Brostinn strengur frá Lay Low 16. september 2011 09:00 ný plata Næsta plata Lay Low nefnist Brostinn strengur og er væntanleg í búðir um miðjan október. fréttablaðið/stefán Þriðja sólóplata Lovísu Elísabetar Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low, hefur fengið nafnið Brostinn strengur. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá syngur hún eigin lög við ljóð íslenskra kvenskálda, meðal annars Vilborgar Dagbjartsdóttur, Margrétar Jónsdóttur, Huldu og Hugrúnu. Eitt ljóðið heitir einmitt Brostinn strengur og er eftir þá síðastnefndu. Aðspurð segir hún að upptökurnar á plötunni hafi gengið mjög vel en aðeins frágangurinn er eftir. „Það var alveg hellingur af fallegum ljóðum sem ég rakst á. Ég er með fullt af lögum sem náðu ekki að komast á þessa plötu og ég er ekki frá því að ég þurfi að gera fleiri plötur í þessu flæði til að ná yfir þetta allt,“ segir Lovísa. „Lögin eru mjög ólík, frá því að vera algjör rólegheit yfir í þokkalega mikinn æsing. Ég vona að sem flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Ég er allavega mjög ánægð með útkomuna.“ Mestöll platan var tekin upp á segulband til að halda í gamla stílinn. „Þetta var svolítið öðruvísi ferli en maður er búinn að venja sig á þegar allt er unnið í tölvum. Magnús Öder sem vann plötuna með mér er mikill hljóð- og analog-grúskari, þannig að hann fékk nóg að gera í þeim efnum. Ég stóð til hliðar og klóraði mér í hausnum,“ segir hún. Lay Low stefnir á útgáfutónleika á Akureyri 21. október og í Reykjavík 3. nóvember. „Ég hlakka mikið til. Ég held að þetta verði skemmtilegt tónleikaprógram.“ - fb Lífið Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Þriðja sólóplata Lovísu Elísabetar Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low, hefur fengið nafnið Brostinn strengur. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá syngur hún eigin lög við ljóð íslenskra kvenskálda, meðal annars Vilborgar Dagbjartsdóttur, Margrétar Jónsdóttur, Huldu og Hugrúnu. Eitt ljóðið heitir einmitt Brostinn strengur og er eftir þá síðastnefndu. Aðspurð segir hún að upptökurnar á plötunni hafi gengið mjög vel en aðeins frágangurinn er eftir. „Það var alveg hellingur af fallegum ljóðum sem ég rakst á. Ég er með fullt af lögum sem náðu ekki að komast á þessa plötu og ég er ekki frá því að ég þurfi að gera fleiri plötur í þessu flæði til að ná yfir þetta allt,“ segir Lovísa. „Lögin eru mjög ólík, frá því að vera algjör rólegheit yfir í þokkalega mikinn æsing. Ég vona að sem flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Ég er allavega mjög ánægð með útkomuna.“ Mestöll platan var tekin upp á segulband til að halda í gamla stílinn. „Þetta var svolítið öðruvísi ferli en maður er búinn að venja sig á þegar allt er unnið í tölvum. Magnús Öder sem vann plötuna með mér er mikill hljóð- og analog-grúskari, þannig að hann fékk nóg að gera í þeim efnum. Ég stóð til hliðar og klóraði mér í hausnum,“ segir hún. Lay Low stefnir á útgáfutónleika á Akureyri 21. október og í Reykjavík 3. nóvember. „Ég hlakka mikið til. Ég held að þetta verði skemmtilegt tónleikaprógram.“ - fb
Lífið Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira