Hita upp fyrir veigamestu jazzveislu Íslendinga erlendis 2. nóvember 2011 13:00 Gítarleikarinn Ómar hitar upp fyrir Barbican Center á Jazzklúbbnum Múlanum í kvöld. Hljómsveit gítarleikarans Ómars Guðjónssonar heldur tónleika á Jazzklúbbnum Múlanum í Norræna húsinu í kvöld. Tilefnið er að hita upp fyrir tónleika sveitarinnar á London Jazzfestival í næstu viku. Þar mun hljómsveitin koma fram ásamt þremur öðrum íslenskum böndum. „Við komum fram laugardaginn 12. nóvember á sviði sem verður tileinkað íslenskum tónum. Ásamt okkur leika Samúel Jón Samúelsson Big Band, Tríó Sunnu Gunnlaugsdóttur og Frelsissveit Hauks Gröndal," segir Ómar spenntur yfir komandi Bretlandsferð. Hann lofar jafnframt að rafmagnaður djass verði leikinn á Múlanum í kvöld. „Við erum með tvo trommuleikara og rafmagnsbassa, sem er ekki mjög algengt í djassi. Við hugsum svolítið út fyrir djassrammann." Íslensku jazzsveitirnar koma fram í Barbican Centre 12. nóvember þar sem íslenskur jazz mun hljóma samfleytt frá kl. 15 til 19. Þetta er í fyrsta skipti sem staðið er fyrir kynningu sem þessari á London Jazz Festival og án efa ein veigamesta jazzveisla sem Íslendingar hafa staðið fyrir erlendis. Verkefnið er tilkomið eftir þátttöku ÚTÓN og Jazzhátíðar Reykjavíkur í þýsku hátíðinni Jazzahead. Þar buðu forsvarsmenn London Jazz Festival ofangreindum listamönnum eftir að hafa heyrt tónlist þeirra og hitt þá í Þýskalandi. Af því tilefni kom ritstjóri Jazzwise á Jazzhátíð Reykjavíkur og í nýjasta tölublaði tímaritsins er mikil umfjöllun um íslenskan jazz og þá listamenn sem koma fram í London í blaðinu. Iceland Express og Sendiráð Íslands í London eru samstarfsaðilar verkefnisins. Anna Hildur Hildibrandsdóttir framkvæmdastjóri ÚTÓN segir ánægjulegt að sjá hversu mikill árangur og tengsl hafi náðst í fyrsta skipti sem ÚTÓN setti upp bás á Jazzahead. „Við munum halda áfram þessari kynningu og taka þátt í Jazzahead aftur á næsta ári. Þetta er greinilega ráðstefna sem skilar árangri sem skiptir máli." Pétur Grétarsson segir að með þessu hafi tekist að lenda einu mikilvægasta samstarfsverkefni sem Jazzhátíð Reykjavíkur hefur staðið fyrir en þetta er í fyrsta skipti sem formlegt samstarf af þessu tagi gengur eftir. Sveitirnar hita einnig upp fyrir London með jazzveislu í sal FÍH í Rauðagerði næstkomandi sunnudag klukkan 16. Tónlist Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hljómsveit gítarleikarans Ómars Guðjónssonar heldur tónleika á Jazzklúbbnum Múlanum í Norræna húsinu í kvöld. Tilefnið er að hita upp fyrir tónleika sveitarinnar á London Jazzfestival í næstu viku. Þar mun hljómsveitin koma fram ásamt þremur öðrum íslenskum böndum. „Við komum fram laugardaginn 12. nóvember á sviði sem verður tileinkað íslenskum tónum. Ásamt okkur leika Samúel Jón Samúelsson Big Band, Tríó Sunnu Gunnlaugsdóttur og Frelsissveit Hauks Gröndal," segir Ómar spenntur yfir komandi Bretlandsferð. Hann lofar jafnframt að rafmagnaður djass verði leikinn á Múlanum í kvöld. „Við erum með tvo trommuleikara og rafmagnsbassa, sem er ekki mjög algengt í djassi. Við hugsum svolítið út fyrir djassrammann." Íslensku jazzsveitirnar koma fram í Barbican Centre 12. nóvember þar sem íslenskur jazz mun hljóma samfleytt frá kl. 15 til 19. Þetta er í fyrsta skipti sem staðið er fyrir kynningu sem þessari á London Jazz Festival og án efa ein veigamesta jazzveisla sem Íslendingar hafa staðið fyrir erlendis. Verkefnið er tilkomið eftir þátttöku ÚTÓN og Jazzhátíðar Reykjavíkur í þýsku hátíðinni Jazzahead. Þar buðu forsvarsmenn London Jazz Festival ofangreindum listamönnum eftir að hafa heyrt tónlist þeirra og hitt þá í Þýskalandi. Af því tilefni kom ritstjóri Jazzwise á Jazzhátíð Reykjavíkur og í nýjasta tölublaði tímaritsins er mikil umfjöllun um íslenskan jazz og þá listamenn sem koma fram í London í blaðinu. Iceland Express og Sendiráð Íslands í London eru samstarfsaðilar verkefnisins. Anna Hildur Hildibrandsdóttir framkvæmdastjóri ÚTÓN segir ánægjulegt að sjá hversu mikill árangur og tengsl hafi náðst í fyrsta skipti sem ÚTÓN setti upp bás á Jazzahead. „Við munum halda áfram þessari kynningu og taka þátt í Jazzahead aftur á næsta ári. Þetta er greinilega ráðstefna sem skilar árangri sem skiptir máli." Pétur Grétarsson segir að með þessu hafi tekist að lenda einu mikilvægasta samstarfsverkefni sem Jazzhátíð Reykjavíkur hefur staðið fyrir en þetta er í fyrsta skipti sem formlegt samstarf af þessu tagi gengur eftir. Sveitirnar hita einnig upp fyrir London með jazzveislu í sal FÍH í Rauðagerði næstkomandi sunnudag klukkan 16.
Tónlist Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira