Sesar A fagnar afmæli íslensku rappplötunnar 26. nóvember 2011 15:45 Sesar A verður grjótharður á Faktorý í kvöld. Mynd/Vilhelm „Íslenskt rapp í dag er á allt öðrum stað en fyrir tíu árum," segir Sesar A, sem fagnar því að tíu ár eru liðin frá útgáfu fyrstu sólóplötu hans, Storminum á eftir logninu, sem var jafnframt fyrsta platan þar sem eingöngu var rappað á íslensku. Í kjölfar plötunnar fylgdi bylgja af íslenskum rappplötum og íslenskan varð ráðandi tungumál í hip-hopsenu landsins. „Ég áttaði mig á því í kringum 1995 að íslenska var það mál sem ég gat rappað best á, en það þótti ekkert spennandi þá. Þá talaði fólk um að ekki væri hægt að flæða á íslensku og hló kannski svolítið að því." Sesar segir að þegar rappað sé á móðurmálinu fari fólk að leggja við hlustir, þar af leiðandi þurfi textasmiðirnir að vanda sig meira og gæðin aukist. „Íslenskt rapp hefur löngu sannað sig, og það á mikið erindi. Á Íslandi er náttúrulega þessi merkilega og ævaforna munnlega geymd af bragarháttum og ég lít í raun á íslenskt rapp sem nýjustu viðbótina við bragarhefðina," segir Sesar, sem talar um rapp sem rappþulu og leggur mikið upp úr nýyrðasmíð í textagerð sinni. Tónleikarnir verða með veglegasta móti og mun Sesar A flytja sólóplöturnar sínar þrjár og njóta við það aðstoðar Blaz Roca, Úlfur úlfur, DJ Kocoon og margra fleiri. Með aðgöngumiða fylgir niðurhal af Storminum á eftir logninu og eintak af nýrri plötu Sesars. Tónleikarnir eru á efri hæð Faktorý í kvöld og húsið verður opnað klukkan 22. -bb Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áskorun Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Íslenskt rapp í dag er á allt öðrum stað en fyrir tíu árum," segir Sesar A, sem fagnar því að tíu ár eru liðin frá útgáfu fyrstu sólóplötu hans, Storminum á eftir logninu, sem var jafnframt fyrsta platan þar sem eingöngu var rappað á íslensku. Í kjölfar plötunnar fylgdi bylgja af íslenskum rappplötum og íslenskan varð ráðandi tungumál í hip-hopsenu landsins. „Ég áttaði mig á því í kringum 1995 að íslenska var það mál sem ég gat rappað best á, en það þótti ekkert spennandi þá. Þá talaði fólk um að ekki væri hægt að flæða á íslensku og hló kannski svolítið að því." Sesar segir að þegar rappað sé á móðurmálinu fari fólk að leggja við hlustir, þar af leiðandi þurfi textasmiðirnir að vanda sig meira og gæðin aukist. „Íslenskt rapp hefur löngu sannað sig, og það á mikið erindi. Á Íslandi er náttúrulega þessi merkilega og ævaforna munnlega geymd af bragarháttum og ég lít í raun á íslenskt rapp sem nýjustu viðbótina við bragarhefðina," segir Sesar, sem talar um rapp sem rappþulu og leggur mikið upp úr nýyrðasmíð í textagerð sinni. Tónleikarnir verða með veglegasta móti og mun Sesar A flytja sólóplöturnar sínar þrjár og njóta við það aðstoðar Blaz Roca, Úlfur úlfur, DJ Kocoon og margra fleiri. Með aðgöngumiða fylgir niðurhal af Storminum á eftir logninu og eintak af nýrri plötu Sesars. Tónleikarnir eru á efri hæð Faktorý í kvöld og húsið verður opnað klukkan 22. -bb
Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áskorun Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira