Tilnefnd til dönsku tónlistarverðlaunanna 3. nóvember 2011 09:00 Anna María Björnsdóttir hefur í nógu að snúast og hyggst taka upp plötu á Íslandi í byrjun næsta árs. „Þetta er ótrúlega skemmtilegt og mikil viðurkenning," segir Anna María Björnsdóttir, meðlimur norrænu spunahljómsveitarinnar IKI sem tilnefnd er til dönsku tónlistarverðlaunanna í flokki danskra djassraddlistamanna. Verðlaunin verða afhent í Kaupmannahöfn á laugardaginn við hátíðlega athöfn. IKI samanstendur af níu söngkonum frá fjórum norrænu landanna. Þær hafa hlotið mikla athygli fyrir nýstárlega nálgun sína á tónlistarsköpun og fengið lofsamlega dóma fyrir fyrstu plötu sína, sem kom út í júní. „Það eru engar reglur, það er aldrei neitt fyrir fram ákveðið þegar við byrjum að syngja. Allt verður til á staðnum og við vitum aldrei hvernig lögin verða. Það gerir þetta mjög spennandi og skemmtilegt." „Hljómsveitin var stofnuð fyrir tveimur árum hérna í Kaupmannahöfn. Þá vorum við allar í námi og höfðum sömu þrá eftir að gera eitthvað öðruvísi og prófa eitthvað nýtt með röddunum. Fljótlega varð til hljómsveit sem vildi halda áfram með þetta. Við spinnum alltaf alla tónlist. Platan varð til þannig, við vorum þrjá daga í hljóðveri og tókum upp sjö klukkustundir af tónlist. Svo völdum við tólf lög sem voru í uppáhaldi hjá okkur." Gestirnir sem mættu á útgáfutónleika hljómsveitarinnar hafa ef til vill orðið hissa þegar stúlkurnar fluttu ekki eitt einasta lag af plötunni sjálfri. „Við sungum heila tónleika en lögin af plötunni voru ekkert flutt, við flytjum hvert lag náttúrulega bara einu sinni. Svo var platan bara spiluð eftir tónleikana." Anna segir lögin verða misgóð, enda þurfi að vera rými fyrir mistök í spunatónlist. „Það er bara þannig sem þessi tónlist virkar að hún er eins og hún er í dag og verður öðruvísi á morgun, hún breytist sífellt. Við erum með eitt leynilag á plötunni sem sýnir að við höfum húmor fyrir því þegar við gerum eitthvað sem tekst ekki alveg – við verðum að hafa það." - bb Tónlist Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Þetta er ótrúlega skemmtilegt og mikil viðurkenning," segir Anna María Björnsdóttir, meðlimur norrænu spunahljómsveitarinnar IKI sem tilnefnd er til dönsku tónlistarverðlaunanna í flokki danskra djassraddlistamanna. Verðlaunin verða afhent í Kaupmannahöfn á laugardaginn við hátíðlega athöfn. IKI samanstendur af níu söngkonum frá fjórum norrænu landanna. Þær hafa hlotið mikla athygli fyrir nýstárlega nálgun sína á tónlistarsköpun og fengið lofsamlega dóma fyrir fyrstu plötu sína, sem kom út í júní. „Það eru engar reglur, það er aldrei neitt fyrir fram ákveðið þegar við byrjum að syngja. Allt verður til á staðnum og við vitum aldrei hvernig lögin verða. Það gerir þetta mjög spennandi og skemmtilegt." „Hljómsveitin var stofnuð fyrir tveimur árum hérna í Kaupmannahöfn. Þá vorum við allar í námi og höfðum sömu þrá eftir að gera eitthvað öðruvísi og prófa eitthvað nýtt með röddunum. Fljótlega varð til hljómsveit sem vildi halda áfram með þetta. Við spinnum alltaf alla tónlist. Platan varð til þannig, við vorum þrjá daga í hljóðveri og tókum upp sjö klukkustundir af tónlist. Svo völdum við tólf lög sem voru í uppáhaldi hjá okkur." Gestirnir sem mættu á útgáfutónleika hljómsveitarinnar hafa ef til vill orðið hissa þegar stúlkurnar fluttu ekki eitt einasta lag af plötunni sjálfri. „Við sungum heila tónleika en lögin af plötunni voru ekkert flutt, við flytjum hvert lag náttúrulega bara einu sinni. Svo var platan bara spiluð eftir tónleikana." Anna segir lögin verða misgóð, enda þurfi að vera rými fyrir mistök í spunatónlist. „Það er bara þannig sem þessi tónlist virkar að hún er eins og hún er í dag og verður öðruvísi á morgun, hún breytist sífellt. Við erum með eitt leynilag á plötunni sem sýnir að við höfum húmor fyrir því þegar við gerum eitthvað sem tekst ekki alveg – við verðum að hafa það." - bb
Tónlist Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira