Grípandi danspopp Rihönnu 24. nóvember 2011 21:00 Söngkonan Rihanna hefur verið á miklu flugi að undanförnu. Hér syngur hún í þættinum X-Factor. nordicphotos/getty Söngkonan hæfileikaríka Rihanna er mætt með sína sjöttu hljóðversplötu. R&B og danspoppið er sem fyrr afar fyrirferðarmikið. Sjötta hljóðversplata hinnar vinsælu Rihönnu, Talk That Talk, er nýkomin út. R&B-tónlist og danspopp eru áberandi á plötunni, þó svo að stefnur á borð við elektró, house og dubstep komi einnig við sögu. Fyrsta smáskífulagið, We Found Love, er til að mynda kjörið til að setja á fóninn á sjóðheitum dansgólfum skemmtistaða rétt eins og raunin varð með Only Girl (In the World) af plötunni Loud sem kom út fyrir áriRihanna, eða Robyn Rihanna Fenty eins og hún heitir fullu nafni, fæddist á Barbados fyrir 23 árum. Mamma hennar var endurskoðandi og pabbi hennar starfsmaður í vöruhúsi en einnig forfallinn eiturlyfjaneytandi. Þau skildu þegar Rihanna var 14 ára. Ferill hennar hófst eftir að tónlistarframleiðandinn Evan Rogers var í fríi á Barbados með þarlendri eiginkonu sinni. Þar var honum bent á heimastúlkuna Rihönnu sem þótti afar efnileg. Rogers hefur unnið með N*SYNC, Christinu Aguilera og Kelly Clarkson og hann hjálpaði þessari ungu söngkonu við að gera prufuupptöku og sendi á helstu plötufyrirtækin. Rihanna var kölluð inn í áheyrnarprufu hjá Def Jam Recordings þar sem rapparinn og þáverandi yfirmaður fyrirtækisins, Jay-Z, bauð henni samning á staðnum. Fyrsta plata Rihönnu, Music of the Sun, kom út sumarið 2005 og komst lagið Pon de Replay ofarlega á vinsældarlista. Næsta plata, A Girl Like Me, kom út aðeins átta mánuðum síðar og nutu bæði S.O.S. og Unfaithful mikilla vinsælda. Rihanna breytti um áherslur á þriðju plötunni A Girl Gone Bad. Upptökustjórarnir Timbaland, will.i.am og Sean Garrett föndruðu fyrir hana ferska danstakta á sama tíma og útlit hennar varð djarfara og myrkara og þannig hefur það haldist allar götur síðan. Lagið Umbrella sló í gegn um heim allan og Rihanna var orðin að megastjörnu. Næsta plata, Rated R., kom út skömmu eftir að Rihanna hætti með popparanum Chris Brown. Hann hafði lamið hana rétt áður en hún átti að koma fram á Grammy-hátíðinni og fjölmiðlar gerðu sér mikinn mat úr dramatíkinni í kringum atvikið. Síðan þá hefur Rihanna sýnt mikinn styrk. Auk þess að gefa út eigin plötur hefur hún verið dugleg að syngja með öðrum tónlistarmönnum, þar á meðal Kanye West, Coldplay og Nicki Minjai. Annars hefur Talk That Talk fengið miðlungsgóðar viðtökur. Rolling Stone gefur henni þrjár og hálfa stjörnu og The Guardian fjórar en NME gefur henni fimm af tíu mögulegum og Pitchfork sex af tíu. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Söngkonan hæfileikaríka Rihanna er mætt með sína sjöttu hljóðversplötu. R&B og danspoppið er sem fyrr afar fyrirferðarmikið. Sjötta hljóðversplata hinnar vinsælu Rihönnu, Talk That Talk, er nýkomin út. R&B-tónlist og danspopp eru áberandi á plötunni, þó svo að stefnur á borð við elektró, house og dubstep komi einnig við sögu. Fyrsta smáskífulagið, We Found Love, er til að mynda kjörið til að setja á fóninn á sjóðheitum dansgólfum skemmtistaða rétt eins og raunin varð með Only Girl (In the World) af plötunni Loud sem kom út fyrir áriRihanna, eða Robyn Rihanna Fenty eins og hún heitir fullu nafni, fæddist á Barbados fyrir 23 árum. Mamma hennar var endurskoðandi og pabbi hennar starfsmaður í vöruhúsi en einnig forfallinn eiturlyfjaneytandi. Þau skildu þegar Rihanna var 14 ára. Ferill hennar hófst eftir að tónlistarframleiðandinn Evan Rogers var í fríi á Barbados með þarlendri eiginkonu sinni. Þar var honum bent á heimastúlkuna Rihönnu sem þótti afar efnileg. Rogers hefur unnið með N*SYNC, Christinu Aguilera og Kelly Clarkson og hann hjálpaði þessari ungu söngkonu við að gera prufuupptöku og sendi á helstu plötufyrirtækin. Rihanna var kölluð inn í áheyrnarprufu hjá Def Jam Recordings þar sem rapparinn og þáverandi yfirmaður fyrirtækisins, Jay-Z, bauð henni samning á staðnum. Fyrsta plata Rihönnu, Music of the Sun, kom út sumarið 2005 og komst lagið Pon de Replay ofarlega á vinsældarlista. Næsta plata, A Girl Like Me, kom út aðeins átta mánuðum síðar og nutu bæði S.O.S. og Unfaithful mikilla vinsælda. Rihanna breytti um áherslur á þriðju plötunni A Girl Gone Bad. Upptökustjórarnir Timbaland, will.i.am og Sean Garrett föndruðu fyrir hana ferska danstakta á sama tíma og útlit hennar varð djarfara og myrkara og þannig hefur það haldist allar götur síðan. Lagið Umbrella sló í gegn um heim allan og Rihanna var orðin að megastjörnu. Næsta plata, Rated R., kom út skömmu eftir að Rihanna hætti með popparanum Chris Brown. Hann hafði lamið hana rétt áður en hún átti að koma fram á Grammy-hátíðinni og fjölmiðlar gerðu sér mikinn mat úr dramatíkinni í kringum atvikið. Síðan þá hefur Rihanna sýnt mikinn styrk. Auk þess að gefa út eigin plötur hefur hún verið dugleg að syngja með öðrum tónlistarmönnum, þar á meðal Kanye West, Coldplay og Nicki Minjai. Annars hefur Talk That Talk fengið miðlungsgóðar viðtökur. Rolling Stone gefur henni þrjár og hálfa stjörnu og The Guardian fjórar en NME gefur henni fimm af tíu mögulegum og Pitchfork sex af tíu. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira