Áfram pólitísk óþægindi Ólafur Þ. Stephensen skrifar 19. september 2011 10:00 Hvalveiðar Íslendinga hafa áratugum saman verið þyrnir í augum okkar helztu vina- og samstarfsríkja. Enda fór svo um tíma að þeim var hætt vegna pólitísks þrýstings. Þráðurinn var tekinn upp á nýjan leik 2003 með vísindaveiðum og 2006 hófust aftur hvalveiðar í atvinnuskyni. Afstaða stjórnvalda í nágrannalöndunum endurspeglar almenningsálitið, sem óhætt er að segja að sé nánast alls staðar mjög andsnúið hvalveiðum. Hvalirnir hafa orðið áberandi tákn fyrir lífverur í útrýmingarhættu. Venjulegt, prýðilega upplýst fólk í okkar heimshluta trúir því annars vegar að allir hvalir um allan heim séu í útrýmingarhættu og hins vegar að það sé ómannúðlegt að veiða hvali, fremur en aðrar sjávarlífverur, af því að þeir séu svo gáfaðir og sérstakir. Obama Bandaríkjaforseti er augljóslega í hópi þeirra sem haldnir eru þessum ranghugmyndum, því að hann mælti í síðustu viku fyrir um diplómatískar þvingunaraðgerðir gegn Íslandi á þeirri forsendu að Íslendingar hefðu veitt langreyði, sem sé í útrýmingarhættu. Tegundinni er hins vegar eingöngu í hættu stefnt í suðurhöfum. Í Norður-Atlantshafi er langreyðarstofninn alls ekki í útrýmingarhættu og veiðar Íslendinga (sem hafa reyndar engar verið í ár vegna skorts á mörkuðum fyrir kjötið) ógna honum ekki á nokkurn hátt. Vandi íslenzkra stjórnvalda í þessu máli er hversu útbreiddar ranghugmyndirnar um ástand hvalastofnanna í norðurhöfum eru. Að breyta þeim myndi líklega útheimta mjög dýra kynningarherferð, sem myndi kosta miklu meira en sem nemur ávinningi þjóðarbúsins af hvalveiðum. Svo yrðu nógir, til dæmis öflug umhverfisverndarsamtök, til að mótmæla kröftuglega og setja enn meiri peninga í áróður til að halda hinum röngu upplýsingum að fólki. Gera má ráð fyrir að andúðin á hvalveiðum sé ekki á undanhaldi. Spurningin er hvað hún kostar íslenzka hagsmuni. Áhyggjur margra á síðasta áratug af því að endurupptaka hvalveiða myndi hafa neikvæð áhrif á sölu á íslenzkum sjávarafurðum erlendis og á ferðaþjónustu hafa að miklu leyti reynzt ástæðulausar. Það gengur ágætlega að selja fiskinn, ferðamönnunum fjölgar og hvalaskoðun blómstrar í sambýli við hvalveiðar. Eftir að Obama ákvað að beita þvingunum gegn Íslandi hafa tveir ráðherrar í ríkisstjórninni, þau Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, bent á að erfitt sé að færa rök fyrir því að veiðarnar séu sjálfbærar ef ekki er hægt að selja hvalkjötið. Það á við um veiðar á langreyði, þar sem markaðurinn í Japan er brostinn, en ekki um hrefnuveiðar, þar sem næg eftirspurn virðist vera eftir kjötinu. Pólitísk óþægindi vegna hvalveiðanna verða áfram fyrir hendi. Íslenzk stjórnvöld þurfa að vega og meta hvort kostnaðurinn af þeim sé meiri en sem nemur ávinningi þjóðarbúsins af hvalveiðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Hvalveiðar Íslendinga hafa áratugum saman verið þyrnir í augum okkar helztu vina- og samstarfsríkja. Enda fór svo um tíma að þeim var hætt vegna pólitísks þrýstings. Þráðurinn var tekinn upp á nýjan leik 2003 með vísindaveiðum og 2006 hófust aftur hvalveiðar í atvinnuskyni. Afstaða stjórnvalda í nágrannalöndunum endurspeglar almenningsálitið, sem óhætt er að segja að sé nánast alls staðar mjög andsnúið hvalveiðum. Hvalirnir hafa orðið áberandi tákn fyrir lífverur í útrýmingarhættu. Venjulegt, prýðilega upplýst fólk í okkar heimshluta trúir því annars vegar að allir hvalir um allan heim séu í útrýmingarhættu og hins vegar að það sé ómannúðlegt að veiða hvali, fremur en aðrar sjávarlífverur, af því að þeir séu svo gáfaðir og sérstakir. Obama Bandaríkjaforseti er augljóslega í hópi þeirra sem haldnir eru þessum ranghugmyndum, því að hann mælti í síðustu viku fyrir um diplómatískar þvingunaraðgerðir gegn Íslandi á þeirri forsendu að Íslendingar hefðu veitt langreyði, sem sé í útrýmingarhættu. Tegundinni er hins vegar eingöngu í hættu stefnt í suðurhöfum. Í Norður-Atlantshafi er langreyðarstofninn alls ekki í útrýmingarhættu og veiðar Íslendinga (sem hafa reyndar engar verið í ár vegna skorts á mörkuðum fyrir kjötið) ógna honum ekki á nokkurn hátt. Vandi íslenzkra stjórnvalda í þessu máli er hversu útbreiddar ranghugmyndirnar um ástand hvalastofnanna í norðurhöfum eru. Að breyta þeim myndi líklega útheimta mjög dýra kynningarherferð, sem myndi kosta miklu meira en sem nemur ávinningi þjóðarbúsins af hvalveiðum. Svo yrðu nógir, til dæmis öflug umhverfisverndarsamtök, til að mótmæla kröftuglega og setja enn meiri peninga í áróður til að halda hinum röngu upplýsingum að fólki. Gera má ráð fyrir að andúðin á hvalveiðum sé ekki á undanhaldi. Spurningin er hvað hún kostar íslenzka hagsmuni. Áhyggjur margra á síðasta áratug af því að endurupptaka hvalveiða myndi hafa neikvæð áhrif á sölu á íslenzkum sjávarafurðum erlendis og á ferðaþjónustu hafa að miklu leyti reynzt ástæðulausar. Það gengur ágætlega að selja fiskinn, ferðamönnunum fjölgar og hvalaskoðun blómstrar í sambýli við hvalveiðar. Eftir að Obama ákvað að beita þvingunum gegn Íslandi hafa tveir ráðherrar í ríkisstjórninni, þau Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, bent á að erfitt sé að færa rök fyrir því að veiðarnar séu sjálfbærar ef ekki er hægt að selja hvalkjötið. Það á við um veiðar á langreyði, þar sem markaðurinn í Japan er brostinn, en ekki um hrefnuveiðar, þar sem næg eftirspurn virðist vera eftir kjötinu. Pólitísk óþægindi vegna hvalveiðanna verða áfram fyrir hendi. Íslenzk stjórnvöld þurfa að vega og meta hvort kostnaðurinn af þeim sé meiri en sem nemur ávinningi þjóðarbúsins af hvalveiðum.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun