Ómar endurvekur Gáttaþef á jólaballi 26. nóvember 2011 16:00 Ómar Ragnarsson, Gáttaþefur og Stórsveit Reykjavíkur halda barnaball í Háskólabíói á morgun. Fréttablaðið/gva „Þetta verður í anda gömlu stóru jólaballanna, þar sem börnin taka þátt og syngja með,“ segir fréttamaðurinn og skemmtikrafturinn Ómar Ragnarsson. Stórsveit Reykjavíkur heldur jólatónleika barnanna í Háskólabíói á morgun klukkan 15. Leikin verða lög af jólaplötunni Gáttaþefur í glöðum hópi, sem kom út árið 1971. Gáttaþefur og Ómar Ragnarsson sjálfur skipta með sér söngnum á tónleikunum, en öll lögin af plötunni verða leikin. „Það eru nákvæmlega 50 ár síðan ég samdi fyrstu jólatextana, Jólasveinninn minn og Sjö litlar mýs. Og það eru 40 ár frá því að þriðja Gáttaþefsplatan kom út. Þannig að þetta er tvöfalt afmæli,“ segir Ómar. „Það verður mikið grín og mikið gaman þegar Gáttaþefur ákveður að stökkva til byggða í einn dag. Þetta verður skemmtilegt og fjölbreytt.“ Hefurðu alltaf jafn gaman af því að bregða þér í þetta hlutverk? „Þegar maður er búinn að hvíla það svona lengi er sérstaklega gaman að syngja með svona skemmtilegum útsetningum. Sum lögin fá alveg nýtt líf. Þetta verður til þess að Gáttaþefur verður á hálfum tónleikunum og ég sjálfur á hinum helmingnum. Þetta svíngar svo vel að ég mátti til með að fá að syngja. Það kemur fullt af fólki upp á svið og tekur þátt í þessu. Og 70 barna kór!“ Miðaverð er 3.000 krónur og miðasala fer fram á Midi.is. Tónlist Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Þetta verður í anda gömlu stóru jólaballanna, þar sem börnin taka þátt og syngja með,“ segir fréttamaðurinn og skemmtikrafturinn Ómar Ragnarsson. Stórsveit Reykjavíkur heldur jólatónleika barnanna í Háskólabíói á morgun klukkan 15. Leikin verða lög af jólaplötunni Gáttaþefur í glöðum hópi, sem kom út árið 1971. Gáttaþefur og Ómar Ragnarsson sjálfur skipta með sér söngnum á tónleikunum, en öll lögin af plötunni verða leikin. „Það eru nákvæmlega 50 ár síðan ég samdi fyrstu jólatextana, Jólasveinninn minn og Sjö litlar mýs. Og það eru 40 ár frá því að þriðja Gáttaþefsplatan kom út. Þannig að þetta er tvöfalt afmæli,“ segir Ómar. „Það verður mikið grín og mikið gaman þegar Gáttaþefur ákveður að stökkva til byggða í einn dag. Þetta verður skemmtilegt og fjölbreytt.“ Hefurðu alltaf jafn gaman af því að bregða þér í þetta hlutverk? „Þegar maður er búinn að hvíla það svona lengi er sérstaklega gaman að syngja með svona skemmtilegum útsetningum. Sum lögin fá alveg nýtt líf. Þetta verður til þess að Gáttaþefur verður á hálfum tónleikunum og ég sjálfur á hinum helmingnum. Þetta svíngar svo vel að ég mátti til með að fá að syngja. Það kemur fullt af fólki upp á svið og tekur þátt í þessu. Og 70 barna kór!“ Miðaverð er 3.000 krónur og miðasala fer fram á Midi.is.
Tónlist Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira