Stjarnfræðilegar vinsældir lélegustu hljómsveitar heims 17. nóvember 2011 21:30 Chad Kroeger, söngvari Nickelback, hefur ástæðu til að brosa. Hljómsveit hans er gríðarlega vinsæl þó að gæði tónlistarinnar séu umdeild. Nordicphotos/Getty Ótrúlega margar frábærar hljómsveitir hafa komið frá Kanada undanfarin ár. Arcade Fire, Wolf Parade og Broken Social Scene eru aðeins lítill hluti af hópi sem Nickelback tilheyrir ekki. Sjöunda breiðskífa hljómsveitarinnar Nickelback kemur út á mánudaginn. Skífan nefnist Here and Now og fylgir eftir Dark Horse, sem kom út fyrir þremur árum og seldist í nánast stjarnfræðilegu upplagi. Það má ýmislegt segja um Nickelback, sem er að margra mati versta hljómsveit í heimi. En aðdáendurnir halda nánast ómannlegri tryggð við hljómsveitina, sem hefur selt meira en 21 milljón platna í Bandaríkjunum ásamt því að hafa selt bílfarma í heimalandi sínu Kanada, Ástralíu og Bretlandi. Kreppan stöðvar ekki aðdáendurna, en síðasta plata náði þrefaldri platínusölu í Bandaríkjunum og sexfaldri platínusölu í Kanada. Til samanburðar skreið síðasta plata Arcade Fire, The Suburbs, í gullsölu í Bandaríkjunum og náði ekki viðlíka árangri í heimalandi sínu. Það þarf varla að taka fram að Arcade Fire er ein virtasta og besta hljómsveit heims um þessar mundir. Þrátt fyrir þessar gríðarlegu vinsældir hafa gagnrýnendur sjaldan verið ánægðir með Nickelback. Plötur hljómsveitarinnar fá jafnan slæma dóma, svo slæma að Chris Martin, forsprakki Coldplay, sá sig knúinn til að verja hljómsveitina í viðtali fyrir nokkrum misserum. „Þeir hafa verið gagnrýndir af fólki sem hefur engum árangri náð í lífi sínu,“ sagði hann og bætti við að sér þætti Nickelback frábær hljómsveit. Á nýju plötunni virðist Nickelback feta kunnuglegar slóðir. Smáskífulögin Bottoms Up og When We Stand Together gefa til kynna að hljómsveitin hafi lítið sem ekkert þróað hljóminn sem hefur reynst henni svo vel. Það má því búast við að aðdáendur taki plötunni fagnandi, þó að gagnrýnendur verði eflaust áfram fúlir á móti. atlifannar@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Ótrúlega margar frábærar hljómsveitir hafa komið frá Kanada undanfarin ár. Arcade Fire, Wolf Parade og Broken Social Scene eru aðeins lítill hluti af hópi sem Nickelback tilheyrir ekki. Sjöunda breiðskífa hljómsveitarinnar Nickelback kemur út á mánudaginn. Skífan nefnist Here and Now og fylgir eftir Dark Horse, sem kom út fyrir þremur árum og seldist í nánast stjarnfræðilegu upplagi. Það má ýmislegt segja um Nickelback, sem er að margra mati versta hljómsveit í heimi. En aðdáendurnir halda nánast ómannlegri tryggð við hljómsveitina, sem hefur selt meira en 21 milljón platna í Bandaríkjunum ásamt því að hafa selt bílfarma í heimalandi sínu Kanada, Ástralíu og Bretlandi. Kreppan stöðvar ekki aðdáendurna, en síðasta plata náði þrefaldri platínusölu í Bandaríkjunum og sexfaldri platínusölu í Kanada. Til samanburðar skreið síðasta plata Arcade Fire, The Suburbs, í gullsölu í Bandaríkjunum og náði ekki viðlíka árangri í heimalandi sínu. Það þarf varla að taka fram að Arcade Fire er ein virtasta og besta hljómsveit heims um þessar mundir. Þrátt fyrir þessar gríðarlegu vinsældir hafa gagnrýnendur sjaldan verið ánægðir með Nickelback. Plötur hljómsveitarinnar fá jafnan slæma dóma, svo slæma að Chris Martin, forsprakki Coldplay, sá sig knúinn til að verja hljómsveitina í viðtali fyrir nokkrum misserum. „Þeir hafa verið gagnrýndir af fólki sem hefur engum árangri náð í lífi sínu,“ sagði hann og bætti við að sér þætti Nickelback frábær hljómsveit. Á nýju plötunni virðist Nickelback feta kunnuglegar slóðir. Smáskífulögin Bottoms Up og When We Stand Together gefa til kynna að hljómsveitin hafi lítið sem ekkert þróað hljóminn sem hefur reynst henni svo vel. Það má því búast við að aðdáendur taki plötunni fagnandi, þó að gagnrýnendur verði eflaust áfram fúlir á móti. atlifannar@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira