Gölluð vara úr góðu efni Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. september 2011 21:00 Inside Lara Roxx kvikmynd Bíó. Inside Lara Roxx. Leikstjóri: Mia Donovan. Sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Lara Roxx er fyrrverandi vandræðaunglingur sem fluttist frá Kanada til Kaliforníu og lék í klámmyndum til að framfleyta sér. Eftir að hafa leikið í fáeinum myndum smitaðist hún af HIV-veirunni, en hún var ein þriggja kvenna sem smituðust af sama karlinum. Öll léku þau í klámmyndum. Í Inside Lara Roxx fylgjumst við með baráttu stúlkunnar við sjúkdóminn, en auk þess að vera HIV-smituð glímir hún við geðræna kvilla og eiturlyfjafíkn. Lara fellur ekki inn í staðalmynd „klámstjörnunnar". Hún er langt frá því að vera heimsk, er með skakkar tennur og virðist ekki hafa látið breyta sér líkamlega. En hún hefur tekið slæmar ákvarðanir og verður nú að laga líf sitt að afleiðingunum. Þessi sæmilega heimildarmynd gefur áhorfandanum innsýn í líf þessarar ólánsömu konu en hvergi er kafað sérlega djúpt. Myndatakan er augunum erfið á köflum og „sögumennska" konunnar á bak við myndavélina er handahófskennd og þurr. Ég verð þó að hrósa myndinni fyrir það að fara ekki auðveldustu leiðina, sem væri að kæfa áhorfandann í dramatískri tilgerð. Efnið býður upp á það en leikstýran hefur vit á því að gera það ekki. Niðurstaða: Umfjöllunarefnið er áhugavert en framkvæmdin ófullnægjandi. Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Bíó. Inside Lara Roxx. Leikstjóri: Mia Donovan. Sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Lara Roxx er fyrrverandi vandræðaunglingur sem fluttist frá Kanada til Kaliforníu og lék í klámmyndum til að framfleyta sér. Eftir að hafa leikið í fáeinum myndum smitaðist hún af HIV-veirunni, en hún var ein þriggja kvenna sem smituðust af sama karlinum. Öll léku þau í klámmyndum. Í Inside Lara Roxx fylgjumst við með baráttu stúlkunnar við sjúkdóminn, en auk þess að vera HIV-smituð glímir hún við geðræna kvilla og eiturlyfjafíkn. Lara fellur ekki inn í staðalmynd „klámstjörnunnar". Hún er langt frá því að vera heimsk, er með skakkar tennur og virðist ekki hafa látið breyta sér líkamlega. En hún hefur tekið slæmar ákvarðanir og verður nú að laga líf sitt að afleiðingunum. Þessi sæmilega heimildarmynd gefur áhorfandanum innsýn í líf þessarar ólánsömu konu en hvergi er kafað sérlega djúpt. Myndatakan er augunum erfið á köflum og „sögumennska" konunnar á bak við myndavélina er handahófskennd og þurr. Ég verð þó að hrósa myndinni fyrir það að fara ekki auðveldustu leiðina, sem væri að kæfa áhorfandann í dramatískri tilgerð. Efnið býður upp á það en leikstýran hefur vit á því að gera það ekki. Niðurstaða: Umfjöllunarefnið er áhugavert en framkvæmdin ófullnægjandi.
Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira