Magnaður Mugison Kristján Hjálmarsson skrifar 4. október 2011 12:30 Eitt af helstu einkennum Mugisons á tónleikum er það afslappaða andrúmsloft sem hann nær að skapa. Tónleikar. Mugison. Fríkirkjan í Reykjavík 1. október. Það var fullt út úr dyrum þegar Mugison fagnaði útkomu plötu sinnar Haglél, í Fríkirkjunni í Reykjavík á laugardaginn var. Það hefur ríkt mikil spenna hjá aðdáendum kappans fyrir plötunni enda í fyrsta skipti sem hann gefur út plötu þar sem eingöngu er sungið á íslensku. Spennan í kirkjunni var líka orðin vel rafmögnuð þegar Mugison steig loks á svið eftir töluverða seinkun, með barðastóran hatt og sítt skegg svo hann minnti einna helst á Amish-mann frá Pennsylvaníu. Eitt af helstu einkennum Mugisons á tónleikum er það afslappaða andrúmsloft sem hann nær að skapa og það einstaka samband sem hann nær við tónleikagesti. Laugardagurinn var engin undantekning þar á. Hann lét það ekki á sig fá þótt hann myndi ekki alla texta, stoppaði bara í miðju lagi og fékk textablað lánað frá gesti úti í sal, svaraði fullri frænku sem gjammaði fram í á milli laga og lét gesti syngja með í laginu um Gúanóstelpuna. Hljómsveitin stóð sig frábærlega, jafnvel þótt Pétur Ben hafi verið fjarri góðu gamni, vel studd af Rúnu og HD-kórnum. Hápunktur tónleikanna var lagið Ljósvíkingur sem Mugison hafði áður gefið út með Hjálmum. Í þetta skiptið naut hann liðsinnis Fjallabræðra, karlakórsins að vestan, sem stillti sér upp fyrir framan kórinn og söng kórusinn í laginu við gítarspil Halldórs kórstjóra. Þegar líða fór að lokum lagsins labbaði Mugison út kirkjugólfið, kvaddi með því að veifa hattinum og skildi eftir yfir sig ánægða tónleikagesti – með gæsahúð. Niðurstaða: Magnaðir tónleikar með Mugison. Allt til fyrirmyndar, lögin, hljómsveitin og tónleikagestir. Hápunkturinn þegar Mugison söng um Ljósvíkinginn með Fjallabræðrum. Mest lesið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Tónleikar. Mugison. Fríkirkjan í Reykjavík 1. október. Það var fullt út úr dyrum þegar Mugison fagnaði útkomu plötu sinnar Haglél, í Fríkirkjunni í Reykjavík á laugardaginn var. Það hefur ríkt mikil spenna hjá aðdáendum kappans fyrir plötunni enda í fyrsta skipti sem hann gefur út plötu þar sem eingöngu er sungið á íslensku. Spennan í kirkjunni var líka orðin vel rafmögnuð þegar Mugison steig loks á svið eftir töluverða seinkun, með barðastóran hatt og sítt skegg svo hann minnti einna helst á Amish-mann frá Pennsylvaníu. Eitt af helstu einkennum Mugisons á tónleikum er það afslappaða andrúmsloft sem hann nær að skapa og það einstaka samband sem hann nær við tónleikagesti. Laugardagurinn var engin undantekning þar á. Hann lét það ekki á sig fá þótt hann myndi ekki alla texta, stoppaði bara í miðju lagi og fékk textablað lánað frá gesti úti í sal, svaraði fullri frænku sem gjammaði fram í á milli laga og lét gesti syngja með í laginu um Gúanóstelpuna. Hljómsveitin stóð sig frábærlega, jafnvel þótt Pétur Ben hafi verið fjarri góðu gamni, vel studd af Rúnu og HD-kórnum. Hápunktur tónleikanna var lagið Ljósvíkingur sem Mugison hafði áður gefið út með Hjálmum. Í þetta skiptið naut hann liðsinnis Fjallabræðra, karlakórsins að vestan, sem stillti sér upp fyrir framan kórinn og söng kórusinn í laginu við gítarspil Halldórs kórstjóra. Þegar líða fór að lokum lagsins labbaði Mugison út kirkjugólfið, kvaddi með því að veifa hattinum og skildi eftir yfir sig ánægða tónleikagesti – með gæsahúð. Niðurstaða: Magnaðir tónleikar með Mugison. Allt til fyrirmyndar, lögin, hljómsveitin og tónleikagestir. Hápunkturinn þegar Mugison söng um Ljósvíkinginn með Fjallabræðrum.
Mest lesið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira