Tíminn og vatnið Trausti Júlíusson skrifar 29. nóvember 2011 20:30 Verkið Strengur eftir Tómas R. Einarsson var frumflutt í Tjarnarbíói á Listahátíð í Reykjavík í sumar. Verkið samanstóð af tólf lögum eftir Tómas og myndefni sem sýnt var samhliða. Platan Strengur er tvöföld, á hljómdisknum eru lögin tólf, en á DVD-disknum eru lögin og myndefnið. Í kynningartexta um verkið á vef Listahátíðar skrifaði Tómas: „Strengir eru víða, meðal annars í kontrabössum, ám og lækjum og það er strengur á milli mín og fólksins sem ég er kominn af." Strengur er einstakt verk. Tónlistin er flutt af Tómasi, sem spilar á kontrabassa, og Matthíasi MD Hemstock sem leikur á ásláttarhljóðfæri. Undir hljóðfæraleiknum hljóma svo upptökur af vatni, en Tómas tók upp hljóð í ám, lækjum, stöðuvatni og hafinu á æskuslóðum sínum. Á mynddisknum er hægt að horfa á hreyfingu vatnsins, samhliða tónlistinni. Strengur fjallar um framrás lífsins, sem hófst áður en við urðum til og heldur áfram eftir að við erum farin. Ellefu laganna tólf á plötunni eru tileinkuð ákveðnum stöðum og ákveðnum forfeðrum Tómasar, sem hægt er að lesa um í veglegum plötubæklingi. Tólfta lagið er svo samið til dóttur hans Ástríðar, sem lést um aldur fram í fyrra. Verkið er þannig mjög persónulegt en um leið fjallar það um eitthvað sem allir menn eiga sameiginlegt. Þó að hugmyndin á bak við Streng sé frumleg er tónlistin bæði aðgengileg og hljómfögur. Það er vel hægt að njóta hennar án þess að virkja allar þær tengingar sem verkið býður upp á. Mér hefur alltaf fundist hljómur kontrabassans einstaklega fallegur og þessi einfalda, latínskotna tónlist er bæði þægileg og heillandi. Á heildina litið frumleg og flott plata. Niðurstaða: Sérstök og heillandi plata. Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Verkið Strengur eftir Tómas R. Einarsson var frumflutt í Tjarnarbíói á Listahátíð í Reykjavík í sumar. Verkið samanstóð af tólf lögum eftir Tómas og myndefni sem sýnt var samhliða. Platan Strengur er tvöföld, á hljómdisknum eru lögin tólf, en á DVD-disknum eru lögin og myndefnið. Í kynningartexta um verkið á vef Listahátíðar skrifaði Tómas: „Strengir eru víða, meðal annars í kontrabössum, ám og lækjum og það er strengur á milli mín og fólksins sem ég er kominn af." Strengur er einstakt verk. Tónlistin er flutt af Tómasi, sem spilar á kontrabassa, og Matthíasi MD Hemstock sem leikur á ásláttarhljóðfæri. Undir hljóðfæraleiknum hljóma svo upptökur af vatni, en Tómas tók upp hljóð í ám, lækjum, stöðuvatni og hafinu á æskuslóðum sínum. Á mynddisknum er hægt að horfa á hreyfingu vatnsins, samhliða tónlistinni. Strengur fjallar um framrás lífsins, sem hófst áður en við urðum til og heldur áfram eftir að við erum farin. Ellefu laganna tólf á plötunni eru tileinkuð ákveðnum stöðum og ákveðnum forfeðrum Tómasar, sem hægt er að lesa um í veglegum plötubæklingi. Tólfta lagið er svo samið til dóttur hans Ástríðar, sem lést um aldur fram í fyrra. Verkið er þannig mjög persónulegt en um leið fjallar það um eitthvað sem allir menn eiga sameiginlegt. Þó að hugmyndin á bak við Streng sé frumleg er tónlistin bæði aðgengileg og hljómfögur. Það er vel hægt að njóta hennar án þess að virkja allar þær tengingar sem verkið býður upp á. Mér hefur alltaf fundist hljómur kontrabassans einstaklega fallegur og þessi einfalda, latínskotna tónlist er bæði þægileg og heillandi. Á heildina litið frumleg og flott plata. Niðurstaða: Sérstök og heillandi plata.
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira