Forneskjulegt framtíðarpopp Trausti Júlíusson skrifar 23. nóvember 2011 14:00 Tónlist. Nology. Nolo. Dúettinn Nolo er skipaður þeim Ívari Björnssyni og Jóni Gabríel Lorange. Þeir hafa starfað saman síðan um mitt ár 2009 og vöktu fyrst athygli fyrir smáskífur sem þeir settu inn á Gogoyoko og svo fyrir skemmtilega frammistöðu á tónleikum. Í byrjun árs 2010 kom frá þeim 8 laga EP-plata, en Nology er fyrsta Nolo-platan í fullri lengd. Tónlist Nolo var frá upphafi sér á báti. Hljómurinn þeirra er sérstakur - eiginlega forneskjulega framtíðarlegur. Hann einkennist af gamaldags syntahljómi, trommuheilatöktum og gítarleik. Lagasmíðarnar eru skemmtilegar, melódískar og grípandi og oft með einföldum og stuðvekjandi takti undir. Svo hafa drengirnir líka flottar söngraddir. Nology var tekin upp í hljóðveri undir stjórn Svavars Péturs Eysteinssonar og Loga Höskuldssonar, en ekki heima í herbergi eins og fyrri platan. Hljómurinn er þess vegna betri, en sem betur fer eru öll Nolo-einkennin samt enn til staðar. Nology er ein af skemmtilegustu plötum ársins. Hún er fjórtán laga og lögin eru hvert öðru flottara, en mín uppáhaldslög eru samt Polka, Put on a Face Boy, Taxi og hið óviðjafnanlega Bus Seats, með textanum um sætin í strætó sem þeir Nolo-menn bera mikla umhyggju fyrir. Á heildina litið er þetta frábær plata frá einstakri hljómsveit. Forneskjulegt framtíðarpopp í hæsta gæðaflokki. Niðurstaða: Fyrsta Nolo-platan í fullri lengd stendur undir öllum væntingunum sem til hennar voru gerðar. Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Tónlist. Nology. Nolo. Dúettinn Nolo er skipaður þeim Ívari Björnssyni og Jóni Gabríel Lorange. Þeir hafa starfað saman síðan um mitt ár 2009 og vöktu fyrst athygli fyrir smáskífur sem þeir settu inn á Gogoyoko og svo fyrir skemmtilega frammistöðu á tónleikum. Í byrjun árs 2010 kom frá þeim 8 laga EP-plata, en Nology er fyrsta Nolo-platan í fullri lengd. Tónlist Nolo var frá upphafi sér á báti. Hljómurinn þeirra er sérstakur - eiginlega forneskjulega framtíðarlegur. Hann einkennist af gamaldags syntahljómi, trommuheilatöktum og gítarleik. Lagasmíðarnar eru skemmtilegar, melódískar og grípandi og oft með einföldum og stuðvekjandi takti undir. Svo hafa drengirnir líka flottar söngraddir. Nology var tekin upp í hljóðveri undir stjórn Svavars Péturs Eysteinssonar og Loga Höskuldssonar, en ekki heima í herbergi eins og fyrri platan. Hljómurinn er þess vegna betri, en sem betur fer eru öll Nolo-einkennin samt enn til staðar. Nology er ein af skemmtilegustu plötum ársins. Hún er fjórtán laga og lögin eru hvert öðru flottara, en mín uppáhaldslög eru samt Polka, Put on a Face Boy, Taxi og hið óviðjafnanlega Bus Seats, með textanum um sætin í strætó sem þeir Nolo-menn bera mikla umhyggju fyrir. Á heildina litið er þetta frábær plata frá einstakri hljómsveit. Forneskjulegt framtíðarpopp í hæsta gæðaflokki. Niðurstaða: Fyrsta Nolo-platan í fullri lengd stendur undir öllum væntingunum sem til hennar voru gerðar.
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira