Mýkri og mildari Mugison Trausti Júlíusson skrifar 29. september 2011 11:00 Syngur á íslensku Mugison er í meiri poppgír á Hagléli en á síðustu breiðskífu. Fréttablaðið/HAG Haglél er fyrsta plata Mugisons síðan Mugiboogie kom út fyrir fjórum árum, ef frá er talin stúdíótónleikaplatan Ítrekun sem hafði að geyma nýjar útgáfur af gömlum lögum. Síðustu tvær plötur Mugisons með nýju efni, Mugimama is this Monkey Music? og Mugiboogie, voru meistaraverk og eru báðar á meðal bestu íslensku platnanna síðustu ár. Það var þess vegna kannski ekki auðvelt verk að fylgja þeim eftir. En Mugison kemst prýðilega frá því á nýju plötunni. Það eru ellefu lög á Hagléli og ólíkt fyrri plötunum þá eru þau öll sungin á íslensku. Þrjú hafa komið út áður. Gúanó stelpan var samið af Mugison og Rúnu ásamt Ragnari Kjartanssyni fyrir Aldrei fór ég suður, Ljósvíkingur var samvinnuverkefni Mugisons og Hjálma og Stolin Stef söng Mugison með Ragnheiði Gröndal á plötu Tómasar R. Einarssonar, Trúnó. Þessi lög eru samt öll í nýjum búningi hér og flutt án aðkomu annarra söngvara.Plötukápa Hagléls.Það er auðheyrt á Hagléli að Mugison hefur ekki ætlað að gera aðra Mugiboogie. Áferðin á nýju plötunni er mýkri og mildari. Lögin eru mörg á hægara tempói og hljómurinn er poppaðri. Það þekkja allir landsmenn Stingum af sem er eitt af lögum ársins og nær að vera í senn ferskt og hljóma eins og gamalt sígilt dægurlag. Það eru mörg önnur fín lög á plötunni. Titillagið er t.d. kassagítar og banjólag með grípandi gítarstefjum og viðlagi og upphafslagið Klettur er popplag skreytt með flottum hljóðfæraleik, m.a. gítarleik Björgvins Gíslasonar. Stolin Stef kemur líka sérstaklega vel út í þessari nýju útsetningu. Lögin eru samt ekki öll poppuð. Eitt besta lagið á plötunni, Þjóðarsálin, er t.d. hrjúfur blús sem minnir á Tom Waits og Áfall er rokkari þó að poppaðar bakraddir setji svip á það. Það er margt mjög vel gert á Hagléli. Útsetningarnar eru lifandi og koma oft á óvart og flutningurinn er fyrsta flokks. Auk hljómsveitar Mugisons, sem Davíð Þór Jónsson, Guðni Finnsson og Arnar Þór Gíslason skipa, koma ýmsir aðrir við sögu, t.d. Ómar Guðjónsson gítarleikari og Kjartan Hákonarson sem spilar á trompetinn í Stingum af. Þá raddar Mugitengdadóttirin Rúna víða á plötunni, en bakraddirnar eru eitt af því sem setur svip á hana. Haglél er ekki jafn sterk heild og síðustu tvær plötur, en þetta er samt fjandi góð plata. Mugison staðfestir að hann er einstakur flytjandi og hörku lagasmiður. Það er líka gaman að hann skuli vera farinn að syngja á íslensku. Textarnir gera mikið fyrir plötuna. Það þarf líka að minnast á umslagið sem er óvenjulegt og flott eins og fyrri daginn hjá Mugison. Á heildina litið er Haglél fín plata sem ætti að gleðja gömlu aðdáendurna og afla þessum afburðamanni í íslensku tónlistarlífi nýrra.Niðurstaða: Það eru minni læti á Hagléli en oft áður hjá Mugison, en frábær flutningur og fullt af góðum lagasmíðum. Tónlistargagnrýni Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Haglél er fyrsta plata Mugisons síðan Mugiboogie kom út fyrir fjórum árum, ef frá er talin stúdíótónleikaplatan Ítrekun sem hafði að geyma nýjar útgáfur af gömlum lögum. Síðustu tvær plötur Mugisons með nýju efni, Mugimama is this Monkey Music? og Mugiboogie, voru meistaraverk og eru báðar á meðal bestu íslensku platnanna síðustu ár. Það var þess vegna kannski ekki auðvelt verk að fylgja þeim eftir. En Mugison kemst prýðilega frá því á nýju plötunni. Það eru ellefu lög á Hagléli og ólíkt fyrri plötunum þá eru þau öll sungin á íslensku. Þrjú hafa komið út áður. Gúanó stelpan var samið af Mugison og Rúnu ásamt Ragnari Kjartanssyni fyrir Aldrei fór ég suður, Ljósvíkingur var samvinnuverkefni Mugisons og Hjálma og Stolin Stef söng Mugison með Ragnheiði Gröndal á plötu Tómasar R. Einarssonar, Trúnó. Þessi lög eru samt öll í nýjum búningi hér og flutt án aðkomu annarra söngvara.Plötukápa Hagléls.Það er auðheyrt á Hagléli að Mugison hefur ekki ætlað að gera aðra Mugiboogie. Áferðin á nýju plötunni er mýkri og mildari. Lögin eru mörg á hægara tempói og hljómurinn er poppaðri. Það þekkja allir landsmenn Stingum af sem er eitt af lögum ársins og nær að vera í senn ferskt og hljóma eins og gamalt sígilt dægurlag. Það eru mörg önnur fín lög á plötunni. Titillagið er t.d. kassagítar og banjólag með grípandi gítarstefjum og viðlagi og upphafslagið Klettur er popplag skreytt með flottum hljóðfæraleik, m.a. gítarleik Björgvins Gíslasonar. Stolin Stef kemur líka sérstaklega vel út í þessari nýju útsetningu. Lögin eru samt ekki öll poppuð. Eitt besta lagið á plötunni, Þjóðarsálin, er t.d. hrjúfur blús sem minnir á Tom Waits og Áfall er rokkari þó að poppaðar bakraddir setji svip á það. Það er margt mjög vel gert á Hagléli. Útsetningarnar eru lifandi og koma oft á óvart og flutningurinn er fyrsta flokks. Auk hljómsveitar Mugisons, sem Davíð Þór Jónsson, Guðni Finnsson og Arnar Þór Gíslason skipa, koma ýmsir aðrir við sögu, t.d. Ómar Guðjónsson gítarleikari og Kjartan Hákonarson sem spilar á trompetinn í Stingum af. Þá raddar Mugitengdadóttirin Rúna víða á plötunni, en bakraddirnar eru eitt af því sem setur svip á hana. Haglél er ekki jafn sterk heild og síðustu tvær plötur, en þetta er samt fjandi góð plata. Mugison staðfestir að hann er einstakur flytjandi og hörku lagasmiður. Það er líka gaman að hann skuli vera farinn að syngja á íslensku. Textarnir gera mikið fyrir plötuna. Það þarf líka að minnast á umslagið sem er óvenjulegt og flott eins og fyrri daginn hjá Mugison. Á heildina litið er Haglél fín plata sem ætti að gleðja gömlu aðdáendurna og afla þessum afburðamanni í íslensku tónlistarlífi nýrra.Niðurstaða: Það eru minni læti á Hagléli en oft áður hjá Mugison, en frábær flutningur og fullt af góðum lagasmíðum.
Tónlistargagnrýni Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira