Bjó til plötu og börn 9. nóvember 2011 16:00 Ný nálgun Toggi segist ekki vera eins persónulegur í textagerð sinni á annarri plötunni. Hann bendir þeim sem kaupa plötuna ekki rafrænt á að hægt er að hafa samband við hann til að fá aðgang að tólf laga aukaplötu. Fréttablaðið/Anton Barneignir hafa tafið plötugerð hjá popparanum Togga. Fimm ár eru liðin frá síðustu plötu og strákarnir í hljómsveitinni hans hafa eignast sex börn á þeim tíma. Platan Wonderful Secrets kom út í vikunni. Fimm ár eru liðin frá því að Þorgrímur Haraldsson, Toggi, gaf út sína fyrstu plötu, Puppy, og nú á dögunum leit loks önnur plata listamannsins ljós. Sú heitir Wonderful Secrets og hefur að geyma alls 26 lög á tveimur plötum, annarri eingöngu rafrænni. Þeir sem kaupa geisladiskinn þurfa að hafa samband við Togga til að komast yfir rafrænu aukaplötuna. Toggi hefur ekki setið aðgerðalaus í millitíðinni, en hann hefur samið lög fyrir þekkta íslenska flytjendur og hlaut meðal annars Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir ofursmellinn Þú komst við hjartað í mér sem bæði Páll Óskar og Hjaltalín fluttu. Plata númer tvö var þó alltaf ofarlega í huga Togga, en mikil afköst á öðru sviði en í tónlistinni seinkuðu fæðingu hennar umtalsvert. „Við erum bara búnir að vera að eignast börn. Við erum fimm í hljómsveitinni og erum komnir með sex börn á þessum fimm árum,“ segir Toggi, sem sjálfur á tvö þessara barna. „Svo er þetta líka raunveruleiki íslenskra tónlistarmanna. Við erum allir í fullri vinnu og erum smámunasamir og höfum ekkert rosalega mikinn tíma. Við vinnum á daginn, erum með fjölskyldunni á kvöldin og þá höfum við eiginlega bara nóttina í tónlistina.“ Fyrsta plata Togga hlaut góðar viðtökur á sínum tíma og mikla spilun í útvarpi. Aðspurður segir hann nýju plötuna að mörgu leyti ólíka þeirri fyrstu. „Við ákváðum mjög snemma að vera ekki að festa okkur í því að platan þyrfti að vera ein samstæð heild. Við gáfum bara skít í það allt en það var eitthvað sem hafði skipti mig rosalega miklu máli með fyrstu plötuna. Mig langaði bara að gera eitthvað öðruvísi. Við tókum eiginlega allan kassagítar út en á fyrri plötunni heldur kassagítarinn flestum lögunum uppi. Í þetta sinn leyfðum við hverju lagi að hafa sinn karakter.“ Toggi semur alla textana á plötunni og segist hafa nálgast textagerðina með öðrum hætti í þetta skiptið. „Platan er minna persónuleg, efnistökin í textunum eru ekki jafn persónuleg en samt eru þeir miklu meira ég. Síðasta plata var svolítið eins og ég í sparifötum, ljúfur og góður og svona eins og ég væri nýbyrjaður að deita stelpu. Á þessari plötu er ég kominn á það stig í sambandinu að ég er farinn úr sparifötunum og kannski farinn að leyfa mér að prumpa og svona.“ bergthora@frettabladid.is Lífið Tónlist Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Barneignir hafa tafið plötugerð hjá popparanum Togga. Fimm ár eru liðin frá síðustu plötu og strákarnir í hljómsveitinni hans hafa eignast sex börn á þeim tíma. Platan Wonderful Secrets kom út í vikunni. Fimm ár eru liðin frá því að Þorgrímur Haraldsson, Toggi, gaf út sína fyrstu plötu, Puppy, og nú á dögunum leit loks önnur plata listamannsins ljós. Sú heitir Wonderful Secrets og hefur að geyma alls 26 lög á tveimur plötum, annarri eingöngu rafrænni. Þeir sem kaupa geisladiskinn þurfa að hafa samband við Togga til að komast yfir rafrænu aukaplötuna. Toggi hefur ekki setið aðgerðalaus í millitíðinni, en hann hefur samið lög fyrir þekkta íslenska flytjendur og hlaut meðal annars Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir ofursmellinn Þú komst við hjartað í mér sem bæði Páll Óskar og Hjaltalín fluttu. Plata númer tvö var þó alltaf ofarlega í huga Togga, en mikil afköst á öðru sviði en í tónlistinni seinkuðu fæðingu hennar umtalsvert. „Við erum bara búnir að vera að eignast börn. Við erum fimm í hljómsveitinni og erum komnir með sex börn á þessum fimm árum,“ segir Toggi, sem sjálfur á tvö þessara barna. „Svo er þetta líka raunveruleiki íslenskra tónlistarmanna. Við erum allir í fullri vinnu og erum smámunasamir og höfum ekkert rosalega mikinn tíma. Við vinnum á daginn, erum með fjölskyldunni á kvöldin og þá höfum við eiginlega bara nóttina í tónlistina.“ Fyrsta plata Togga hlaut góðar viðtökur á sínum tíma og mikla spilun í útvarpi. Aðspurður segir hann nýju plötuna að mörgu leyti ólíka þeirri fyrstu. „Við ákváðum mjög snemma að vera ekki að festa okkur í því að platan þyrfti að vera ein samstæð heild. Við gáfum bara skít í það allt en það var eitthvað sem hafði skipti mig rosalega miklu máli með fyrstu plötuna. Mig langaði bara að gera eitthvað öðruvísi. Við tókum eiginlega allan kassagítar út en á fyrri plötunni heldur kassagítarinn flestum lögunum uppi. Í þetta sinn leyfðum við hverju lagi að hafa sinn karakter.“ Toggi semur alla textana á plötunni og segist hafa nálgast textagerðina með öðrum hætti í þetta skiptið. „Platan er minna persónuleg, efnistökin í textunum eru ekki jafn persónuleg en samt eru þeir miklu meira ég. Síðasta plata var svolítið eins og ég í sparifötum, ljúfur og góður og svona eins og ég væri nýbyrjaður að deita stelpu. Á þessari plötu er ég kominn á það stig í sambandinu að ég er farinn úr sparifötunum og kannski farinn að leyfa mér að prumpa og svona.“ bergthora@frettabladid.is
Lífið Tónlist Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira