Viðskipti erlent

Júanið á flot fyrir árið 2015

Kínverjar hafa lofað því að hætta að handstýra gengi júansins á næstu árum. Nordicphotos/AFP
Kínverjar hafa lofað því að hætta að handstýra gengi júansins á næstu árum. Nordicphotos/AFP
Kínversk yfirvöld hafa gefið í skyn að innan tíðar muni þau hætta að handstýra gengi gjaldeyris síns júansins. Að sögn talsmanns verslunarráðs ESB í Kína hafa embættismann þar í landi sagt að gengi júans yrði komið á flot fyrir árið 2015.

Þetta eru nokkur tíðindi þar sem Kínverjar hafa legið undir ámæli í áraraðir fyrir að halda genginu lágu gagnvart evru og Bandaríkjadal, til þess að styrkja samkeppnishæfni útflutningsgreina. Undanfarið hafa matsaðilar þó talið að raungengi júansins hafi sannarlega verið að lækka. - þj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×