Brostinn strengur frá Lay Low 16. september 2011 09:00 ný plata Næsta plata Lay Low nefnist Brostinn strengur og er væntanleg í búðir um miðjan október. fréttablaðið/stefán Þriðja sólóplata Lovísu Elísabetar Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low, hefur fengið nafnið Brostinn strengur. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá syngur hún eigin lög við ljóð íslenskra kvenskálda, meðal annars Vilborgar Dagbjartsdóttur, Margrétar Jónsdóttur, Huldu og Hugrúnu. Eitt ljóðið heitir einmitt Brostinn strengur og er eftir þá síðastnefndu. Aðspurð segir hún að upptökurnar á plötunni hafi gengið mjög vel en aðeins frágangurinn er eftir. „Það var alveg hellingur af fallegum ljóðum sem ég rakst á. Ég er með fullt af lögum sem náðu ekki að komast á þessa plötu og ég er ekki frá því að ég þurfi að gera fleiri plötur í þessu flæði til að ná yfir þetta allt,“ segir Lovísa. „Lögin eru mjög ólík, frá því að vera algjör rólegheit yfir í þokkalega mikinn æsing. Ég vona að sem flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Ég er allavega mjög ánægð með útkomuna.“ Mestöll platan var tekin upp á segulband til að halda í gamla stílinn. „Þetta var svolítið öðruvísi ferli en maður er búinn að venja sig á þegar allt er unnið í tölvum. Magnús Öder sem vann plötuna með mér er mikill hljóð- og analog-grúskari, þannig að hann fékk nóg að gera í þeim efnum. Ég stóð til hliðar og klóraði mér í hausnum,“ segir hún. Lay Low stefnir á útgáfutónleika á Akureyri 21. október og í Reykjavík 3. nóvember. „Ég hlakka mikið til. Ég held að þetta verði skemmtilegt tónleikaprógram.“ - fb Lífið Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Þriðja sólóplata Lovísu Elísabetar Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low, hefur fengið nafnið Brostinn strengur. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá syngur hún eigin lög við ljóð íslenskra kvenskálda, meðal annars Vilborgar Dagbjartsdóttur, Margrétar Jónsdóttur, Huldu og Hugrúnu. Eitt ljóðið heitir einmitt Brostinn strengur og er eftir þá síðastnefndu. Aðspurð segir hún að upptökurnar á plötunni hafi gengið mjög vel en aðeins frágangurinn er eftir. „Það var alveg hellingur af fallegum ljóðum sem ég rakst á. Ég er með fullt af lögum sem náðu ekki að komast á þessa plötu og ég er ekki frá því að ég þurfi að gera fleiri plötur í þessu flæði til að ná yfir þetta allt,“ segir Lovísa. „Lögin eru mjög ólík, frá því að vera algjör rólegheit yfir í þokkalega mikinn æsing. Ég vona að sem flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Ég er allavega mjög ánægð með útkomuna.“ Mestöll platan var tekin upp á segulband til að halda í gamla stílinn. „Þetta var svolítið öðruvísi ferli en maður er búinn að venja sig á þegar allt er unnið í tölvum. Magnús Öder sem vann plötuna með mér er mikill hljóð- og analog-grúskari, þannig að hann fékk nóg að gera í þeim efnum. Ég stóð til hliðar og klóraði mér í hausnum,“ segir hún. Lay Low stefnir á útgáfutónleika á Akureyri 21. október og í Reykjavík 3. nóvember. „Ég hlakka mikið til. Ég held að þetta verði skemmtilegt tónleikaprógram.“ - fb
Lífið Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira