Gagnrýni

Esmerine á Iceland Airwaves: Hörpufjör í Hörpu

Esmerine sver sig í ætt við ýmsar síðrokksveitir og indíbönd frá Kanada.
Esmerine sver sig í ætt við ýmsar síðrokksveitir og indíbönd frá Kanada.
Esmerine. Kaldalón í Hörpu. Montreal-bandið Esmerine hreif áhorfendur með sér um leið og sveitin hóf leik. Tónlist sveitarinnar er að mestu leikin á selló, hörpu og ýmis ásláttarhljóðfæri, til að mynda sílafón, og sver sig í ætt við ýmsar síðrokksveitir og indíbönd frá Kanada. Lög sveitarinnar eru löng og kaflaskipt; mörg hver þrælflott en það er ekki mikið stuð í þeim. Patrick Watson, gamall kunningi Airwaves-hátíðarinnar, spilaði á píanó og söng í tveimur lögum. Þá bættist auk þess gítarleikari í hópinn. Um leið og lögin fengu þennan aukna kraft tók sveitin flugið og hápunkti tónleikanna var náð.-hdm





Fleiri fréttir

Sjá meira


×