Spennandi kapphlaup um vinsælustu jólasmáskífuna 13. desember 2011 08:00 sigurvegari Stúlknabandið Little Mix, sigurvegari X-Factor, er talið líklegt til að eiga vinsælasta smáskífulagið um jólin.nordicphotos/getty Í Bretlandi hafa menn keppst um það í áratugi að eiga vinsælasta lagið yfir jólatímann. Eins og undanfarin ár er sigurvegari X-Factor talinn líklegastur. Kapphlaupið um vinsælasta jólasmáskífulagið í Bretlandi hefur verið í fullum gangi að undanförnu. Mörg lög hafa verið kölluð til en aðeins eitt mun standa uppi sem sigurvegari síðustu vikuna fyrir jóladag. Líklegasta lagið til að bera sigur úr býtum í ár, eins og undanfarin ár, er fyrsta lag sigurvegarans í raunveruleikaþættinum X-Factor. Í þetta sinn vann stúlknabandið Little Mix keppnina og telja veðbankar sveitina afar líklega til að ná toppsætinu. Margir Bretar eru reyndar orðnir þreyttir á þessari þróun og vilja önnur lög á toppinn. Til að mynda var Killing in the Name með rokksveitinni Rage Against the Machine vinsælast árið 2009 eftir mikinn kosningaáróður á Facebook. Núna hafa þrýstihópar einnig notað Facebook til að koma Smells Like Teen Spirit með Nirvana á toppinn í tilefni 20 ára afmælis plötunnar Nevermind. Auk Little Mix og Nirvana telja veðbankar og tónlistarsérfræðingar líklegt að kór skipaður eiginkonum breskra hermanna muni blanda sér í baráttuna þessi jólin með laginu Wherever You Are. Kapphlaupið um besta jólasmáskífulagið í Bretlandi á sér langa sögu. Fyrsti opinberi smáskífulistinn þar í landi leit dagsins ljós árið 1952 og síðan þá hefur það skipt miklu máli hvaða lag nær toppi listans áður en jólin ganga í garð. Oftast eru það góðgerðalög eða jólalög sem ná toppsætinu, enda fólk komið í blússandi jólaskap á þessum tíma. Bítlarnir eru eini flytjandinn sem hefur átt fjögur lög á toppnum um jólin, þar af þrjú í röð frá árunum 1963 til 1965. Árin 1963 og 1967 tókst þeim líka að eiga bæði vinsælasta lagið og það næstvinsælasta. George Michael endurtók þann leik 1984 þegar hann var hluti af góðgerðahópnum Band Aid og dúóinu Wham! með lögin Do They Know It"s Christmas? og Last Christmas. Sir Paul McCartney hefur nokkrum sinnum átt vinsælasta lagið yfir jólatímann og Cliff Richard hefur átt fjögur topplög, þar af tvö sem sólótónlistarmaður, en það eru Mistletoe and Wine og Saviours Day. Kryddpíunum tókst svo á síðasta áratug að jafna met Bítlanna með því að eiga topplag þrjú ár í röð frá 1996 til 1998. Bohemian Rhapsody með Queen er aftur á móti eina lagið sem hefur náð efsta sætinu tvívegis, árin 1975 og 1991. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Í Bretlandi hafa menn keppst um það í áratugi að eiga vinsælasta lagið yfir jólatímann. Eins og undanfarin ár er sigurvegari X-Factor talinn líklegastur. Kapphlaupið um vinsælasta jólasmáskífulagið í Bretlandi hefur verið í fullum gangi að undanförnu. Mörg lög hafa verið kölluð til en aðeins eitt mun standa uppi sem sigurvegari síðustu vikuna fyrir jóladag. Líklegasta lagið til að bera sigur úr býtum í ár, eins og undanfarin ár, er fyrsta lag sigurvegarans í raunveruleikaþættinum X-Factor. Í þetta sinn vann stúlknabandið Little Mix keppnina og telja veðbankar sveitina afar líklega til að ná toppsætinu. Margir Bretar eru reyndar orðnir þreyttir á þessari þróun og vilja önnur lög á toppinn. Til að mynda var Killing in the Name með rokksveitinni Rage Against the Machine vinsælast árið 2009 eftir mikinn kosningaáróður á Facebook. Núna hafa þrýstihópar einnig notað Facebook til að koma Smells Like Teen Spirit með Nirvana á toppinn í tilefni 20 ára afmælis plötunnar Nevermind. Auk Little Mix og Nirvana telja veðbankar og tónlistarsérfræðingar líklegt að kór skipaður eiginkonum breskra hermanna muni blanda sér í baráttuna þessi jólin með laginu Wherever You Are. Kapphlaupið um besta jólasmáskífulagið í Bretlandi á sér langa sögu. Fyrsti opinberi smáskífulistinn þar í landi leit dagsins ljós árið 1952 og síðan þá hefur það skipt miklu máli hvaða lag nær toppi listans áður en jólin ganga í garð. Oftast eru það góðgerðalög eða jólalög sem ná toppsætinu, enda fólk komið í blússandi jólaskap á þessum tíma. Bítlarnir eru eini flytjandinn sem hefur átt fjögur lög á toppnum um jólin, þar af þrjú í röð frá árunum 1963 til 1965. Árin 1963 og 1967 tókst þeim líka að eiga bæði vinsælasta lagið og það næstvinsælasta. George Michael endurtók þann leik 1984 þegar hann var hluti af góðgerðahópnum Band Aid og dúóinu Wham! með lögin Do They Know It"s Christmas? og Last Christmas. Sir Paul McCartney hefur nokkrum sinnum átt vinsælasta lagið yfir jólatímann og Cliff Richard hefur átt fjögur topplög, þar af tvö sem sólótónlistarmaður, en það eru Mistletoe and Wine og Saviours Day. Kryddpíunum tókst svo á síðasta áratug að jafna met Bítlanna með því að eiga topplag þrjú ár í röð frá 1996 til 1998. Bohemian Rhapsody með Queen er aftur á móti eina lagið sem hefur náð efsta sætinu tvívegis, árin 1975 og 1991. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira