Grænt ljós á Mandela-tónleika 12. nóvember 2011 13:00 Mannúðarsamtökin 46664 draga nafn sitt af fanganúmeri Nelsons Mandela frá Robben-eyju, þar sem hann dvaldi í 18 af þeim 27 árum sem hann var lokaður inni. „Nú setjum við bara framkvæmdina í gang og byrjum að undirbúa viðburðinn,“ segir Sigurjón Einarsson kvikmyndagerðarmaður. Sigurjón fékk nýlega vilyrði frá ríkisstjórn Íslands um þriggja milljóna króna styrk til að undirbúa stórtónleika á vegum samtaka Nelson Mandela, 46664, hér á landi á næsta ári. Sigurjón fer fyrir íslenskum hópi sem undirbýr viðburðinn og var að vonum ánægður með niðurstöðuna. Áður hafði Reykjavíkurborg ákveðið að styrkja tónleikaframkvæmdina um tvær milljónir króna. „Við vorum auðvitað háð því að fá bæði þennan pólitíska stuðning sem og almennan stuðning, því verkefnið er stórt, alþjóðlegt og hefur vissulega pólitíska anga. Fyrstu skrefin eru svo að stilla okkur saman við ýmsa aðila eins og ferðaþjónustuna, Hörpu og Laugardalshöll.“ Eins og Fréttablaðið hefur sagt frá voru það mannúðarsamtök Mandela, 46664, sem föluðust eftir Íslandi sem staðsetningu fyrir næstu alþjóðlega stórtónleika sína. „Það er mikill vilji innan samtakanna að Ísland verði í brennidepli á næsta ári. Dagskráin verður þannig líklega svolítið dreifð, einhver viðburður um vorið, mögulega um sumarið en aðaltónleikarnir verða í september.“ Sigurjón segist ánægður með að sjónum heimsins verði beint að stuðningi Íslands við mannúðarmál. „Ég held að við ættum ekki að týna okkur í umræðunni um hversu mikið við græðum á þessu. Fyrst og fremst er um að ræða alþjóðlegan mannúðarviðburð á risastórum skala sem verið er að setja upp á Íslandi. Það stærsta í þessu er auðvitað að geta hjálpað til við að varpa ljósi á það sem Nelson Mandela hefur barist fyrir í þau 93 ár sem hann hefur lifað.“ - bb Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áskorun Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Nú setjum við bara framkvæmdina í gang og byrjum að undirbúa viðburðinn,“ segir Sigurjón Einarsson kvikmyndagerðarmaður. Sigurjón fékk nýlega vilyrði frá ríkisstjórn Íslands um þriggja milljóna króna styrk til að undirbúa stórtónleika á vegum samtaka Nelson Mandela, 46664, hér á landi á næsta ári. Sigurjón fer fyrir íslenskum hópi sem undirbýr viðburðinn og var að vonum ánægður með niðurstöðuna. Áður hafði Reykjavíkurborg ákveðið að styrkja tónleikaframkvæmdina um tvær milljónir króna. „Við vorum auðvitað háð því að fá bæði þennan pólitíska stuðning sem og almennan stuðning, því verkefnið er stórt, alþjóðlegt og hefur vissulega pólitíska anga. Fyrstu skrefin eru svo að stilla okkur saman við ýmsa aðila eins og ferðaþjónustuna, Hörpu og Laugardalshöll.“ Eins og Fréttablaðið hefur sagt frá voru það mannúðarsamtök Mandela, 46664, sem föluðust eftir Íslandi sem staðsetningu fyrir næstu alþjóðlega stórtónleika sína. „Það er mikill vilji innan samtakanna að Ísland verði í brennidepli á næsta ári. Dagskráin verður þannig líklega svolítið dreifð, einhver viðburður um vorið, mögulega um sumarið en aðaltónleikarnir verða í september.“ Sigurjón segist ánægður með að sjónum heimsins verði beint að stuðningi Íslands við mannúðarmál. „Ég held að við ættum ekki að týna okkur í umræðunni um hversu mikið við græðum á þessu. Fyrst og fremst er um að ræða alþjóðlegan mannúðarviðburð á risastórum skala sem verið er að setja upp á Íslandi. Það stærsta í þessu er auðvitað að geta hjálpað til við að varpa ljósi á það sem Nelson Mandela hefur barist fyrir í þau 93 ár sem hann hefur lifað.“ - bb
Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áskorun Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira