstöðu kemur það einfaldlega í veg fyrir að lögin virki eins og þau eiga að gera. Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, upplýsir í Fréttablaðinu í dag að til standi að bæta við starfsmanni til að létta undir með úrskurðarnefndinni. Það eru jákvæðar fréttir og dugir vonandi til að lagfæra þann brest í réttaröryggi almennings sem núverandi ástand hefur í för með sér.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun