Bluegrassið á líka heima á Íslandi 26. nóvember 2011 11:00 Stúlkurnar ætluðu upphaflega að kalla sig Grass, en þegar Örn Eldjárn, bróðir Aspar, bættist í hópinn var nafn sveitarinnar komið. Á myndinni eru frá vinstri Soffía Björg Óðinsdóttir, Hildur Halldórsdóttir, Amelía Eldjárn, Örn Eldjárn og Sandra Dögg Þorsteinsdóttir. fréttablaðið/vilhelm Andi Suðurríkjanna hefur svifið yfir vötnum á tónleikum íslensku bluegrass-sveitarinnar Brother Grass undanfarið ár. Í dag kemur fyrsta plata sveitarinnar út, en hún kallast Didn't Leave Nobody But the Baby. „Við ætluðum bara að halda eina bluegrass-tónleika af því að okkur langaði að syngja eitthvað annað en það sem við vorum vanar að flytja," segir Hildur Halldórsdóttir, ein fjögurra söngkvenna Brother Grass. Hljómsveitin er ársgömul en hefur verið dugleg við tónleikahald og vakið mikla athygli. Auk Hildar skipa hljómsveitina Örn og Ösp Eldjárn, Soffía Björg Óðinsdóttir og Sandra Dögg Þorsteinsdóttir. Hildur segir bluegrassið hafa verið hálfgerða tilviljun. „Þessi tónlistarstefna var búin að heilla okkur svolítið og við elskuðum allar tónlistina í myndinni O Brother Where Art Thou. Þaðan komu mörg laganna sem við fluttum fyrst," segir hún. „Við fengum Örn Eldjárn, bróður Aspar, til að vera með okkur á tónleikunum og það myndaðist svo mikil stemning og gleði í hópnum að við stofnuðum hljómsveitina í bílnum á leiðinni heim frá þessum tónleikum." Hljómsveitin einskorðar sig ekki við bluegrass, enda fimmmenningarnir fjölhæft tónlistarfólk sem þykir gaman að flytja ólíkar tónlistarstefnur. „Við tölum um að við spilum bluegrass, blús, þjóðlagatónlist og „old time mountain hillbilly music". Við erum með nýtt efni, gamalt og frumsamið, en við reynum alltaf að hafa þennan Suðurríkjablæ yfir því sem við gerum," segir Hildur sem lærði söng í FÍH líkt og hinar söngkonurnar þrjár. „Það er erfitt að skilgreina bluegrass, það er svo víðfeðm tónlistarstefna. Tónlist Noruh Jones er gott dæmi um nútíma bluegrass, en það eldra er svona bómullartónlist. Þetta er tónlist sem allir geta tekið þátt í og spilað á eitthvert hljóðfæri – við gerum það til dæmis öll og syngjum öll í öllum lögunum. Það sem einkennir gamla bluegrassið er líka að nota hvað sem er sem hljóðfæri. Við spilum meðal annars á þvottabretti og -bala til að ná fram þessari stemningu." Hildur segir að þótt heimur Suðurríkjanna sé harla ólíkur íslenskum veruleika, lifi þau sig mjög inn í flutninginn. „Sumt sem við syngjum um er langt frá íslenskum veruleika en annað einmitt ekki. Þetta er oft fólk að segja sínar sögur sem eru mannlegar og eiga við alls staðar og á öllum tímum. Svo finnst okkur þetta bara svo ótrúlega skemmtilegt." Brother Grass heldur útgáfu- og jólatónleika 19. og 20. desember á Café Rosenberg. bergthora@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Andi Suðurríkjanna hefur svifið yfir vötnum á tónleikum íslensku bluegrass-sveitarinnar Brother Grass undanfarið ár. Í dag kemur fyrsta plata sveitarinnar út, en hún kallast Didn't Leave Nobody But the Baby. „Við ætluðum bara að halda eina bluegrass-tónleika af því að okkur langaði að syngja eitthvað annað en það sem við vorum vanar að flytja," segir Hildur Halldórsdóttir, ein fjögurra söngkvenna Brother Grass. Hljómsveitin er ársgömul en hefur verið dugleg við tónleikahald og vakið mikla athygli. Auk Hildar skipa hljómsveitina Örn og Ösp Eldjárn, Soffía Björg Óðinsdóttir og Sandra Dögg Þorsteinsdóttir. Hildur segir bluegrassið hafa verið hálfgerða tilviljun. „Þessi tónlistarstefna var búin að heilla okkur svolítið og við elskuðum allar tónlistina í myndinni O Brother Where Art Thou. Þaðan komu mörg laganna sem við fluttum fyrst," segir hún. „Við fengum Örn Eldjárn, bróður Aspar, til að vera með okkur á tónleikunum og það myndaðist svo mikil stemning og gleði í hópnum að við stofnuðum hljómsveitina í bílnum á leiðinni heim frá þessum tónleikum." Hljómsveitin einskorðar sig ekki við bluegrass, enda fimmmenningarnir fjölhæft tónlistarfólk sem þykir gaman að flytja ólíkar tónlistarstefnur. „Við tölum um að við spilum bluegrass, blús, þjóðlagatónlist og „old time mountain hillbilly music". Við erum með nýtt efni, gamalt og frumsamið, en við reynum alltaf að hafa þennan Suðurríkjablæ yfir því sem við gerum," segir Hildur sem lærði söng í FÍH líkt og hinar söngkonurnar þrjár. „Það er erfitt að skilgreina bluegrass, það er svo víðfeðm tónlistarstefna. Tónlist Noruh Jones er gott dæmi um nútíma bluegrass, en það eldra er svona bómullartónlist. Þetta er tónlist sem allir geta tekið þátt í og spilað á eitthvert hljóðfæri – við gerum það til dæmis öll og syngjum öll í öllum lögunum. Það sem einkennir gamla bluegrassið er líka að nota hvað sem er sem hljóðfæri. Við spilum meðal annars á þvottabretti og -bala til að ná fram þessari stemningu." Hildur segir að þótt heimur Suðurríkjanna sé harla ólíkur íslenskum veruleika, lifi þau sig mjög inn í flutninginn. „Sumt sem við syngjum um er langt frá íslenskum veruleika en annað einmitt ekki. Þetta er oft fólk að segja sínar sögur sem eru mannlegar og eiga við alls staðar og á öllum tímum. Svo finnst okkur þetta bara svo ótrúlega skemmtilegt." Brother Grass heldur útgáfu- og jólatónleika 19. og 20. desember á Café Rosenberg. bergthora@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira