Frank stofnar plötuútgáfu 10. nóvember 2011 23:00 Frank Black, söngvari Pixies, hefur stofnað plötuútgáfuna The Bureau. Hér er hann á tónleikum í Kaplakrika árið 2004. Fréttablaðið/Stefán Frank Black, söngvari Pixies, hefur sett á fót eigin plötuútgáfu, sem fengið hefur nafnið The Bureau. Black, sem um þessar mundir er á tónleikaferðalagi um Bandaríkin með Pixies, segir að hann muni gefa út eigin tónlist hjá útgáfufyrirtækinu auk þess sem stefnan sé að uppgötva nýja og spennandi listamenn. „Það var ekkert á dagskránni að stofna eigin plötuútgáfu, en ég vona að ég fái nú boð í alvöru fín partí,“ segir Black. Frank Black hefur um langt skeið verið afkastamikill í útgáfu á sólóplötum í eigin nafni. Hann segir að upphaflega hafi ætlunin verið að gefa út eigin tónlist því hefðbundin plötufyrirtæki séu ekki spennt fyrir því að hann vill gefa út plötur á níu mánaða fresti. Black segir að rekstur plötufyrirtækja sé alveg eins og áður fyrr, eini munurinn sé að fyrirtækin hafi úr minni peningum að spila. „Það eru minni peningar í umferð, en ég held að það sé bara gott. Það setur bara pressu á fólk að standa sig vel. Sum þessara plötufyrirtækja þurfa að hætta að láta eins og fífl.“ Að síðustu tjáði Black sig um nýtt efni frá Pixies sem hann segir að muni ekki koma út hjá The Bureau. „Pixies mun annaðhvort gera eitthvað mjög hefðbundið með stóru plötufyrirtæki eða eitthvað mjög róttækt. Ég vona að við förum róttæku leiðina.“ Tónlist Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Frank Black, söngvari Pixies, hefur sett á fót eigin plötuútgáfu, sem fengið hefur nafnið The Bureau. Black, sem um þessar mundir er á tónleikaferðalagi um Bandaríkin með Pixies, segir að hann muni gefa út eigin tónlist hjá útgáfufyrirtækinu auk þess sem stefnan sé að uppgötva nýja og spennandi listamenn. „Það var ekkert á dagskránni að stofna eigin plötuútgáfu, en ég vona að ég fái nú boð í alvöru fín partí,“ segir Black. Frank Black hefur um langt skeið verið afkastamikill í útgáfu á sólóplötum í eigin nafni. Hann segir að upphaflega hafi ætlunin verið að gefa út eigin tónlist því hefðbundin plötufyrirtæki séu ekki spennt fyrir því að hann vill gefa út plötur á níu mánaða fresti. Black segir að rekstur plötufyrirtækja sé alveg eins og áður fyrr, eini munurinn sé að fyrirtækin hafi úr minni peningum að spila. „Það eru minni peningar í umferð, en ég held að það sé bara gott. Það setur bara pressu á fólk að standa sig vel. Sum þessara plötufyrirtækja þurfa að hætta að láta eins og fífl.“ Að síðustu tjáði Black sig um nýtt efni frá Pixies sem hann segir að muni ekki koma út hjá The Bureau. „Pixies mun annaðhvort gera eitthvað mjög hefðbundið með stóru plötufyrirtæki eða eitthvað mjög róttækt. Ég vona að við förum róttæku leiðina.“
Tónlist Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira