Spilist hátt Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 10. nóvember 2011 19:00 Thirteen með Megadeth. Rauðhærði rokkriddarinn Dave Mustaine gefur nú út þrettándu hljóðversplötu sína ásamt hljómsveit sinni Megadeth. Síðustu tvær breiðskífur sveitarinnar gripu mig ekki en í þetta sinn hefur Mustaine skorað snertimark. Megadeth er skemmtilegust þegar hún daðrar við poppið án þess að ganga of langt. Rokkið er vissulega ruddalegt á Thirteen en lögin eru matreidd á svipaðan máta og á einni af vinsælustu plötu sveitarinnar, Countdown to Extinction, með tilheyrandi stórkarlalegum þungarokksriffum í bland við grípandi melódíur og tæran hljóm. Þungarokk á að vera fjör og þetta veit Megadeth. Opnunarlagið, Sudden Death, setur tóninn fyrir komandi fjör, en útvarpshittari plötunnar er Public Enemy No. 1. Klassískt Megadeth-lag með hnitmiðuðum gítar og einföldum bassa að hætti Dave Ellefson, sem er genginn aftur í sveitina. Ofsinn í Never Dead höfðar einkar vel til mín og flytur mig aftur í tíma, þar sem unglingabólur og ótímabær sáðlát réðu ríkjum. Rólegri lögin eru vel heppnuð og í heild er platan sterk. Það tók mig nokkrar hlustanir að aðlagast plötunni. Megadeth hefur ekki verið frumleg í 20 ár en er alltaf samkvæm sjálfri sér og stundum er það einfaldlega nóg. Á meðan riffabanki Mustaine tæmist ekki mega þeir kumpánar alveg halda áfram að vera ófrumlegir. Allavega mín vegna, því ég elska Megadeth. Sem sagt: Þrælskemmtileg plata frá gamla Rauð. Spilist hátt. Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Rauðhærði rokkriddarinn Dave Mustaine gefur nú út þrettándu hljóðversplötu sína ásamt hljómsveit sinni Megadeth. Síðustu tvær breiðskífur sveitarinnar gripu mig ekki en í þetta sinn hefur Mustaine skorað snertimark. Megadeth er skemmtilegust þegar hún daðrar við poppið án þess að ganga of langt. Rokkið er vissulega ruddalegt á Thirteen en lögin eru matreidd á svipaðan máta og á einni af vinsælustu plötu sveitarinnar, Countdown to Extinction, með tilheyrandi stórkarlalegum þungarokksriffum í bland við grípandi melódíur og tæran hljóm. Þungarokk á að vera fjör og þetta veit Megadeth. Opnunarlagið, Sudden Death, setur tóninn fyrir komandi fjör, en útvarpshittari plötunnar er Public Enemy No. 1. Klassískt Megadeth-lag með hnitmiðuðum gítar og einföldum bassa að hætti Dave Ellefson, sem er genginn aftur í sveitina. Ofsinn í Never Dead höfðar einkar vel til mín og flytur mig aftur í tíma, þar sem unglingabólur og ótímabær sáðlát réðu ríkjum. Rólegri lögin eru vel heppnuð og í heild er platan sterk. Það tók mig nokkrar hlustanir að aðlagast plötunni. Megadeth hefur ekki verið frumleg í 20 ár en er alltaf samkvæm sjálfri sér og stundum er það einfaldlega nóg. Á meðan riffabanki Mustaine tæmist ekki mega þeir kumpánar alveg halda áfram að vera ófrumlegir. Allavega mín vegna, því ég elska Megadeth. Sem sagt: Þrælskemmtileg plata frá gamla Rauð. Spilist hátt.
Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira