Pistillinn: Aðallinn í heimsókn hjá kónginum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. október 2011 09:00 Alex Ferguson og Kenny Dalglish. Mynd/Nordic Photos/Getty „Til að vinna hér þarftu að standast mikla pressu, komast yfir margar hindranir og mátt ekki setja út á ákvarðanir dómarans. Ögranirnar og hótanirnar sem hann þarf að líða eru með ólíkindum. Það þarf kraftaverk til þess að vinna hér,“ sagði hundfúll en unglegur Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, að loknu 3-3 jafntefli gegn Liverpool á Anfield árið 1988. Ferguson taldi ákvarðanir dómarans hafa kostað lið sitt sigur á erkifjendunum sem voru í sérflokki. Kollegi hans hjá Liverpool, Kenny Dalglish, hafði á þessum tíma litlar áhyggjur af United sem keppinauti. Sálfræðistríð við Ferguson var óþarft og fyrir neðan hans virðingu. Með dóttur sína í fanginu gerði hann grín að Ferguson: „Þið fengjuð skynsamlegri svör frá sex vikna dóttur minni, henni Lauren.“ Kenny Dalglish, kóngurinn í Liverpool, hefur gert lítið úr mikilvægi leiks dagsins gegn United. Þrjú stig séu í boði eins og venjulega. Einvígi Dalglish og Ferguson á sér þó svo langa sögu að óhætt er að fullyrða að meira sé undir en stigin þrjú. Allt frá því Ferguson, þáverandi landsliðsþjálfari Skota, sakaði Dalglish, helstu stjörnu Skota, um að gera sér upp meiðsli til að sleppa við HM 1986 hefur andað köldu milli Skotanna. Ekki bætti úr skák þegar Roy Keane tilkynnti öskuillum Dalglish að hann ætlaði að ganga til liðs við United en ekki Blackburn árið 1993. Keane hafði samið munnlega við Blackburn og aðeins átti eftir að skrifa undir þegar Ferguson hringdi óvænt í Keane og fékk hann til þess að skipta um skoðun. Síðast sauð upp úr milli Dalglish og Ferguson að loknum leik United gegn Benfica í Meistaradeildinni í september. Þar var reyndar á ferðinni fréttamaðurinn Kelly Dalglish, dóttir kóngsins, sem vafalítið frétti af atvikinu. „Mesta áskorun mín var að fella Liverpool af helvítis stallinum,“ sagði Ferguson í viðtali árið 2002. Hann fer ekki leynt með þá skoðun sína að leikirnir séu stærstu leikir ársins í enska boltanum. Því geta fáir mótmælt. Pistillinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
„Til að vinna hér þarftu að standast mikla pressu, komast yfir margar hindranir og mátt ekki setja út á ákvarðanir dómarans. Ögranirnar og hótanirnar sem hann þarf að líða eru með ólíkindum. Það þarf kraftaverk til þess að vinna hér,“ sagði hundfúll en unglegur Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, að loknu 3-3 jafntefli gegn Liverpool á Anfield árið 1988. Ferguson taldi ákvarðanir dómarans hafa kostað lið sitt sigur á erkifjendunum sem voru í sérflokki. Kollegi hans hjá Liverpool, Kenny Dalglish, hafði á þessum tíma litlar áhyggjur af United sem keppinauti. Sálfræðistríð við Ferguson var óþarft og fyrir neðan hans virðingu. Með dóttur sína í fanginu gerði hann grín að Ferguson: „Þið fengjuð skynsamlegri svör frá sex vikna dóttur minni, henni Lauren.“ Kenny Dalglish, kóngurinn í Liverpool, hefur gert lítið úr mikilvægi leiks dagsins gegn United. Þrjú stig séu í boði eins og venjulega. Einvígi Dalglish og Ferguson á sér þó svo langa sögu að óhætt er að fullyrða að meira sé undir en stigin þrjú. Allt frá því Ferguson, þáverandi landsliðsþjálfari Skota, sakaði Dalglish, helstu stjörnu Skota, um að gera sér upp meiðsli til að sleppa við HM 1986 hefur andað köldu milli Skotanna. Ekki bætti úr skák þegar Roy Keane tilkynnti öskuillum Dalglish að hann ætlaði að ganga til liðs við United en ekki Blackburn árið 1993. Keane hafði samið munnlega við Blackburn og aðeins átti eftir að skrifa undir þegar Ferguson hringdi óvænt í Keane og fékk hann til þess að skipta um skoðun. Síðast sauð upp úr milli Dalglish og Ferguson að loknum leik United gegn Benfica í Meistaradeildinni í september. Þar var reyndar á ferðinni fréttamaðurinn Kelly Dalglish, dóttir kóngsins, sem vafalítið frétti af atvikinu. „Mesta áskorun mín var að fella Liverpool af helvítis stallinum,“ sagði Ferguson í viðtali árið 2002. Hann fer ekki leynt með þá skoðun sína að leikirnir séu stærstu leikir ársins í enska boltanum. Því geta fáir mótmælt.
Pistillinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira