Hvar er jafnlaunavottunin? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 24. september 2011 06:00 Launamunur kynjanna er enn og aftur til umræðu. Tvær kannanir, annars vegar á vegum félaga starfsmanna hins opinbera, SFR og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, og hins vegar stærsta stéttarfélags einkageirans, VR, sýna fram á að hann fer vaxandi á ný. Þar við bætist að munurinn er mestur hjá ríkisstarfsmönnunum í SFR. Þó heyra þeir beint undir ráðherrana, sem lofa hátíðlega í stjórnarsáttmálanum að útrýma launamuninum og ekki er launaleyndinni fyrir að fara, sem stundum er talin ein undirrót kynbundins launamunar. Þetta eru sláandi niðurstöður. Að borga konu lægri laun en karli fyrir jafnverðmætt starf er brot á íslenzkum lögum og almennum mannréttindum. Og gengur furðuhægt að uppræta þau kerfisbundnu brot, sem enginn vill þó kannast við fyrr en launakannanirnar birtast. VR á heiður skilinn fyrir að vekja athygli á málinu með auglýsingaherferð. Sá hluti herferðarinnar sem gengur út á að fyrirtæki veiti konum 10 prósenta afslátt af vörum og þjónustu í einn dag til að vekja athygli á launamuninum er þó fremur misheppnaður. Þetta er alveg sérstaklega ódýr leið fyrir fyrirtæki til að skrifa upp á málstaðinn í orði og gera síðan nákvæmlega ekkert í verki til að lagfæra hið raunverulega vandamál. Eða vitum við eitthvað um það hvort fyrirtækin sem taka þátt í átakinu greiða körlum og konum sömu laun fyrir sömu vinnu? Í þessu sambandi er ástæða til að rifja upp hugmynd sem ekkert hefur verið rædd að ráði undanfarin ár, en það er að komið verði á fót svokallaðri jafnlaunavottun. Óháður aðili yrði þá fenginn til að taka út launabókhald fyrirtækja með samræmdum, viðurkenndum aðferðum og gefa fyrirtækjum sem sannanlega gerðu ekki upp á milli kynjanna opinbera vottun þar um. Þetta er hugmynd sem Árni Magnússon setti fram þegar hann var félagsmálaráðherra og unnið var að af töluverðum krafti á árunum 2005-2008. Síðan hefur minna farið fyrir verkefninu í opinberri umræðu, en á vegum Staðlaráðs hefur verið unnið að því að smíða jafnlaunastaðal sem hægt sé að miða við. Það snjalla við jafnlaunavottunina er að með þeirri aðferð er ábyrgðin á launamuninum – og að uppræta hann – sett beint í fangið á vinnuveitendum, en þar á hún að sjálfsögðu heima. Það ætti ekki að þurfa að skylda fyrirtæki eða opinberar stofnanir til að sækja sér slíka vottun, væri hún fyrir hendi. Góð fyrirtæki myndu að sjálfsögðu sjá sér hag í því að láta taka út hjá sér launakerfið því að þau ættu þá auðveldara með að sækja sér bezta starfsfólkið og nytu að auki velvildar neytenda. Þau sem ekki stæðust kröfur eða sæktust ekki eftir vottuninni myndu væntanlega með sama hætti gjalda þess, til dæmis í auglýsingaherferðum stéttarfélaga. Það er full ástæða til að dusta rykið af þessari hugmynd og hrinda henni í framkvæmd. Hún gæti orðið eitt skilvirkasta vopnið gegn kynbundnum launamun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Launamunur kynjanna er enn og aftur til umræðu. Tvær kannanir, annars vegar á vegum félaga starfsmanna hins opinbera, SFR og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, og hins vegar stærsta stéttarfélags einkageirans, VR, sýna fram á að hann fer vaxandi á ný. Þar við bætist að munurinn er mestur hjá ríkisstarfsmönnunum í SFR. Þó heyra þeir beint undir ráðherrana, sem lofa hátíðlega í stjórnarsáttmálanum að útrýma launamuninum og ekki er launaleyndinni fyrir að fara, sem stundum er talin ein undirrót kynbundins launamunar. Þetta eru sláandi niðurstöður. Að borga konu lægri laun en karli fyrir jafnverðmætt starf er brot á íslenzkum lögum og almennum mannréttindum. Og gengur furðuhægt að uppræta þau kerfisbundnu brot, sem enginn vill þó kannast við fyrr en launakannanirnar birtast. VR á heiður skilinn fyrir að vekja athygli á málinu með auglýsingaherferð. Sá hluti herferðarinnar sem gengur út á að fyrirtæki veiti konum 10 prósenta afslátt af vörum og þjónustu í einn dag til að vekja athygli á launamuninum er þó fremur misheppnaður. Þetta er alveg sérstaklega ódýr leið fyrir fyrirtæki til að skrifa upp á málstaðinn í orði og gera síðan nákvæmlega ekkert í verki til að lagfæra hið raunverulega vandamál. Eða vitum við eitthvað um það hvort fyrirtækin sem taka þátt í átakinu greiða körlum og konum sömu laun fyrir sömu vinnu? Í þessu sambandi er ástæða til að rifja upp hugmynd sem ekkert hefur verið rædd að ráði undanfarin ár, en það er að komið verði á fót svokallaðri jafnlaunavottun. Óháður aðili yrði þá fenginn til að taka út launabókhald fyrirtækja með samræmdum, viðurkenndum aðferðum og gefa fyrirtækjum sem sannanlega gerðu ekki upp á milli kynjanna opinbera vottun þar um. Þetta er hugmynd sem Árni Magnússon setti fram þegar hann var félagsmálaráðherra og unnið var að af töluverðum krafti á árunum 2005-2008. Síðan hefur minna farið fyrir verkefninu í opinberri umræðu, en á vegum Staðlaráðs hefur verið unnið að því að smíða jafnlaunastaðal sem hægt sé að miða við. Það snjalla við jafnlaunavottunina er að með þeirri aðferð er ábyrgðin á launamuninum – og að uppræta hann – sett beint í fangið á vinnuveitendum, en þar á hún að sjálfsögðu heima. Það ætti ekki að þurfa að skylda fyrirtæki eða opinberar stofnanir til að sækja sér slíka vottun, væri hún fyrir hendi. Góð fyrirtæki myndu að sjálfsögðu sjá sér hag í því að láta taka út hjá sér launakerfið því að þau ættu þá auðveldara með að sækja sér bezta starfsfólkið og nytu að auki velvildar neytenda. Þau sem ekki stæðust kröfur eða sæktust ekki eftir vottuninni myndu væntanlega með sama hætti gjalda þess, til dæmis í auglýsingaherferðum stéttarfélaga. Það er full ástæða til að dusta rykið af þessari hugmynd og hrinda henni í framkvæmd. Hún gæti orðið eitt skilvirkasta vopnið gegn kynbundnum launamun.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun