Miklar væntingar til Hjálma Kjartan Guðmundsson skrifar 10. nóvember 2011 09:00 Órar með Hjálmum. Með síðustu hljóðversskífu sinni treystu Hjálmar sig í sessi sem ein albesta hljómsveit landsins hin síðustu ár. Og, það sem meira er, ekki einungis sem eitthvert illskilgreinanlegt lopapeysuafbrigði heldur alvöru, dúndurfín reggísveit. Væntingar voru því miklar fyrir þessa nýju plötu, Óra, en svekkelsið að sama skapi töluvert. Krafturinn sem einkennt hefur Hjálma er víðsfjarri og svo virðist sem sköpunargleðin hafi lent í hremmingum. Á ýmsan og afmarkaðan hátt tekst sveitinni ágætlega til á plötunni. Söngtextar eru venju samkvæmt í betra lagi og bandið þétt, en þó á of löngum köflum dálítið þunglamalegt, líkt og keyrt sé áfram af skyldurækni fremur en spilagleði. Þá má hafa gaman af tíðum rafkenndum hljóðblöndunaræfingum, til dæmis í lögunum Í gegnum móðuna miklu og Áttu vinur augnablik. Hjálmar í toppformi hefðu nýtt slík trix sem punktinn yfir i-ið. Hér gegna þau heldur því hlutverki að beina athyglinni frá aðalatriðinu, sem eru rýrar lagasmíðar. Örfá laganna eru nánast hlægilega langt frá þeim gæðastaðli sem ætti með réttu að ríkja á Hjálmaplötu (dæmi eru hin átakanlega tilþrifalitlu Borð fyrir tvo og Haust) á meðan fleiri sigla lygnan sjó í andleysi. Undantekningar líta dagsins ljós, meðal annars í stuðsmellinum Ég teikna stjörnu og hinu snotra Eilíf auðn, en í heildina virðist lítil innistæða fyrir umlykjandi trega textanna og útkoman of oft innantóm og máttleysisleg. Sem sagt: Heldur máttlaus plata frá Hjálmum, sem geta miklu betur. Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Með síðustu hljóðversskífu sinni treystu Hjálmar sig í sessi sem ein albesta hljómsveit landsins hin síðustu ár. Og, það sem meira er, ekki einungis sem eitthvert illskilgreinanlegt lopapeysuafbrigði heldur alvöru, dúndurfín reggísveit. Væntingar voru því miklar fyrir þessa nýju plötu, Óra, en svekkelsið að sama skapi töluvert. Krafturinn sem einkennt hefur Hjálma er víðsfjarri og svo virðist sem sköpunargleðin hafi lent í hremmingum. Á ýmsan og afmarkaðan hátt tekst sveitinni ágætlega til á plötunni. Söngtextar eru venju samkvæmt í betra lagi og bandið þétt, en þó á of löngum köflum dálítið þunglamalegt, líkt og keyrt sé áfram af skyldurækni fremur en spilagleði. Þá má hafa gaman af tíðum rafkenndum hljóðblöndunaræfingum, til dæmis í lögunum Í gegnum móðuna miklu og Áttu vinur augnablik. Hjálmar í toppformi hefðu nýtt slík trix sem punktinn yfir i-ið. Hér gegna þau heldur því hlutverki að beina athyglinni frá aðalatriðinu, sem eru rýrar lagasmíðar. Örfá laganna eru nánast hlægilega langt frá þeim gæðastaðli sem ætti með réttu að ríkja á Hjálmaplötu (dæmi eru hin átakanlega tilþrifalitlu Borð fyrir tvo og Haust) á meðan fleiri sigla lygnan sjó í andleysi. Undantekningar líta dagsins ljós, meðal annars í stuðsmellinum Ég teikna stjörnu og hinu snotra Eilíf auðn, en í heildina virðist lítil innistæða fyrir umlykjandi trega textanna og útkoman of oft innantóm og máttleysisleg. Sem sagt: Heldur máttlaus plata frá Hjálmum, sem geta miklu betur.
Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira