Gagnrýni

Léttleikandi þjóðlagapopp

Trausti Júlíusson skrifar
Tónlist. Sagan. 1860.



Hljómsveitin 1860 náði töluverðum vinsældum í sumar með laginu Snæfellsnes, sem fékk mikla spilun í útvarpi, og það sama virðist ætla að verða uppi á teningnum með nýja lagið, Orðsending að austan.

1860 er þriggja manna sveit skipuð þeim Hlyni Hallgrímssyni, Kristjáni Hrannari Pálssyni og Óttari G. Birgissyni. Hlynur syngur en allir spila þeir á mörg hljóðfæri. Þeir félagar semja öll lög og texta, sem eru bæði á íslensku og ensku. Tónlistin er þjóðlagapopp, að mestu órafmagnað, en hljóðfæri eins og banjó, þverflauta, harmonikka og víóla setja svip á nokkur laganna, auk röddunar. Það er ekkert hér sem hefur ekki heyrst hundrað sinnum áður, en Sagan er vel skrifuð og flutt.

Niðurstaða: Fleiri hress lög frá hljómsveitinni sem söng um Snæfellsnes.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.