Boða breytingar á evrusvæði 10. október 2011 03:00 Sarkozy og Merkel segja að nánar verði gert grein fyrir samkomulagi um endurfjármögnun bankakerfis evrusvæðisins í lok mánaðarins.nordicphotos/afp Angela Merkel og Nicolas Sarkozy, leiðtogar Þýskalands og Frakklands, munu mæla fyrir „mikilvægum breytingum“ á stjórnun evrusvæðisins. Þetta kom fram á sameiginlegum blaðamannafundi Merkel og Sarkozy eftir fund þeirra um skuldavanda evruríkjanna í Berlín í gær. Leiðtogarnir sögðust einnig hafa náð samkomulagi um endurfjármögnun bankakerfis evrusvæðisins, sem fæli í sér alþjóðlega lausn, en jafnframt að samkomulagið yrði ekki kynnt nánar fyrr en í lok október. Hingað til hafa Frakkar viljað nota neyðarsjóð evruríkjanna til að endurfjármagna franska banka. Þjóðverjar hafa hins vegar einungis viljað nota sjóðinn í algjörri neyð, en talið er að hundrað til tvö hundruð milljarða evra þurfi til að endurfjármagna evrópska banka. Aukin samþætting evru-svæðisins er mikilvæg að sögn Sarkozy. Merkel segir eitt helsta markmiðið að koma á nánara og meira skuldbindandi samstarfi meðal ríkja á evru-svæðinu svo hægt sé að komast hjá umframeyðslu. Nauðsynlegt sé að lausn finnist á þeim vandamálum sem steðja að Evrópu fyrir fund helstu leiðtoga Evrópu í Brussel síðar í mánuðinum. Einnig er talið að leiðtogarnir hafi rætt skuldavanda Grikklands og málefni fransk-belgíska bankans Dexia á fundi sínum. Fyrr um daginn höfðu stjórnvöld í Belgíu, Frakklandi og Lúxemborg tilkynnt að samkomulag hefði náðst um að skipta bankanum upp, en hann er fyrsta fórnarlamb skuldakreppunnar á evrusvæðinu. Í sameiginlegri yfirlýsingu forsætisráðherra ríkjanna kom fram að samkomulagið yrði lagt fyrir stjórn Dexia til samþykktar, en stjórn bankans átti að funda seint í gær. kjartan@frettabladid.is Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Angela Merkel og Nicolas Sarkozy, leiðtogar Þýskalands og Frakklands, munu mæla fyrir „mikilvægum breytingum“ á stjórnun evrusvæðisins. Þetta kom fram á sameiginlegum blaðamannafundi Merkel og Sarkozy eftir fund þeirra um skuldavanda evruríkjanna í Berlín í gær. Leiðtogarnir sögðust einnig hafa náð samkomulagi um endurfjármögnun bankakerfis evrusvæðisins, sem fæli í sér alþjóðlega lausn, en jafnframt að samkomulagið yrði ekki kynnt nánar fyrr en í lok október. Hingað til hafa Frakkar viljað nota neyðarsjóð evruríkjanna til að endurfjármagna franska banka. Þjóðverjar hafa hins vegar einungis viljað nota sjóðinn í algjörri neyð, en talið er að hundrað til tvö hundruð milljarða evra þurfi til að endurfjármagna evrópska banka. Aukin samþætting evru-svæðisins er mikilvæg að sögn Sarkozy. Merkel segir eitt helsta markmiðið að koma á nánara og meira skuldbindandi samstarfi meðal ríkja á evru-svæðinu svo hægt sé að komast hjá umframeyðslu. Nauðsynlegt sé að lausn finnist á þeim vandamálum sem steðja að Evrópu fyrir fund helstu leiðtoga Evrópu í Brussel síðar í mánuðinum. Einnig er talið að leiðtogarnir hafi rætt skuldavanda Grikklands og málefni fransk-belgíska bankans Dexia á fundi sínum. Fyrr um daginn höfðu stjórnvöld í Belgíu, Frakklandi og Lúxemborg tilkynnt að samkomulag hefði náðst um að skipta bankanum upp, en hann er fyrsta fórnarlamb skuldakreppunnar á evrusvæðinu. Í sameiginlegri yfirlýsingu forsætisráðherra ríkjanna kom fram að samkomulagið yrði lagt fyrir stjórn Dexia til samþykktar, en stjórn bankans átti að funda seint í gær. kjartan@frettabladid.is
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira