Tónleikamynd og -plata Sigur Rósar, Inni, kemur í verslanir 7. nóvember. Platan verður tvöföld og á henni verða fimmtán lög, þar á meðal Lúppulagið sem hljómar í lok myndarinnar en var áður óútgefið.
Sigur Rós spilar níu lög í myndinni, sem var tekin upp í London 2008, auk fjögurra aukalaga. Inni var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum á dögunum við góðar undirtektir. Myndin verður sýnd í fyrsta sinn hér á landi á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík 22. september. Inni verður sýnd víða um heim í haust, þar á meðal í Grikklandi, Brasilíu, Kanada og Noregi.
Kemur í nóvember
