"Þetta ríður okkur að fullu“ aðferðin Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 12. desember 2011 06:00 Það virðast engin takmörk fyrir því hversu langt sérfræðingar geta leitt okkur á tæknisviðinu. Með hugvitið að vopni hafa menn fundið upp tæki sem gera fótalausum kleift að hlaupa á við mestu spretthlaupara, fólki sem er lamað fyrir neðan mitti kleift að ganga um gólf og síðan senda þeir vélmenni til Mars. En hvernig skyldi standa á því að þeim sem vinna að samfélagsumbótum gengur ekki jafnvel? Hvernig stendur á því að okkur þykir fornir verkfræðingar frumstæðir en þegar við heyrum af fornum heimspekingum hugsum við „æ, bara ef við hefðum svona hugsuði í dag?" Ég held að ástæðan sé ein setning sem tekið hefur sér bólfestu í toppstykkinu og skýtur síðan upp kollinum í hvert skipti sem boðað er til breytinga. Þessi setning hljómar einhvern veginn svona: „Þetta mun ríða okkur að fullu." Í upphafi síðustu aldar var sjómönnum fyrirmunað að festa svefn á túrnum. Framsýnum mönnum þótti brýnt að gera bragarbót á. Útgerðarmenn brugðust hart við og sögðu að ef sjómönnum yrði leyft að sofa myndi það ríða togaraútgerðinni að fullu. Til allrar hamingju hlustuðu menn ekki á þessa vitleysu og árið 1921 voru vökulögin samþykkt. Meira að segja Ásbjörn Óttarsson er örugglega sáttur við þessar umbætur í dag (þetta eru fordómar hjá mér en ég geng með þá flugu að menn sem eru á móti listamannalaunum séu annaðhvort gamaldags eða með unglingaveiki, hið síðarnefnda getur ekki átt við um Ásbjörn). Nú á dögum virðist hins vegar vera nóg að segja að eitthvað ríði atvinnuveginum að fullu og þá er búið verja hann gagnvart umbótum og breytingum. Kolefnisgjald hefði til dæmis riðið stóriðjunni að fullu og svo hefur ríkisstjórnin ekki fundið neinn mótleik við því er útvegsmenn reiknuðu svo til að fyrningarleið myndi ríða útgerðinni að fullu. Róbert Marshall fann ekkert betra svar við þeim útreikningum en að rífa kjaft á fundi í Eyjum og nafni minn Bjarnason er mun kurteisari. Svo ríður það náttúrlega hagkerfinu að fullu (aftur) ef tekið er á stórum fjárfestum með sömu festu og vesælum almenningi. „Þetta ríður okkur að fullu" aðferðin virðist vera orðin skák og mát á síðari tímum. Ef tæknin væri á sama róli og þessi opinbera umræða, sem alltaf er verið að lofsama, þá væru örugglega framsýnir menn þessa dagana að ýta Thomsensbíl upp Bakarabrekkuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Það virðast engin takmörk fyrir því hversu langt sérfræðingar geta leitt okkur á tæknisviðinu. Með hugvitið að vopni hafa menn fundið upp tæki sem gera fótalausum kleift að hlaupa á við mestu spretthlaupara, fólki sem er lamað fyrir neðan mitti kleift að ganga um gólf og síðan senda þeir vélmenni til Mars. En hvernig skyldi standa á því að þeim sem vinna að samfélagsumbótum gengur ekki jafnvel? Hvernig stendur á því að okkur þykir fornir verkfræðingar frumstæðir en þegar við heyrum af fornum heimspekingum hugsum við „æ, bara ef við hefðum svona hugsuði í dag?" Ég held að ástæðan sé ein setning sem tekið hefur sér bólfestu í toppstykkinu og skýtur síðan upp kollinum í hvert skipti sem boðað er til breytinga. Þessi setning hljómar einhvern veginn svona: „Þetta mun ríða okkur að fullu." Í upphafi síðustu aldar var sjómönnum fyrirmunað að festa svefn á túrnum. Framsýnum mönnum þótti brýnt að gera bragarbót á. Útgerðarmenn brugðust hart við og sögðu að ef sjómönnum yrði leyft að sofa myndi það ríða togaraútgerðinni að fullu. Til allrar hamingju hlustuðu menn ekki á þessa vitleysu og árið 1921 voru vökulögin samþykkt. Meira að segja Ásbjörn Óttarsson er örugglega sáttur við þessar umbætur í dag (þetta eru fordómar hjá mér en ég geng með þá flugu að menn sem eru á móti listamannalaunum séu annaðhvort gamaldags eða með unglingaveiki, hið síðarnefnda getur ekki átt við um Ásbjörn). Nú á dögum virðist hins vegar vera nóg að segja að eitthvað ríði atvinnuveginum að fullu og þá er búið verja hann gagnvart umbótum og breytingum. Kolefnisgjald hefði til dæmis riðið stóriðjunni að fullu og svo hefur ríkisstjórnin ekki fundið neinn mótleik við því er útvegsmenn reiknuðu svo til að fyrningarleið myndi ríða útgerðinni að fullu. Róbert Marshall fann ekkert betra svar við þeim útreikningum en að rífa kjaft á fundi í Eyjum og nafni minn Bjarnason er mun kurteisari. Svo ríður það náttúrlega hagkerfinu að fullu (aftur) ef tekið er á stórum fjárfestum með sömu festu og vesælum almenningi. „Þetta ríður okkur að fullu" aðferðin virðist vera orðin skák og mát á síðari tímum. Ef tæknin væri á sama róli og þessi opinbera umræða, sem alltaf er verið að lofsama, þá væru örugglega framsýnir menn þessa dagana að ýta Thomsensbíl upp Bakarabrekkuna.