Regína Ósk mætir aftur í Eurovision - Syngur stuðlag Maríu Bjarkar 26. nóvember 2011 17:00 Regína Ósk vann íslensku forkeppnina árið 2008 með laginu This Is My Life. „Þetta er svona ekta stuðlag sem fær alla til að vilja dansa og dilla sér,“ segir María Björk Sverrisdóttir lagahöfundur um framlag sitt í forkeppni Eurovision í ár. Lag Maríu Bjarkar ber titilinn Hjartað brennur og er samið í samstarfi við sænsku lagahöfundana Marcus Frenell og Fredrik Randquist. Það er engin önnur en söngkonan Regína Ósk Óskarsdóttir sem flytur lagið, en María Björk segir að söngkonan hafi verið hennar fyrsti kostur frá byrjun. „Regína Ósk smellpassar við lagið enda æðisleg söngkona og þrautþjálfuð á sviði,“ segir María Björk, en báðar eru þær með Eurovision-reynslu á bakinu og leggur María Björk áherslu á að það sé mjög mikilvægt í svona keppni að vera með reynslu. Regína Ósk vann árið 2008 með laginu This Is My Life sem hún flutti ásamt söngvaranum Friðriki Ómari, en saman skipa þau hljómsveitina Eurobandið. Árið eftir fór María Björk til Moskvu með söngkonunni Jóhönnu Guðrúnu, sem flutti lagið Is It True og lenti í öðru sæti í aðalkeppninni. „Þetta er svo skemmtilegt og er að taka þátt í keppninni til að hafa gaman.“ María Björk hefur verið dyggur samstarfsmaður Jóhönnu Guðrúnar gegnum tíðina, en Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að NRK fjallaði um flutning söngkonunnar ungu til Noregs. Í viðtali við vefsíðu NRK sagði Jóhanna Guðrún að vel kæmi til greina að keppa fyrir hönd Noregs í Eurovision. „Mér finnst það bara gaman og spennandi tækifæri fyrir hana,“ segir María Björk, en í ár eru það alls fimmtán lög sem keppa í forkeppni Eurovision sem verður á dagskrá RÚV í byrjun næsta árs. -áp Tónlist Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Þetta er svona ekta stuðlag sem fær alla til að vilja dansa og dilla sér,“ segir María Björk Sverrisdóttir lagahöfundur um framlag sitt í forkeppni Eurovision í ár. Lag Maríu Bjarkar ber titilinn Hjartað brennur og er samið í samstarfi við sænsku lagahöfundana Marcus Frenell og Fredrik Randquist. Það er engin önnur en söngkonan Regína Ósk Óskarsdóttir sem flytur lagið, en María Björk segir að söngkonan hafi verið hennar fyrsti kostur frá byrjun. „Regína Ósk smellpassar við lagið enda æðisleg söngkona og þrautþjálfuð á sviði,“ segir María Björk, en báðar eru þær með Eurovision-reynslu á bakinu og leggur María Björk áherslu á að það sé mjög mikilvægt í svona keppni að vera með reynslu. Regína Ósk vann árið 2008 með laginu This Is My Life sem hún flutti ásamt söngvaranum Friðriki Ómari, en saman skipa þau hljómsveitina Eurobandið. Árið eftir fór María Björk til Moskvu með söngkonunni Jóhönnu Guðrúnu, sem flutti lagið Is It True og lenti í öðru sæti í aðalkeppninni. „Þetta er svo skemmtilegt og er að taka þátt í keppninni til að hafa gaman.“ María Björk hefur verið dyggur samstarfsmaður Jóhönnu Guðrúnar gegnum tíðina, en Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að NRK fjallaði um flutning söngkonunnar ungu til Noregs. Í viðtali við vefsíðu NRK sagði Jóhanna Guðrún að vel kæmi til greina að keppa fyrir hönd Noregs í Eurovision. „Mér finnst það bara gaman og spennandi tækifæri fyrir hana,“ segir María Björk, en í ár eru það alls fimmtán lög sem keppa í forkeppni Eurovision sem verður á dagskrá RÚV í byrjun næsta árs. -áp
Tónlist Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira