Bjó til plötu og börn 9. nóvember 2011 16:00 Ný nálgun Toggi segist ekki vera eins persónulegur í textagerð sinni á annarri plötunni. Hann bendir þeim sem kaupa plötuna ekki rafrænt á að hægt er að hafa samband við hann til að fá aðgang að tólf laga aukaplötu. Fréttablaðið/Anton Barneignir hafa tafið plötugerð hjá popparanum Togga. Fimm ár eru liðin frá síðustu plötu og strákarnir í hljómsveitinni hans hafa eignast sex börn á þeim tíma. Platan Wonderful Secrets kom út í vikunni. Fimm ár eru liðin frá því að Þorgrímur Haraldsson, Toggi, gaf út sína fyrstu plötu, Puppy, og nú á dögunum leit loks önnur plata listamannsins ljós. Sú heitir Wonderful Secrets og hefur að geyma alls 26 lög á tveimur plötum, annarri eingöngu rafrænni. Þeir sem kaupa geisladiskinn þurfa að hafa samband við Togga til að komast yfir rafrænu aukaplötuna. Toggi hefur ekki setið aðgerðalaus í millitíðinni, en hann hefur samið lög fyrir þekkta íslenska flytjendur og hlaut meðal annars Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir ofursmellinn Þú komst við hjartað í mér sem bæði Páll Óskar og Hjaltalín fluttu. Plata númer tvö var þó alltaf ofarlega í huga Togga, en mikil afköst á öðru sviði en í tónlistinni seinkuðu fæðingu hennar umtalsvert. „Við erum bara búnir að vera að eignast börn. Við erum fimm í hljómsveitinni og erum komnir með sex börn á þessum fimm árum,“ segir Toggi, sem sjálfur á tvö þessara barna. „Svo er þetta líka raunveruleiki íslenskra tónlistarmanna. Við erum allir í fullri vinnu og erum smámunasamir og höfum ekkert rosalega mikinn tíma. Við vinnum á daginn, erum með fjölskyldunni á kvöldin og þá höfum við eiginlega bara nóttina í tónlistina.“ Fyrsta plata Togga hlaut góðar viðtökur á sínum tíma og mikla spilun í útvarpi. Aðspurður segir hann nýju plötuna að mörgu leyti ólíka þeirri fyrstu. „Við ákváðum mjög snemma að vera ekki að festa okkur í því að platan þyrfti að vera ein samstæð heild. Við gáfum bara skít í það allt en það var eitthvað sem hafði skipti mig rosalega miklu máli með fyrstu plötuna. Mig langaði bara að gera eitthvað öðruvísi. Við tókum eiginlega allan kassagítar út en á fyrri plötunni heldur kassagítarinn flestum lögunum uppi. Í þetta sinn leyfðum við hverju lagi að hafa sinn karakter.“ Toggi semur alla textana á plötunni og segist hafa nálgast textagerðina með öðrum hætti í þetta skiptið. „Platan er minna persónuleg, efnistökin í textunum eru ekki jafn persónuleg en samt eru þeir miklu meira ég. Síðasta plata var svolítið eins og ég í sparifötum, ljúfur og góður og svona eins og ég væri nýbyrjaður að deita stelpu. Á þessari plötu er ég kominn á það stig í sambandinu að ég er farinn úr sparifötunum og kannski farinn að leyfa mér að prumpa og svona.“ bergthora@frettabladid.is Lífið Tónlist Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Barneignir hafa tafið plötugerð hjá popparanum Togga. Fimm ár eru liðin frá síðustu plötu og strákarnir í hljómsveitinni hans hafa eignast sex börn á þeim tíma. Platan Wonderful Secrets kom út í vikunni. Fimm ár eru liðin frá því að Þorgrímur Haraldsson, Toggi, gaf út sína fyrstu plötu, Puppy, og nú á dögunum leit loks önnur plata listamannsins ljós. Sú heitir Wonderful Secrets og hefur að geyma alls 26 lög á tveimur plötum, annarri eingöngu rafrænni. Þeir sem kaupa geisladiskinn þurfa að hafa samband við Togga til að komast yfir rafrænu aukaplötuna. Toggi hefur ekki setið aðgerðalaus í millitíðinni, en hann hefur samið lög fyrir þekkta íslenska flytjendur og hlaut meðal annars Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir ofursmellinn Þú komst við hjartað í mér sem bæði Páll Óskar og Hjaltalín fluttu. Plata númer tvö var þó alltaf ofarlega í huga Togga, en mikil afköst á öðru sviði en í tónlistinni seinkuðu fæðingu hennar umtalsvert. „Við erum bara búnir að vera að eignast börn. Við erum fimm í hljómsveitinni og erum komnir með sex börn á þessum fimm árum,“ segir Toggi, sem sjálfur á tvö þessara barna. „Svo er þetta líka raunveruleiki íslenskra tónlistarmanna. Við erum allir í fullri vinnu og erum smámunasamir og höfum ekkert rosalega mikinn tíma. Við vinnum á daginn, erum með fjölskyldunni á kvöldin og þá höfum við eiginlega bara nóttina í tónlistina.“ Fyrsta plata Togga hlaut góðar viðtökur á sínum tíma og mikla spilun í útvarpi. Aðspurður segir hann nýju plötuna að mörgu leyti ólíka þeirri fyrstu. „Við ákváðum mjög snemma að vera ekki að festa okkur í því að platan þyrfti að vera ein samstæð heild. Við gáfum bara skít í það allt en það var eitthvað sem hafði skipti mig rosalega miklu máli með fyrstu plötuna. Mig langaði bara að gera eitthvað öðruvísi. Við tókum eiginlega allan kassagítar út en á fyrri plötunni heldur kassagítarinn flestum lögunum uppi. Í þetta sinn leyfðum við hverju lagi að hafa sinn karakter.“ Toggi semur alla textana á plötunni og segist hafa nálgast textagerðina með öðrum hætti í þetta skiptið. „Platan er minna persónuleg, efnistökin í textunum eru ekki jafn persónuleg en samt eru þeir miklu meira ég. Síðasta plata var svolítið eins og ég í sparifötum, ljúfur og góður og svona eins og ég væri nýbyrjaður að deita stelpu. Á þessari plötu er ég kominn á það stig í sambandinu að ég er farinn úr sparifötunum og kannski farinn að leyfa mér að prumpa og svona.“ bergthora@frettabladid.is
Lífið Tónlist Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira