Myndræn og melódísk Trausti Júlíusson skrifar 27. september 2011 20:00 Tónlist. Gilsbakki. Skurken. Skurken er listamannsnafn Jóhanns Ómarssonar, en hann hefur verið að búa til raftónlist undanfarinn áratug hið minnsta. Gilsbakki er þriðja sólóplatan hans og kemur út hjá íslensku raftónlistarútgáfunni Möller Records sem Jóhann rekur ásamt Árna Grétari, öðru nafni Futuregrapher. Gilsbakki er þrettán laga plata. Hún er nokkuð fjölbreytt og á henni má heyra að Skurken sækir áhrif vítt og breitt í raftónlist og tölvupopp síðustu áratuga, meðal annars til listamanna Warp-útgáfunnar og trommu- og bassatónlistarinnar. Tónlist Skurken er myndræn og stemningsfull. Hann hefur gott eyra fyrir melódíu og dálæti á góðum hljómi, en þessi tvö atriði einkenna flest lögin á Gilsbakka. Annars eru þau hvert með sínu sniði. Upphafslagið Römer (Harry Klein) er hljómfagurt og dýnamískt með rólegum takti (sjá má myndbandið við lagið hér fyrir ofan), Klókindi er hratt og órólegt á meðan Weltschmerz sumar er ofureinfalt, ljúft og melódískt. Á heildina litið er Gilsbakki flott plata og enn ein sönnun þess að íslensk raftónlist er við góða heilsu. Tónlistaráhugamenn, sem hafa ekki enn gefið þessari tónlistartegund gaum, ættu að tékka á Gilsbakka. Niðurstaða: Fjölbreytt og vel útfærð raftónlistarplata. Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Tónlist. Gilsbakki. Skurken. Skurken er listamannsnafn Jóhanns Ómarssonar, en hann hefur verið að búa til raftónlist undanfarinn áratug hið minnsta. Gilsbakki er þriðja sólóplatan hans og kemur út hjá íslensku raftónlistarútgáfunni Möller Records sem Jóhann rekur ásamt Árna Grétari, öðru nafni Futuregrapher. Gilsbakki er þrettán laga plata. Hún er nokkuð fjölbreytt og á henni má heyra að Skurken sækir áhrif vítt og breitt í raftónlist og tölvupopp síðustu áratuga, meðal annars til listamanna Warp-útgáfunnar og trommu- og bassatónlistarinnar. Tónlist Skurken er myndræn og stemningsfull. Hann hefur gott eyra fyrir melódíu og dálæti á góðum hljómi, en þessi tvö atriði einkenna flest lögin á Gilsbakka. Annars eru þau hvert með sínu sniði. Upphafslagið Römer (Harry Klein) er hljómfagurt og dýnamískt með rólegum takti (sjá má myndbandið við lagið hér fyrir ofan), Klókindi er hratt og órólegt á meðan Weltschmerz sumar er ofureinfalt, ljúft og melódískt. Á heildina litið er Gilsbakki flott plata og enn ein sönnun þess að íslensk raftónlist er við góða heilsu. Tónlistaráhugamenn, sem hafa ekki enn gefið þessari tónlistartegund gaum, ættu að tékka á Gilsbakka. Niðurstaða: Fjölbreytt og vel útfærð raftónlistarplata.
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira