Gagn og gaman Steinunn Stefánsdóttir skrifar 1. október 2011 11:00 Það er vissulega sláandi mynd af lestrarkunnáttu unglinga sem birtist í skýrslu starfshóps á vegum Reykjavíkurborgar um úrræði sem stuðla að auknum námsárangri drengja í grunnskólum. Nærri fjórðungur fimmtán ára pilta í grunnskólum borgarinnar les sér ekki til gagns og það sama á við um tæplega 10 prósent jafnaldra stúlkna. Þessi ungmenni hafa flest hver tök á þeirri tækni sem er undirstaða lestrar, þ.e. geta raðað bókstöfum saman í orð, en tekst ekki að sækja sér þann fróðleik eða skemmtun sem textinn býður upp á. Það er freistandi og auðvitað alls ekki út í hött að velta því fyrir sér hvað megi betur fara í skólunum. Hvers vegna tekst ekki að kenna börnunum að lesa þannig að þau hafi af því gagn, og einnig gleði sem kannski er ekki minna um vert. Fram hefur komið að lestrarkennsla hefur þróast talsvert undanfarinn tæpan áratug. Ungmennin sem þessar tölur eiga við um nutu ekki þeirrar þróunar, þannig að ætla má að árangur þeirra barna sem á eftir koma verði betri. Hitt er svo annað að þegar fjallað er um lestrarkunnáttu barna og ungmenna og getu þeirra til að hafa gagn og gaman af því sem þau lesa á ekki og má ekki líta framhjá því sem gerist á heimilum barnanna. Allir vita hversu miklu skiptir að lesa upphátt fyrir börn. Það eflir ekki bara málþroska þeirra heldur býr þau undir lestrarnám. Sömuleiðis skiptir máli að tala saman um það sem lesið er; gefa barninu kost á að deila reynslu sinni af lestrinum með öðrum. En það er kannski ekki alveg nóg. Foreldrar eru framan af ævi aðalfyrirmyndir barna sinna og það skiptir miklu máli að þeir hafi lestur fyrir börnum sínum. Börn sem búa við að fullorðið fólk í kringum þau lesi og tali saman um það sem það les eða upplifir í lestri hljóta að öllum jafnaði að vera líklegri til að hafa áhuga á að kynnast þeim heimi sem býr bak við stafina en þau börn sem hafa ekkert slíkt fyrir sér í sínu daglega lífi. Áreiti á börn er vissulega meira nú, þegar möguleikarnir á dægradvöl eru mun fleiri en þeir voru bara fyrir fáeinum áratugum þegar lestur bóka og blaða var dægradvöl sem lá mun betur við en nú. Barnaefni má finna í sjónvarpi daginn langan og flest börn hafa aðgang að margs konar tölvuspilum sem vissulega krefjast mörg talsverðrar einbeitingar en yfirleitt engrar lestrarkunnáttu. Lestur og lesskilningur er sem fyrr lykillinn að allri þekkingu og þannig grundvallarþáttur í því að vera upplýstur. Nú þegar afþreyingin sem hafa má af lestri vegur ekki eins þungt og áður hlýtur að reyna meira bæði á heimili og skóla að kynna börnum þann heim sem opnast með lestrarkunnáttu og gera lesturinn eftirsóknarverðan, og þá ekki síst piltum, sem standa jú mun verr en stúlkurnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun
Það er vissulega sláandi mynd af lestrarkunnáttu unglinga sem birtist í skýrslu starfshóps á vegum Reykjavíkurborgar um úrræði sem stuðla að auknum námsárangri drengja í grunnskólum. Nærri fjórðungur fimmtán ára pilta í grunnskólum borgarinnar les sér ekki til gagns og það sama á við um tæplega 10 prósent jafnaldra stúlkna. Þessi ungmenni hafa flest hver tök á þeirri tækni sem er undirstaða lestrar, þ.e. geta raðað bókstöfum saman í orð, en tekst ekki að sækja sér þann fróðleik eða skemmtun sem textinn býður upp á. Það er freistandi og auðvitað alls ekki út í hött að velta því fyrir sér hvað megi betur fara í skólunum. Hvers vegna tekst ekki að kenna börnunum að lesa þannig að þau hafi af því gagn, og einnig gleði sem kannski er ekki minna um vert. Fram hefur komið að lestrarkennsla hefur þróast talsvert undanfarinn tæpan áratug. Ungmennin sem þessar tölur eiga við um nutu ekki þeirrar þróunar, þannig að ætla má að árangur þeirra barna sem á eftir koma verði betri. Hitt er svo annað að þegar fjallað er um lestrarkunnáttu barna og ungmenna og getu þeirra til að hafa gagn og gaman af því sem þau lesa á ekki og má ekki líta framhjá því sem gerist á heimilum barnanna. Allir vita hversu miklu skiptir að lesa upphátt fyrir börn. Það eflir ekki bara málþroska þeirra heldur býr þau undir lestrarnám. Sömuleiðis skiptir máli að tala saman um það sem lesið er; gefa barninu kost á að deila reynslu sinni af lestrinum með öðrum. En það er kannski ekki alveg nóg. Foreldrar eru framan af ævi aðalfyrirmyndir barna sinna og það skiptir miklu máli að þeir hafi lestur fyrir börnum sínum. Börn sem búa við að fullorðið fólk í kringum þau lesi og tali saman um það sem það les eða upplifir í lestri hljóta að öllum jafnaði að vera líklegri til að hafa áhuga á að kynnast þeim heimi sem býr bak við stafina en þau börn sem hafa ekkert slíkt fyrir sér í sínu daglega lífi. Áreiti á börn er vissulega meira nú, þegar möguleikarnir á dægradvöl eru mun fleiri en þeir voru bara fyrir fáeinum áratugum þegar lestur bóka og blaða var dægradvöl sem lá mun betur við en nú. Barnaefni má finna í sjónvarpi daginn langan og flest börn hafa aðgang að margs konar tölvuspilum sem vissulega krefjast mörg talsverðrar einbeitingar en yfirleitt engrar lestrarkunnáttu. Lestur og lesskilningur er sem fyrr lykillinn að allri þekkingu og þannig grundvallarþáttur í því að vera upplýstur. Nú þegar afþreyingin sem hafa má af lestri vegur ekki eins þungt og áður hlýtur að reyna meira bæði á heimili og skóla að kynna börnum þann heim sem opnast með lestrarkunnáttu og gera lesturinn eftirsóknarverðan, og þá ekki síst piltum, sem standa jú mun verr en stúlkurnar.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun