Justice skiptir um gír Trausti Júlíusson skrifar 10. nóvember 2011 16:00 Franska dúóið Justice sló í gegn með fyrstu plötunni sinni, Cross, árið 2007. Nú er plata númer tvö komin út, Audio Video Disco. Hvað gera hljómsveitir sem slá í gegn með fyrstu plötunni sinni næst? Oftast byggja þær á sama grunni, en reyna að þróa tónlistina áfram. Franska hljómsveitin Justice valdi aðra leið. Nýja platan þeirra er allt öðruvísi en frumburðurinn. Á fyrstu plötunni var danstónlist, á þeirri nýju er popp. Justice er skipuð þeim Gaspard Augé og Xavier de Rosnay. Þeir vöktu fyrst athygli árið 2003 þegar þeir sendu endurgerð af laginu Never Be Alone með ensku hljómsveitinni Simian í samkeppni á vegum franskrar háskólaútvarpsstöðvar. Í framhaldi af því gerði Ed Banger-útgáfan í París samning við þá og gaf út fyrstu smáskífuna þeirra, Waters of Nazareth, í september 2005. Fyrsta stóra platan, Cross, kom svo út í júní 2007 og var meðal annars tilnefnd til Grammy og Mercury-verðlaunanna. Eftir útkomu plötunnar bjuggu þeir Gaspard og Xavier til öflugt tónleikaprógramm sem þeir spiluðu víða á árunum 2007 og 2008. Þeir fóru til að mynda í vel heppnaða tónleikaferð um Bandaríkin og spiluðu á nokkrum af stærstu tónlistarhátíðum heims. Krossinn er tákn Justice á plötuumslögum, auglýsingaefni og tónleikum. Gaspard og Xavier vilja ekkert gefa upp um það hvort það sé einhver sérstök hugmynd eða boðskapur á bak við hann, vilja láta fólk brjóta heilann um það. Eins og áður segir var tónlistin á Cross danstónlist, með smá rokkáhrifum. Hljómurinn á henni var hrár og kraftmikill. Nýja platan er allt öðruvísi. Á henni er popprokk með mjög sterkum tilvísunum í gamlar spandex-klæddar gítarhetjusveitir, hvort sem við tölum um Van Halen, The Who, Toto eða Yes. Hljómurinn er mýkri heldur en á fyrri plötunni og tónlistin á betur við heima í stofu heldur en á dansgólfinu. Þó að áhrifin frá rokki áttunda og níunda áratugarins séu augljós á Audio Video Disco gera Frakkarnir þetta samt á nýjan hátt. Þeir bæta inn í blönduna smá ítaló diskó áhrifum og franskri fágun og útkoman verður algerlega ómótstæðileg. Að sumu leyti minnir nálgun Justice á Audio Video Disco á nálgun samlanda þeirra í Daft Punk þegar sú sveit gerði hina frábæru Discovery. Það endurspeglast í tónlistinni ósvikin aðdáun á gömlu hetjunum, en líka húmor fyrir þeim. Og svo matreiða þeir þetta á sinn hátt. Þeir Gaspard og Xavier segja í nýlegu viðtali í franska blaðinu Les Inrockuptibles að plötunni hafi verið misvel tekið af vinum þeirra: „Sumir þeirra þola hana ekki og skilja ekkert hvað við erum að fara." Þeir segja líka að það hafi aldrei verið aðalatriðið fyrir þá að búa til tónlist fyrir dansgólfið. Og þeir segjast ekki kunna það: „Það spilar enginn klúbbur lögin okkar, bara endurhljóðblandaðar dansútgáfur af þeim." Þeir dvelja núna í London þar sem þeir eru að undirbúa tónleikaferð sem hefst í janúar. Audio Video Disco hefur víðast fengið fína dóma. Flestir gagnrýnendur virðast vera með á nótunum. Pitchforkmedia er að vísu undantekning, en það er svo sem ekkert nýtt. Mér finnst platan ótrúlega skemmtileg, næ henni ekki úr spilaranum… Tónlist Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Franska dúóið Justice sló í gegn með fyrstu plötunni sinni, Cross, árið 2007. Nú er plata númer tvö komin út, Audio Video Disco. Hvað gera hljómsveitir sem slá í gegn með fyrstu plötunni sinni næst? Oftast byggja þær á sama grunni, en reyna að þróa tónlistina áfram. Franska hljómsveitin Justice valdi aðra leið. Nýja platan þeirra er allt öðruvísi en frumburðurinn. Á fyrstu plötunni var danstónlist, á þeirri nýju er popp. Justice er skipuð þeim Gaspard Augé og Xavier de Rosnay. Þeir vöktu fyrst athygli árið 2003 þegar þeir sendu endurgerð af laginu Never Be Alone með ensku hljómsveitinni Simian í samkeppni á vegum franskrar háskólaútvarpsstöðvar. Í framhaldi af því gerði Ed Banger-útgáfan í París samning við þá og gaf út fyrstu smáskífuna þeirra, Waters of Nazareth, í september 2005. Fyrsta stóra platan, Cross, kom svo út í júní 2007 og var meðal annars tilnefnd til Grammy og Mercury-verðlaunanna. Eftir útkomu plötunnar bjuggu þeir Gaspard og Xavier til öflugt tónleikaprógramm sem þeir spiluðu víða á árunum 2007 og 2008. Þeir fóru til að mynda í vel heppnaða tónleikaferð um Bandaríkin og spiluðu á nokkrum af stærstu tónlistarhátíðum heims. Krossinn er tákn Justice á plötuumslögum, auglýsingaefni og tónleikum. Gaspard og Xavier vilja ekkert gefa upp um það hvort það sé einhver sérstök hugmynd eða boðskapur á bak við hann, vilja láta fólk brjóta heilann um það. Eins og áður segir var tónlistin á Cross danstónlist, með smá rokkáhrifum. Hljómurinn á henni var hrár og kraftmikill. Nýja platan er allt öðruvísi. Á henni er popprokk með mjög sterkum tilvísunum í gamlar spandex-klæddar gítarhetjusveitir, hvort sem við tölum um Van Halen, The Who, Toto eða Yes. Hljómurinn er mýkri heldur en á fyrri plötunni og tónlistin á betur við heima í stofu heldur en á dansgólfinu. Þó að áhrifin frá rokki áttunda og níunda áratugarins séu augljós á Audio Video Disco gera Frakkarnir þetta samt á nýjan hátt. Þeir bæta inn í blönduna smá ítaló diskó áhrifum og franskri fágun og útkoman verður algerlega ómótstæðileg. Að sumu leyti minnir nálgun Justice á Audio Video Disco á nálgun samlanda þeirra í Daft Punk þegar sú sveit gerði hina frábæru Discovery. Það endurspeglast í tónlistinni ósvikin aðdáun á gömlu hetjunum, en líka húmor fyrir þeim. Og svo matreiða þeir þetta á sinn hátt. Þeir Gaspard og Xavier segja í nýlegu viðtali í franska blaðinu Les Inrockuptibles að plötunni hafi verið misvel tekið af vinum þeirra: „Sumir þeirra þola hana ekki og skilja ekkert hvað við erum að fara." Þeir segja líka að það hafi aldrei verið aðalatriðið fyrir þá að búa til tónlist fyrir dansgólfið. Og þeir segjast ekki kunna það: „Það spilar enginn klúbbur lögin okkar, bara endurhljóðblandaðar dansútgáfur af þeim." Þeir dvelja núna í London þar sem þeir eru að undirbúa tónleikaferð sem hefst í janúar. Audio Video Disco hefur víðast fengið fína dóma. Flestir gagnrýnendur virðast vera með á nótunum. Pitchforkmedia er að vísu undantekning, en það er svo sem ekkert nýtt. Mér finnst platan ótrúlega skemmtileg, næ henni ekki úr spilaranum…
Tónlist Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira