Hryllingur á hálendinu Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 13. nóvember 2011 14:00 Hálendið eftir Steinar Braga. Bækur. Hálendið. Steinar Bragi. Mál og menning. Tvö pör, Hrafn og Vigdís, Anna og Egill eru stödd á hálendi Íslands í jeppaferð þegar hlutirnir byrja að fara illilega úrskeiðis. Þau aka á hús, svo bíllinn verður ónothæfur, og þau komast hvorki lönd né strönd. Háski vofir yfir, náttúran er framandleg og ógnandi og allar tilraunir vinanna til þess að reyna að kanna aðstæður og bjarga sér út úr ógöngunum verða einungis til þess að þau sökkva enn lengra niður í fen óskiljanlegs hryllings. Strax í upphafi sögunnar skynjar lesandi að það eru sprungur í vináttu þessa fólks. Græðgi, öfund og óuppgerð mál úr fortíðinni lita samskipti þeirra, sem fara sífellt versnandi eftir því sem á líður. Pörin eru sannkallað „2007-lið" og þeim eru töm orð og frasar eins og „samkeppni" og „tengslanet" og „að láta peningana vinna fyrir sig" þó að vitaskuld hafi aðstæður þeirra breyst í kjölfar hrunsins. Sagan fjallar að stórum hluta um ofdramb manneskjunnar, en líka getuleysi hennar. Það er t.a.m. kaldhæðnislegt að ein sögupersónanna hefur fyrir ferðina keypt sér Flóru Íslands og nokkrar handbækur sem hún hyggst nota til þess að „læra á náttúruna". En náttúran í Hálendinu er sögupersónunum óvinveitt; þau geta hvorki stjórnað henni né lagt hana undir sig, þrátt fyrir jeppann sinn fína, gps-tækið og gemsana. Á þessum stað gilda önnur lögmál, þó að náttúran sé að hluta til „manngerð", þar sem risavaxin stífla verður að hálfgerðu völundarhúsi sem þau rata ekki út úr. Aukapersónur sögunnar eru Kjartan og Ása, fólkið sem á húsið sem pörin tvö keyra á í upphafi og leyfir þeim að gista, en er þeim ekki sérlega vinveitt að öðru leyti. Pörin skilja lítið meira í athæfi þeirra en náttúrunni á hálendinu, þó að þau reyni í hroka sínum að skilgreina Kjartan og Ásu og ákveða hver saga þeirra sé. Alkóhólismi og stjórnleysið sem honum fylgir er miðlægur í sögunni. Persónurnar eru allar á einhvern hátt laskaðar, en hafa fæstar nokkuð til að „fylla sig" með nema áfengi, sem eykur á grimmd og reiði og kallar fram hefndarhugsanir og brjálsemi. Frá fyrstu síðu Hálendisins liggur einhver heimsendastemning yfir öllu og andrúmsloftið er mettað beyg. Dýr og dýrahræ, vísanir í hrollvekjandi þjóðsögur, og hatur og heift manndýranna eru meðal þess fjölmarga sem vekur viðbjóð, en fyrst og síðast er það stjórnleysið sem skelfir - og á endanum verður það algert. Hinn þekkjanlegi heimur liðast í sundur og breytist í botnlausan óhugnað. Höfundur Hálendisins er reiður og hann er það af góðri ástæðu. Reiðin beinist að heimsku og græðgi þeirra sem allt vilja leggja undir sig, hvort sem það eru peningar, annað fólk eða náttúra. Og svo þegar allt hrynur, þá er skýringanna leitað í því ytra, ekki hinu innra. Steinar Bragi frábærlega djúpur, frumlegur og heillandi höfundur, sem hefur einhver ofurmannleg tök á því sem hann gerir. Fáir geta haft slík áhrif á tilfinningar lesenda sinna. Sá lesandi sem hér skrifar fór t.a.m. valhoppandi inn í sófa með Hálendið, gat ekki hætt að lesa fyrr en bókin var á enda, staulaðist þá í rúmið eitt taugaveiklað skar og dreymdi verulega illa um nóttina. Nú gæti einhver spurt: „Er það eftirsóknarvert?" Svarið er „JÁ!" Niðurstaða: Gríðarflott, frumlegt og hyldjúpt skáldverk. Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur. Hálendið. Steinar Bragi. Mál og menning. Tvö pör, Hrafn og Vigdís, Anna og Egill eru stödd á hálendi Íslands í jeppaferð þegar hlutirnir byrja að fara illilega úrskeiðis. Þau aka á hús, svo bíllinn verður ónothæfur, og þau komast hvorki lönd né strönd. Háski vofir yfir, náttúran er framandleg og ógnandi og allar tilraunir vinanna til þess að reyna að kanna aðstæður og bjarga sér út úr ógöngunum verða einungis til þess að þau sökkva enn lengra niður í fen óskiljanlegs hryllings. Strax í upphafi sögunnar skynjar lesandi að það eru sprungur í vináttu þessa fólks. Græðgi, öfund og óuppgerð mál úr fortíðinni lita samskipti þeirra, sem fara sífellt versnandi eftir því sem á líður. Pörin eru sannkallað „2007-lið" og þeim eru töm orð og frasar eins og „samkeppni" og „tengslanet" og „að láta peningana vinna fyrir sig" þó að vitaskuld hafi aðstæður þeirra breyst í kjölfar hrunsins. Sagan fjallar að stórum hluta um ofdramb manneskjunnar, en líka getuleysi hennar. Það er t.a.m. kaldhæðnislegt að ein sögupersónanna hefur fyrir ferðina keypt sér Flóru Íslands og nokkrar handbækur sem hún hyggst nota til þess að „læra á náttúruna". En náttúran í Hálendinu er sögupersónunum óvinveitt; þau geta hvorki stjórnað henni né lagt hana undir sig, þrátt fyrir jeppann sinn fína, gps-tækið og gemsana. Á þessum stað gilda önnur lögmál, þó að náttúran sé að hluta til „manngerð", þar sem risavaxin stífla verður að hálfgerðu völundarhúsi sem þau rata ekki út úr. Aukapersónur sögunnar eru Kjartan og Ása, fólkið sem á húsið sem pörin tvö keyra á í upphafi og leyfir þeim að gista, en er þeim ekki sérlega vinveitt að öðru leyti. Pörin skilja lítið meira í athæfi þeirra en náttúrunni á hálendinu, þó að þau reyni í hroka sínum að skilgreina Kjartan og Ásu og ákveða hver saga þeirra sé. Alkóhólismi og stjórnleysið sem honum fylgir er miðlægur í sögunni. Persónurnar eru allar á einhvern hátt laskaðar, en hafa fæstar nokkuð til að „fylla sig" með nema áfengi, sem eykur á grimmd og reiði og kallar fram hefndarhugsanir og brjálsemi. Frá fyrstu síðu Hálendisins liggur einhver heimsendastemning yfir öllu og andrúmsloftið er mettað beyg. Dýr og dýrahræ, vísanir í hrollvekjandi þjóðsögur, og hatur og heift manndýranna eru meðal þess fjölmarga sem vekur viðbjóð, en fyrst og síðast er það stjórnleysið sem skelfir - og á endanum verður það algert. Hinn þekkjanlegi heimur liðast í sundur og breytist í botnlausan óhugnað. Höfundur Hálendisins er reiður og hann er það af góðri ástæðu. Reiðin beinist að heimsku og græðgi þeirra sem allt vilja leggja undir sig, hvort sem það eru peningar, annað fólk eða náttúra. Og svo þegar allt hrynur, þá er skýringanna leitað í því ytra, ekki hinu innra. Steinar Bragi frábærlega djúpur, frumlegur og heillandi höfundur, sem hefur einhver ofurmannleg tök á því sem hann gerir. Fáir geta haft slík áhrif á tilfinningar lesenda sinna. Sá lesandi sem hér skrifar fór t.a.m. valhoppandi inn í sófa með Hálendið, gat ekki hætt að lesa fyrr en bókin var á enda, staulaðist þá í rúmið eitt taugaveiklað skar og dreymdi verulega illa um nóttina. Nú gæti einhver spurt: „Er það eftirsóknarvert?" Svarið er „JÁ!" Niðurstaða: Gríðarflott, frumlegt og hyldjúpt skáldverk.
Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira