Virðing fyrir vísindunum Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 6. desember 2011 06:00 Íslendingar eru æði oft óánægðir með stjórnmálamennina sína. Mörgum þykja þeir með réttu eða röngu duglausir, hugmyndasnauðir, þrætugjarnir og jafnvel illa að sér. Stundum er gengið svo langt að kalla hópa þeirra landráðamenn eða þaðan af verra. Sá grunur læðist að vísu að mér að íslenskir stjórnmálamenn séu ekki þeir einu sem liggi undir ámæli en í það minnsta má slá því föstu að traust til íslenskra stjórnmálamanna er með minnsta móti. Sumir telja lausnina vera nýtt flokkakerfi, aðrir vilja draga verulega úr völdum stjórnmálamanna og enn aðrir telja fámennið orsakavald og segja okkur þurfa að lifa með því. Eitt er það þó sem við getum þakkað fyrir og það er að borin er virðing fyrir vísindalegum niðurstöðum í íslenskri stjórnmálaumræðu. Í Bandaríkjunum hefur sú hrollvekjandi þróun átt sér stað að Repúblikanaflokkurinn, annar stóru stjórnmálaflokka landsins, hafnar nú vísindalegum niðurstöðum sem flokksmönnum hugnast ekki. Þannig hafnar meirihluti bandarískra þingmanna því að jörðin sé að hitna af mannavöldum þrátt fyrir að 97 til 98 prósent loftslagsvísindamanna fullyrði að svo sé. Að sama skapi hafnar stór hluti þingmanna þróunarkenningunni, af trúarlegum ástæðum frekar en nokkrum öðrum. Svona mætti áfram telja. Um þessar mundir keppist hópur manna um að verða frambjóðandi flokksins í forsetakosningunum sem fara fram þar í landi eftir ellefu mánuði. Einungis einn frambjóðandi hefur varað við þessari þróun og borið blak af vísindunum. Sá frambjóðandi er neðstur í öllum skoðanakönnunum og þykir ekki eiga möguleika á að hljóta útnefninguna. Það er ekki lítið áhyggjuefni þegar flest bendir til þess að núverandi forseti muni eiga erfitt verk fyrir höndum með að ná endurkjöri. Þegar það þykir ekki tiltölumál að stjórnmálamenn hafni einfaldlega óþægilegum staðreyndum þarf ekki mikið að ganga á til að hlutirnir fari alvarlega út af sporinu. Góðar ákvarðanir byggjast á því að huga að fyrirliggjandi staðreyndum, jafnt þægilegum sem óþægilegum, og komast svo að niðurstöðu. Menn geta verið ósammála um niðurstöðuna en staðreyndirnar eiga menn að láta vera. Hvað sem segja má um íslenska stjórnmálaumræðu þá fer hún í það minnsta oftast fram á forsendum staðreynda. Því ber fyrir alla muni að viðhalda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þorlákur Lúðvíksson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Íslendingar eru æði oft óánægðir með stjórnmálamennina sína. Mörgum þykja þeir með réttu eða röngu duglausir, hugmyndasnauðir, þrætugjarnir og jafnvel illa að sér. Stundum er gengið svo langt að kalla hópa þeirra landráðamenn eða þaðan af verra. Sá grunur læðist að vísu að mér að íslenskir stjórnmálamenn séu ekki þeir einu sem liggi undir ámæli en í það minnsta má slá því föstu að traust til íslenskra stjórnmálamanna er með minnsta móti. Sumir telja lausnina vera nýtt flokkakerfi, aðrir vilja draga verulega úr völdum stjórnmálamanna og enn aðrir telja fámennið orsakavald og segja okkur þurfa að lifa með því. Eitt er það þó sem við getum þakkað fyrir og það er að borin er virðing fyrir vísindalegum niðurstöðum í íslenskri stjórnmálaumræðu. Í Bandaríkjunum hefur sú hrollvekjandi þróun átt sér stað að Repúblikanaflokkurinn, annar stóru stjórnmálaflokka landsins, hafnar nú vísindalegum niðurstöðum sem flokksmönnum hugnast ekki. Þannig hafnar meirihluti bandarískra þingmanna því að jörðin sé að hitna af mannavöldum þrátt fyrir að 97 til 98 prósent loftslagsvísindamanna fullyrði að svo sé. Að sama skapi hafnar stór hluti þingmanna þróunarkenningunni, af trúarlegum ástæðum frekar en nokkrum öðrum. Svona mætti áfram telja. Um þessar mundir keppist hópur manna um að verða frambjóðandi flokksins í forsetakosningunum sem fara fram þar í landi eftir ellefu mánuði. Einungis einn frambjóðandi hefur varað við þessari þróun og borið blak af vísindunum. Sá frambjóðandi er neðstur í öllum skoðanakönnunum og þykir ekki eiga möguleika á að hljóta útnefninguna. Það er ekki lítið áhyggjuefni þegar flest bendir til þess að núverandi forseti muni eiga erfitt verk fyrir höndum með að ná endurkjöri. Þegar það þykir ekki tiltölumál að stjórnmálamenn hafni einfaldlega óþægilegum staðreyndum þarf ekki mikið að ganga á til að hlutirnir fari alvarlega út af sporinu. Góðar ákvarðanir byggjast á því að huga að fyrirliggjandi staðreyndum, jafnt þægilegum sem óþægilegum, og komast svo að niðurstöðu. Menn geta verið ósammála um niðurstöðuna en staðreyndirnar eiga menn að láta vera. Hvað sem segja má um íslenska stjórnmálaumræðu þá fer hún í það minnsta oftast fram á forsendum staðreynda. Því ber fyrir alla muni að viðhalda.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun